Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 77
I miðlunarfyrirtæki til að auðvelda verslunareigendum að byrja starfsemi sína en eftir sem áður verður greiðslu- miðlunin á ábyrgð viðkomandi versl- ana. „Við verðum ekki milliliður á sama hátt og Kringlan hf. ber ekki ábyrgð á greiðslumiðlun milli við- skiptavina og Nýkaups í Kringlunni. Dreifing vörunnar verður einnig alfar- ið á ábyrgð viðkomandi verslunar þannig að verslanir geta haft mismun- andi þjónustumarkmið. Ein verslun getur auglýst að hún afliendi sam- dægurs meðan önnur vill kannski af- henda innan þriggja daga.“ Ásgeir Friðgeirsson, framkvœmdastjóri íslandsnets. „Kauphegðan fólks á eftir að breytast mikið. Það er ekki bara verslunarmaðurinn sem þarf að læra á þennan nýja viðskiptamáta, viðskipta- vinurinn þarflíka að lœra að versla á þennan hátt.“ FV-mynd: Geir Ólafsson - Hefur það ekki staðið Netverslun fyrir þrifum hve óaðlaðandi greiðsluhættir hafa verið? Jú, það má segja það en greiðslu- miðlunin fer fram í gegnum sérstakan öryggisþjón þannig að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af örygginu. Þetta er ör- ugg greiðslumiðlun á báða vegu. Við erum með samninga við VISA, Eurocard og fyrirtæki sem heitir Medi- an en í upphafi verður einvörðungu um kreditkortagreiðslur að ræða. Við erum einnig með samninga við bank- ana um netgreiðslur og þær koma inn á næstu stigum. Netgreiðslur eru í raun- inni ekkert annað en millifærslur þar sem viðskiptavinurinn millifærir af sín- um bankareikningi yfir á bankareikn- ing verslunarinnar," svarar Ásgeir. Gríðarlegar væntingar hafa verið um að netverslun fari að blómstra á þessu ári. Ásgeir segist lengi hafa starfað í net- geiranum og aldrei fundið fýrir jafn miklum áhuga á viðskiptum í gegnum Netið og nú. Um 10-15 þúsund rnanns fari daglega inn á strik.is og verslunar- miðstöðin hljóti að njóta góðs af því. Hann er sannfærður um að fólk muni fara inn á strik.is til að versla, ekkert síð- ur en til að lesa fféttir eða afla sér upp- lýsinga, og því muni verslunin auka um- ferðina enn frekar. Til að vel takist strax frá upphafi telur hann miklu skipta að verslanirnar séu nægilega margar og vöruúrvalið gott til að ná strax áhuga neytenda. Um verslunina á strikinu segir hann að gildi það sama og um Kringluna og Laugaveginn. Fólk sjái ekki ástæðu til að fara þangað ef verslanir eru fáar og úrvalið lítið. - Hvernig eru áætlanir um veltu? „Það er erfitt að gera áætlanir um ljölda viðskipta eða veltu. Kauphegðan fólks á eftir að breytast mikið. Það er ekki bara verslunarmaðurinn sem þarf að læra á þennan nýja við- skiptamáta, viðskiptavinurinn þarf líka að læra að versla á þennan hátt,“ svarar Ásgeir og telur að bilið milli verslunar- ferða fólks á vefnum rnuni styttast jafnt og þétt. „Allir verslun- araðilar, sem skrá viðskipti hjá einstaklingum; vita hvaða ein- staklingar versla og hvenær þeir versla, munu sjá að tíminn milli verslunarferða á Netinu styttist stöðugt. Þú ferð inn einu sinni og prófar, ferð svo aftur eftir þrjár vikur, síðan eftir tvær vikur og loks með viku millibili. Reynsla netverslana hér á landi sýnir að þessi tími styttist jafn og þétt. Inn í þetta koma líka að sjálfsögðu atriði eins og afhendingartími og verð. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig landsmenn taka þessari nýj- ung. Á Islandi hefur alltaf verið talsverð fjarverslun í gegnum póstinn og símann." SO 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.