Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 37

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 37
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða aðstaða fyrir starfsfólk Amtsbókasafnsins og á þriðju hæð er aðstaða fyrir starfsmenn Héraðsskjalasafnsins ásamt lestrarsal. Nýbyggingin er afar björt og rúmgóð og þar hefur arkitektinum tekist að sameina nútíma hönnun og þann hlýleika, sem hefur verið einkenni safnanna, á afar skemmtilegan hátt. Eldri byggingin Eldra húsnæðið er 1.143,8 m2, eða um 4.000 m3 brúttó. Það er að hluta til tvær hæðir og að hluta geymsla á þremur hæðum. Amtsbókasafnið ræður yfír geymslum á jarð- hæð og annarri hæð, en Héraðsskjalasafnið er með geymslu á þriðju hæðinni. A jarð- hæðinni er afgreiðsla Amtsbókasafnsins, lestrarsalur þess, handbókakostur og hluti út- lánagagna. Á annarri hæð er stór bamadeild og útlánadeild. Vígsla safnanna Á 177. afmælisári Amtsbókasafnsins og 35. afmælisári Héraðsskjalasafnsins er hús- næði þeirra vígt í nýrri og endurbættri mynd. Öll aðstaða í húsinu er eins og best verður á kosið og til fyrirmyndar fyrir söfnin og bæjarfélagið í heild. í framkvæmdum var hvergi til sparað til að gera húsnæði safnanna sem veglegast, enda geymsla undir dýrmætan menningararf og sögu Akureyrarbæjar. Heildarkostnaður framkvæmdanna er um 580 milljónir og þar af kostnaður við nýbyggingu um 375 milljónir. Fram- kvæmdimar gera söfnunum kleift að standa undir kröfum nútímans og halda mark- miðum sínum sem em til að mynda að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna með því að höfða til allra viðskiptavina sinna, jafnt yngri sem eldri. Amts- bókavörður er Hólmkell Hreinsson og Héraðsskjalavörður er Aðalbjörg Sigmarsdóttir. Söfnin eru opin alla virka daga frá 10-19 og á laugardögum frá 10-15. Heimild: Fasteignir Akureyrarbæjar, mars 2004 Bókasafnið á Stokkseyri flytur í nýtt húsnæði Almennings- og skólabókasafnið á Stokkseyri er flutt í nýtt húsnæði, en það fékk gamla samkomuhúsið Gimli til ráðstöfunar í vetur. Þröngt var orðið um bókasafnið í Stjömusteinum, þar sem það hafði deilt húsnæði með skóladagvistun í 10 ár. Nú hefur skóladagvistunin alla Stjömusteina, en mun rýmra er um bókasafnið í hinu gamla og virðulega samkomuhúsi. Samkomuhúsið hefur aftur verið leyst af hólmi af íþróttahúsi og stómm og góðum sal í Hólmarastarhúsinu, en þar em einnig Draugasetrið og Draugabarinn. Öll aðstaða er snöggtum betri í hinu nýja safni og rúmt um bækur og gesti safnsins, en safnið gegnir jafnframt hlutverki skólabókasafns fyrir bamaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar. í safninu em tvær tölvur, ljósritunarvél og þar er hægt að fá lánuð myndbönd og mynddiska. Bókakosturinn er nú um 10.000 bindi. Safnkostur bókasafnanna á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi mun tengjast Landskerfi bóka- safna síðar á þessu ári. Heimild: Morgunblaðið Sunnudaginn 28. mars, 2004 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Undirtitill:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
179
Skráðar greinar:
8
Gefið út:
1976-2009
Myndað til:
2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: