Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 82
O L Alma Möller er 48 ára og er verslunar- stjóri kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi. Verslunin er við Engjateig 5. Nýlega var rými verslunarinnar stækkað úr 160 fermetrumj240 fermetra. FV-mynd: Geir Ólafsson. Alma Möller, Hjá Hrafnhildi Eftir ísak Örn Sigurðsson Alma Möller hóf störf sem verslunarstjóri í verslun- inni Hjá Hrafnhildi fyrir tæpum þremur árum, í nóv- ember 1997, rúmu ári eftir að verslunin var opnuð á þeim stað þar sem hún er nú. „Við Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem er eigandi verslunarinn- ar, höfum verið góðar vinkon- ur frá því við kynntumst í Versló 15 ára gamlar og meðal annars verið saman í sauma- klúbb í 32 ár,“ segir Alma. Alma hefur verið með annan fótinn í versluninni al- veg frá byijun, eða frá því Hrafnhildur hóf verslunar- rekstur í einu herbergi á heimili sínu fyrir 8 árum. „Ég kom í heimsókn til að skoða búðina og var strax drifin í að hjálpa til. Fyrstu árin vann ég því eingöngu nokkra tíma á viku þar sem ég var þá í starfi annars staðar. Sem verslunarstjóri starfa ég við hlið Hrafnhildar, sem staðgengill hennar þegar svo ber undir, og geri það sem gera þarf í daglegum rekstri. Auk þess fer ég á sýningar með Hrafnhildi til innkaupa nokkrum sinnum á ári hverju. Við erum ekki á flæðiskeri staddar hvað varð- ar starfsfólk því auk okkar Hrafnhildar starfa í verslun- inni 8 konur, flestar í fullu starfi, og er þetta einstakur og samheldinn hópur. Það er okkar lán að hafa frábært starfsfólk sem er duglegt, lip- urt og góðir sölumenn. Auk þess erum við með nokkrar góðar konur sem koma á laugardögum og á álagstím- um og hjálpa okkur. Þetta er stór hópur og veitir ekki af þessum fjölda því stefnan er að veita mjög góða og per- sónulega þjónustu. Starfs- menn okkar eru á öllum aldri, enda seljum við fatnað fyrir konur á öllum aldri. Við erum með mörg góð vöru- merki, þýsk og ítölsk." Hrafnhildur hóf verslunar- rekstur sinn á þeim stað þar sem hún er núna, að Engja- teigi 5, árið 1996. Síðan hefur verslunin verið stækkuð tvisvar. „Það er ævintýri líkast hvað reksturinn hefur dafnað. Nýlegavarverslunin stækkuð úr 160 fermetrum í 240 fer- metra og innréttuð upp á nýtt. Við opnuðum breytta, stækk- aða og stórglæsilega verslun þann 18. ágúst síðastliðinn. Auk þess höfum við yfir að ráða 300 fermetra rými undir lager, skrifstofu og starfs- mannaaðstöðu." Alma Möller er fædd í Sfykkishólmi 22. maí 1952 en fluttist þaðan á fyrsta ári til Reykjavíkur með foreldrum sínum, Leu og Agnari Möller. „Ég hef búið í Reykjavík síð- an en hef sterkar taugar vest- ur í Stykkishólm og lít á mig sem Hólmara. Ég á íjögur systkini, Margréti, sem er rit- ari hjá Byko, Thomas, sem er framkvæmdastjóri hjá Olís, Astu, sem er alþingismaður, og Eddu, sem er fram- kvæmdastjóri Skálholtsútgáf- unnar og Kirkjuhússins." Alma lauk verslunarprófi frá Verslunarskólanum vorið 1971 og hóf þá störf hjá Eim- skip. „Þar vann ég sem ritari í 13 góð ár, meðal annars sem einkaritari hjá Óttarri, föður- bróður mínum. Árið 1985 réðst ég til starfa hjá Lög- mönnum við Austurvöll og var ritari hjá Skarphéðni Þór- issyni, hæstaréttarlögmanni og núverandi ríkislögmanni, í 12 ár. Það var frábær vinnu- staður og eignaðist ég þar vini fyrir lífstið. Það var því erfitt að taka ákvörðun þegar Hrafnhildur vinkona mín bauð mér verslunarstjóra- starfið í verslun sinni. Að fá tækifæri til að söðla algjör- lega um, eftir 25 ára starf sem ritari, var óneitanlega freist- andi svo ég sló til og hef ekki séð eftir því. Ég er búin að vera gift í tæp 28 ár. Maðurinn minn heitir Ólafur Valur Ólafsson en hann er kerfisfræðingur og starfar hjá Sjóvá-Almenn- um. Við eigum tvö börn, Völu Björgu, 23 ára, sem stundar nám í rekstrarfræði við Há- skólann á Akureyri ásamt unnusta sínum, Valgeiri Smára Óskarssyni, og Ólaf Jens, sem er 17 ára og er nemandi í Versló. Sameiginlegt áhugamál okkar hjónanna er ferðalög er- lendis og erum við ekki ein á bátí þar þvi við eigum frábæra vini sem við ferðumst oftast með. Við leggjum, bæði hjón- in, dágóða upphæð í hverjum mánuði í sameiginlegan ferða- sjóð og förum yfirleitt eina góða ferð á ári hveiju. Á næstu árum komumst við ferðafélag- arnir öll á sextugsaldurinn og höfum við látíð reikna út með- altal af aldri og afinælisdög- um. Niðurstaðan er sú að við eigum sameiginlegt afmæli í október 2001. Þá verður „stóra“ ferðin farin,“ segir Alma. 33 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.