Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 30
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða NVBF var upphaflega samband félaga bókavarða í rannsóknar- og sérfræðisöfnum og var Deild bókavarða í rannsóknarbókasöfnum (síðar (1983) Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum) stofnuð árið 1966 til að íslenskir bókaverðir gætu átt aðild að því. Starfsemi NVBF miðast enn einkum við starfsmenn í rannsóknar- og sérfræði- söfnum þrátt fyrir að tvö aðildarfélög, Upplýsing og Svensk biblioteksförening, hafí nú innan sinna vébanda starfsmenn í öllum safnategundum og í reglum NVBF er kveðið á um að stjómarmenn komi úr þeim geiranum. En óhætt mun að fullyrða að langflestar ráðstefnur sem haldnar hafa verið undanfarin ár hafa ekki síður höfðað til starfsmanna í almenningsbókasöfnum. Rétt er að minna á að allir félagar í Upplýsingu teljast jafnframt félagar í NVBF og eiga þar með kost á að sækja á félagsverði ráð- stefnur og aðra viðburði sem NVBF stendur að. Stjóm NVBF er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju landi og haldnir em tveir stjómarfundir á ári, til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Framan af var þó oftast hlaupið yfír ísland en svo kom að því að stjóm FBR ákvað að taka virkari þátt í þessu starfi, sækja alla stjómarfundi og halda stjómarfundi hér á landi og ráðstefnur til jafns við hin aðildarfélögin. Vorið 2000 tók íslenskur fulltrúi við stjómarformennsku í NVBF í fyrsta skipti og var Hrafnhildur Hreinsdóttir stjómarformaður og undirrituð fundarritari stjómar næstu þrjú árin eða til vors 2003. Fulltrúar Upplýsingar í stjóm NVBF em nú Guðrún Pálsdóttir og undirrituð. Finnar fara nú með stjómarforystu. Yfirlityfir viðburði á vegum NVBF hér á landi: Dagana 18.-23. júní 1978 var haldinn í Reykjavík 5. fundur norrænna rannsóknar- bókavarða undir yfírskriftinni Fra norrone skrifter til nordiske forskningsbiblioteker. Alls sóttu fundinn um 130 manns, íslenskir þátttakendur vom um 30. Hringborðs- ráðstefna um handrit var haldin í Reykjavík í september 1983. Arið 1992 var önnur hringborðsráðstefna, efni hennar var aðföng og grisjun. Þá var sumarskóli um aðföng í breyttum bókasafnsheimi (Accession in en forandret biblioteksverden) haldinn hér í júní 1996. Þá tók ein ráðstefnan við af annarri: Abonnementerpá elektroniske midler í október 1999, Referansearbeidet i det elektroniske miljo í júní 2000 og fímmta ráðstefna NVBF um millisafnalán í október 2002. Allir þessir viðburðir hafa verið mjög vel sóttir og heppnast frábærlega vel og full ástæða til bjartsýni varðandi næstu ráðstefnu NVBF sem verður hér í júní 2004: At skabe organisationer med mennesker i centrum - brugeren og medarbejderen. Kynnið ykkur efni ráðstefnunnar og skráið ykkur sem fyrst, slóðin er http://www. bokis.is/nvbf2004/ Þórhildur S. Sigurðardóttir Bamastarf á bókasöfnum Nordisk netværk for bomebiblioteker & -kultur Norrænt net um bamabókasöfn og -menningu (Nordisk netværk for bornebiblioteker og -kultur) var stofnað árið 1997 í kjölfar alþjóðlegs þings Bókavarða í Kaupmanna- höfn. Þema þingsins var tengt bömum og var þar kynning á öllu því besta sem bama- bókasöfn á Norðurlöndunum bjóða upp á. Hópurinn sem stóð að þessarri vel heppn- uðu kynningu hafði áhuga á að halda samstarfínu áfram og myndaði fyrmefndan hóp Norrænt net um bamabókasöfn og menningu. Markmið hans er að efla samvinnu nor- rænna bamabókasafna sem byggist á faglegum gmnni. Sama hugmyndafræði liggur 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: