Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 70
Góð aðstaða er til líkamsrœktar fyrir starfsmenn í kjallara hússins. Nýja húsið og þjónustustöðvarnar einkennast afgóðri hönnun, léttleika og birtu. Húsið er gott dœmi um það hvernig falleg bygging og vistlegt umhverfi geta hafl áhrifá vinnuandann. ur. Rannsóknir sýna að sterk fyrirtækjamenning eykur afköst og ánægju í starfi og höfum við það að leiðarljósi í starfi okkar.“ Hin nýju, opnu rými í skrifstofu- og atvinnu- húsnæði endurspegla að nokkru nýjan vinnu- anda og mikilvægi samvinnu og samskipta. Thomas segir það ljóst að sameiginlegar hug- myndir verði frekar til í opnum rýmum en lokuð- um og að þekkingarfyrirtæki sérstaklega hafi hag af því að vera sem mest opin. „Það er í sam- tölum sem hugmyndir kvikna og þær eru mun auðveldari og léttari þar sem fólk er saman i opnu eða hálfopnu rými en þar sem hver og einn situr á sinni skrifstofu," segir hann. „Við höfum hér allar tegundir af fundum; hefðbundna fundi þar sem ákveðinn fjöldi manna mætir í fundar- herbergi, kaffifundi og „standandi fundi“ þar sem nokkrir hittast, kannski við kafffivélina, í mötuneytinu eða á svölunum á efstu hæð og ræða saman og leysa þá gjarnan einhver mál í leiðinni, hvort sem það var markmiðið eða ekki. Auðvitað verður að taka tillit til þess að ákveðnir aðilar þurfa að loka sig af. Þeir sem vinna með viðkvæm efni, eins og fjármál og samningagerð, til dæmis, en ég tel að flestir hafi hag af opnum rýmum og við höfum reynt að halda kostum þess um leið og við gleymum ekki því sem gott er við gamalt og hefðbundið fyrirkomulag." í húsinu er öll nýjasta tölvutækni notuð til þess að gera upplýsingaflæði sem einfaldast og einnig til að stýra orkunotkun og tækjum. Ekki þarf að nota rofa til að kveikja ljós eða slökkva því öllu er stýrt með skynjurum, einnig hitastigi. Þetta sparar orku og heldur vinnuumhverfmu þægilegu og Thomas segir alla ánægða með það. Andinn gripinn og færður „Við teljum að tekist hafi að koma anda fyrirtækisins til skila en hann náðist í skjóðu sem flutt var á milli húsanna og sleppt í anddyrinu. Nú svífur andi Olís hér yfir vötnunum í Sundagörðum," segir Hafsteinn Guð- mundsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar, sem yfirumsjón hafði með byggingarfram- kvæmdum og er sáttur við útkomuna. og þangað og var það til óhagræðis,“ segir Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Olís. „Reykjavíkurhöfn falaðist eftir lóðinni við Héðinsgötu og því var ákveðið að ráðast í gerð nýrra höfuðstöðva á lóð sem fyr- irtækið keypti við Sundagarða." Thomas segir Ingimund Sveinsson hafa séð um alla hönnun mannvirkja fyrirtækisins frá árinu 1994 og að sérstök ánægja ríki með vinnu hans og samstarfsmanna hans. „Við lítum svo á að hönnun sé mark- aðstæki; að fólk laðist að góðri hönnun. Nýja húsið og þjón- ustustöðvarnar eru í svipuðum stíl; léttleiki, birta og aðlað- andi hönnun eru einnkennismerki bygginga okkar. I raun er hönnun og gott útlit hluti af fyrirtækjamenningu. Þetta hús er gott dæmi um það hvernig bygging getur haft áhrif á vinnuandann og menninguna innnan fyrirtækisins enda höf- um við, þessa mánuði sem við höfum verið í húsinu, orðið þess áþreifanlega varir hve ánægt fólk er og hve vel því líð- Opín rými - kostur eða galli? Það hefur færst mjög í vöxt að undanförnu að teikna skrifstofuhúsnæði með miklu opnu rými og er skemmst að minnast Nýherjahússins, þar sem forstjórinn lokar sig ekki af heldur hefur skrifstofu í einu fundarherbergjanna, og hins nýja húss Hans Petersen sem er að mestu leyti opið og mjög lítið um hefðbundnar, lokað- ar skrifstofur. Það fer tvennum sögum af ágæti þessa fýrir- komulags. Arkitektar eru hrifnir af hugmyndinni sem or- sakar að yfirbragð stórra húsa og rýma verður létt og oft hægt að ná mjög fallegum heildarsvip. Kostnaður er yfirleitt lægri með þessu móti og samskipti starfsfólks verða að sjálfsögðu meiri sem gjarnan leiðir til frjórrar hugmynda- vinnu og minni hættu á að einstaka starfsmenn lokist af. Millistigið er að nota lausa veggi sem auðvelt er að færa til eft- ir hentugleikum og þá gjarnan úr gleri svo auðveldlega sést 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.