Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 19
FORSÍÐUGREIN en að salan aukist hjá fyrirtækjunum. í framtíðinni telur Þorgeir að aukin áhersla verði á þjónustu í bílnum til að nýta þann tima sem fer í akstur og bið til og frá vinnu á hraðbrautunum úti í heimi. Bíllinn verður ekki einungis bíll heldur lika tæki til að hafa samskipti við aðra. Upplýsingarnar elta einstaklinginn, ef svo mætti segja, og bíleigandinn getur verið í stöðugu Netsam- bandi við bílaframleiðandann i gegnum einn hnapp í bílnum. Hingað til hefúr bílaframleiðandinn framleitt bilana, látið hanna auglýsingar og selt bílana til umboðanna og þau síðastnefndu hafa séð um viðskipti og þjónustu við viðskiptavini. I framtíðinni fær framleiðandinn virkara hlutverk gagnvart viðskiptavininum og hlutverk bílaumboðanna breytist. - Eru bílaumboðin kannski að detta út? „Þetta er klassísk spurning. Bílaumboðin eru að laga sig að breyttu umhverfi, til dæmis með stofnun Ford Direct, sem þau höfðu sjálf frumkvæði að. A endanum held ég að bíleigandinn vilji hafa einhvern nálægt sér sem veitir honum þjónustu. Þeg- ar fólk biður um að fá bílinn færðan heim kemur yfirleitt í ljós að það er ánægðara með að fá bílinn afhentan hjá umboðinu. Þetta kemur á óvart en er auðvitað skiljanlegt. Það er ákveðin lífsreynsla að kaupa bíl enda eru bílakaup yfirleitt önnur stærstu kaup manna næst á eftir fasteignaviðskiptum, í sumum tílvikum jafhvel þau stærstu. I bílakaupum er viðskiptavinurinn kynntur fyrir bílnum, hann fær að skoða hann og prufukeyra og þess vegna vill hann ekki fá bílinn færðan upp að dyrum. Um- boðin eru að koma aftur en hlutverk þeirra gjörbreytíst. Þau verða þjónustumiðstöð bíleigandans og veita allsherjar þjón- ustu í bílageiranum," segir Þorgeir. Erum Öll með bíladellu innst inni Af framansögðu er ljóst að Þor- geir hefur komist tíl virðingar og áhrifa innan Ford með ótrúleg- um hraða. En hver er hann þessi ungi Hafnfirðingur? Þorgeir Ib- sen Þorgeirsson, sem erlendis gengur undir naíhinu 'Ihor Ibsen, er yngsta barn í fimm systkina hópi, sonur Þorgeirs Ibsen, fv. skólastjóra í Lækjarskóla í Hafharfirði, og Ebbu Júliönu Lárus- dóttur glerlistakonu. Hann er kvæntur Denis Ibsen og eiga þau þrjá syni á aldrinum tveggja tíl níu ára. Þorgeir var alltaí mikill flugáhugamaður og lærði að fljúga. í Texas lagði hann stund á nám í flugrekstrarfræði og var starfsvettvangur hans á sviði tryggingamála flugvéla í Dallas í Texas. Hann lauk síðan MBA námi frá Texas háskólanum í Austin með áherslu á upplýsinga- og markaðsfræði og hóf störf hjá Ford. Við það breyttust áhuga- málin heldur betur. „Þegar maður er kominn í þennan bílahræri- graut þá endar maður sem bíladellukall. Við erum öll bíladellu- menn í hjarta okkar,“ segir hann. En Þorgeir er ekki búinn að yfirgefa flugið fyrir fullt og allt. I fréttum kom nýlega fram að Flugleiðir hefðu stofnað nýtt fyrirtæki, Destal, sem á að markaðssetja nýja veflausn fyrir ferðaþjónustuna og eiga viðskiptavinir að geta skipulagt, bókað og keypt flókna ferð á Netinu. Þorgeir hefur verið fenginn til að setjast í stjórn þessa fyrirtækis og segir hann að erfitt sé að segja tíl um hvernig framtíðin líti út því að þróun- in sé svo ör á þessu sviði. „Stefnumótunin verður að vera virk og ákveðin og stjórnendur verða að vera tilbúnir til að taka við þeim möguleikum „sem detta inn á borðið mitt í allri hringiðunni“. Erfitt er að segja hvernig fyrirtæki eins og Destal endar. Ef maður veit ekki hvernig maður á að byrja getur maður ekki vitað hvernig það endar. I Destal verður maður að hafa augun opin og leita eftir því hvert hægt er að taka svona tækni. Er hægt að gera það í samvinnu við önnur fyrirtæki sem maður spinnur út frá þessu?“ spyr hann og tel- ur hugsanlegt að Destal geti „spunnið út frá sér í margar átt- ir. Sá vinnur samkeppnina sem getur hrært þetta saman í þá súpu sem hefur rétta bragðið," segir ungi maðurinn hjá Ford sem alltaf kveðst vera „sami gamli Hafnfirðingurinn". SD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.