Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 54
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
að velja úr og því er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir ráðstefnuna til að fara vel yfir
dagskrána og merkja við það sem vekur áhuga manns. Stundum tekst valið vel og
stundum ekki, því auðvitað eru fyrirlestrar misgóðir og titillinn segir ekki allt.
Á þessari ráðstefnu voru nokkrir hádegisfyrirlestrar sem allir gátu sótt, þ.e. ekkert
annað var í gangi um leið (Plenary sessions).
Hér verður fjallað um nokkur af þeim dagskráratriðum sem sem tengdust störfum
okkar eða áhuga.
Bókfrœðileg stjórn
Undir yfírheitinu Bibliographic control. Current issues and trends in bibliographic
control voru haldnir fimm áhugaverðir fyrirlestrar um þetta grundavallaratriði bóka-
safnsfræðinnar. í þeim var meðal annars farið var yfir störf nefndar IFLA, sem fæst
við bókfræðilega stjóm, og einn fyrirlesturinn var um nafnmyndaskrár sem einmitt nú
er mjög mikilvægt efni fyrir okkur vegna samræmingar á nafnmyndaskrám í nýja
Gegni.
Dewey Decimal Classification
22. útgáfa Dewey-kerfisins kom út í september síðastliðnum. Ritstjóri kerfisins, Joan
Mitchell, kynnti fyrirhugaðar breytingar og nýjungar í 22. útgáfunni í fyrirlestri sem
hún hélt í tengslum við „workshop“ í flokkun og lyklun.
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á nýju útgáfunni en þó hefur engum einum
flokki verið umbylt á jafn róttækan hátt og gert var í fyrri útgáfum. Helstu breytingar
em á sviði tölvunarfræði, í trúarbragðaflokkunum og flokkum fyrir lögfræði og stærð-
fræði. Frá því að 21. útgáfan kom út fyrir átta ámm hafa bæst við ný efni vegna tækni-
nýjunga og eins verða alltaf breytingar á stjómmálaástandi í heiminum sem taka verð-
ur tillit til. Þrátt fyrir að Dewey-kerfið sæti alltaf mikilli gagnrýni virðist notkun þess
stöðugt vera að aukast. Nú er það notað af um 200 þúsund bókasöfnum í 135 löndum
og alltaf bætast við þýðingar á önnur tungumál en ensku. Haldnir vom fyrirlestrar um
norsku og þýsku þýðinguna. Það er fyrst nú að verið er að þýða Dewey-kerfíð á þýsku
enda verður það tekið upp í þýsku þjóðbókaskrána frá og með árinu 2004.
Höfundarréttur
Höfundarréttur er enn eitt mikilvægt efni sem fjallað var um. Haldnir voru fyrirlestrar
undir heitinu: Copyright and other legal matters. Digital rights management and
technical protection measures: implications for copyright, exceptions and limitations.
í fyrirlestrinum Copyright exceptions and technological protection measures in elec-
tronic publications: a challenge for Iegislators fjallaði Katy Loffman um vandamál i
sambandi við höfundarrétt að rafrænum útgáfum. Vegna þess hve auðvelt er að gefa
út verk á vefnum er verið er að breyta höfundarréttarlögum víða um heim og einnig
em settar tæknilegar hömlur á dreifíngu efnis. Þrátt fyrir samræmingu löggjafar milli
landa er þó ennþá svo að það sem er bannað í einu landi er leyft í öðm. Það er hlut-
verk löggjafans að gæta hagsmuna bæði útgefenda og notenda jafnt. Þetta er afar
mikilvægt málefni fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga.
Notendafræðsla
Notendafræðsla og upplýsingalæsi hafa talsvert verið í umræðunni undanfarin ár og
vom nokkrir fyrirlestrar um þetta efni undir heitinu: University Libraries and other
General Research Libraries & Information Literacy. Á ráðstefnunni komu fram ýms-
ar skoðanir á þessu efni. Ekki em allir sammála um leiðir að eða skilgreiningu á upp-
lýsingalæsi. Staðlar um upplýsingalæsi komu fyrst fram um 1998 og frá því um 2000
hafa hugmyndir verið uppi um að samkomulag náist um alþjóðlega staðla. I framhaldi
af þeim yrði rökrétt næsta skref að hægt yrði taka einhvers konar próf og öðlast al-
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 54