Fregnir - 01.03.2004, Side 3

Fregnir - 01.03.2004, Side 3
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Auglýsing eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar 2004 Auglýst er eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýs- ingafrœða. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fullgilda félaga til náms- og kynnisferða. Uthlutunarreglur sjóðsins eru m.a. eftirfarandi: • Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er að jafnaði kr. 20.000 vegna ferðalags til út- landa en kr. 10.000 vegna ferðar innanlands. Fjöldi úthlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðs- ins hverju sinni. Heimilt er að úthluta samtals allt að átta styrkjum ár hvert. • Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu og einhverjum forvera félagsins í a.m.k. fimm ár og a.m.k. fimm ár þurfa að líða á milli úthlutana til sama einstaklings. • Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrkveitingu. • I umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur. • Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi. Því miður er ekki hægt að taka til greina umsóknir sem berast eftir þann tíma (miðað er við dagsetningu póststimpils). • Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjómar sjóðsins að lokinni ferð og skal skýrslan að öðm jöfnu birt í Fregnum - Fréttabréfi Upplýsingar. I sjóðsstjóm em gjaldkeri Upplýsingar, sem er formaður sjóðsstjómar, auk hans for- maður og varaformaður félagsins sem em meðstjómendur. Nánari upplýsingar um reglur og úthlutunarreglur sjóðsins er að finna í Fregnum 1/2001, bls. 17. Umsóknir um styrki skal senda til Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýs- ingafræða, Lágmúla 7, 108 Reykjavík. - Netfang: upplysing@bokis.is - Bréfa- sími: 588 9239. Stjórn Ferðasjóðs Upplýsingar Auglýsing um Ferðastyrk NVBF NVBF (Samband félaga norrænna rannsóknarbókavarða) veitir árlega ferðastyrk að upphæð kr. 7.000 norskar krónur. Styrkurinn er veittur til eins aðila í hverju Norðurlandanna fýrir sig til endur- menntunar og/eða námsferðar innan Norðurlanda. Umsækjandi þarf að vera í Upplýsingu. Nemar í bókasafns- og upplýsingafræði geta einnig sótt um séu þeir í félaginu. Að öllu jöfnu ganga þeir fyrir sem vinna innan rannsóknar- eða háskólabókasafnageirans. Umsóknir um styrk fyrir árið 2005 þurfa að hafa borist fyrir 20. sept. 2004 til Poul Erlandsen (poer@dpu.dk), ritara NVBF. Sjá einnig vefsetur NVBF: http://www.dpb.dpu.dk/nvbf/nvbf.html Fulltrúar Upplýsingar í stjórn NVBF Montreal höfuðborg bókarinnar 2005 Montreal í Kanada hefur verið valin sem höfuðborg bókarinnar árið 2005 (World Book Capital). Þetta er í fimmta skipti sem UNESCO veitir titilinn. Fyrst var Madrid árið 2001, þá Alexandría (2002), Nýja Delhi (2003) og Antwerpen frá 23. apríl 2004 - 22. apríl 2005 (sjá: www.abc2004.be) en skiptin miðast við dag bókarinnar ár hvert. Þórdís T. Þórarinsdóttir 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 3

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.