Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 30
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
NVBF var upphaflega samband félaga bókavarða í rannsóknar- og sérfræðisöfnum
og var Deild bókavarða í rannsóknarbókasöfnum (síðar (1983) Félag bókavarða í
rannsóknarbókasöfnum) stofnuð árið 1966 til að íslenskir bókaverðir gætu átt aðild að
því. Starfsemi NVBF miðast enn einkum við starfsmenn í rannsóknar- og sérfræði-
söfnum þrátt fyrir að tvö aðildarfélög, Upplýsing og Svensk biblioteksförening, hafí
nú innan sinna vébanda starfsmenn í öllum safnategundum og í reglum NVBF er
kveðið á um að stjómarmenn komi úr þeim geiranum. En óhætt mun að fullyrða að
langflestar ráðstefnur sem haldnar hafa verið undanfarin ár hafa ekki síður höfðað til
starfsmanna í almenningsbókasöfnum. Rétt er að minna á að allir félagar í Upplýsingu
teljast jafnframt félagar í NVBF og eiga þar með kost á að sækja á félagsverði ráð-
stefnur og aðra viðburði sem NVBF stendur að.
Stjóm NVBF er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju landi og haldnir em tveir
stjómarfundir á ári, til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Framan af var þó oftast
hlaupið yfír ísland en svo kom að því að stjóm FBR ákvað að taka virkari þátt í þessu
starfi, sækja alla stjómarfundi og halda stjómarfundi hér á landi og ráðstefnur til jafns
við hin aðildarfélögin. Vorið 2000 tók íslenskur fulltrúi við stjómarformennsku í
NVBF í fyrsta skipti og var Hrafnhildur Hreinsdóttir stjómarformaður og undirrituð
fundarritari stjómar næstu þrjú árin eða til vors 2003. Fulltrúar Upplýsingar í stjóm
NVBF em nú Guðrún Pálsdóttir og undirrituð. Finnar fara nú með stjómarforystu.
Yfirlityfir viðburði á vegum NVBF hér á landi:
Dagana 18.-23. júní 1978 var haldinn í Reykjavík 5. fundur norrænna rannsóknar-
bókavarða undir yfírskriftinni Fra norrone skrifter til nordiske forskningsbiblioteker.
Alls sóttu fundinn um 130 manns, íslenskir þátttakendur vom um 30. Hringborðs-
ráðstefna um handrit var haldin í Reykjavík í september 1983. Arið 1992 var önnur
hringborðsráðstefna, efni hennar var aðföng og grisjun. Þá var sumarskóli um aðföng í
breyttum bókasafnsheimi (Accession in en forandret biblioteksverden) haldinn hér í
júní 1996.
Þá tók ein ráðstefnan við af annarri: Abonnementerpá elektroniske midler í október
1999, Referansearbeidet i det elektroniske miljo í júní 2000 og fímmta ráðstefna
NVBF um millisafnalán í október 2002.
Allir þessir viðburðir hafa verið mjög vel sóttir og heppnast frábærlega vel og full
ástæða til bjartsýni varðandi næstu ráðstefnu NVBF sem verður hér í júní 2004: At
skabe organisationer med mennesker i centrum - brugeren og medarbejderen.
Kynnið ykkur efni ráðstefnunnar og skráið ykkur sem fyrst, slóðin er http://www.
bokis.is/nvbf2004/
Þórhildur S. Sigurðardóttir
Bamastarf á bókasöfnum
Nordisk netværk for bomebiblioteker & -kultur
Norrænt net um bamabókasöfn og -menningu (Nordisk netværk for bornebiblioteker
og -kultur) var stofnað árið 1997 í kjölfar alþjóðlegs þings Bókavarða í Kaupmanna-
höfn. Þema þingsins var tengt bömum og var þar kynning á öllu því besta sem bama-
bókasöfn á Norðurlöndunum bjóða upp á. Hópurinn sem stóð að þessarri vel heppn-
uðu kynningu hafði áhuga á að halda samstarfínu áfram og myndaði fyrmefndan hóp
Norrænt net um bamabókasöfn og menningu. Markmið hans er að efla samvinnu nor-
rænna bamabókasafna sem byggist á faglegum gmnni. Sama hugmyndafræði liggur
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 30