Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 37
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
aðstaða fyrir starfsfólk Amtsbókasafnsins og á þriðju hæð er aðstaða fyrir starfsmenn
Héraðsskjalasafnsins ásamt lestrarsal. Nýbyggingin er afar björt og rúmgóð og þar
hefur arkitektinum tekist að sameina nútíma hönnun og þann hlýleika, sem hefur verið
einkenni safnanna, á afar skemmtilegan hátt.
Eldri byggingin
Eldra húsnæðið er 1.143,8 m2, eða um 4.000 m3 brúttó. Það er að hluta til tvær hæðir
og að hluta geymsla á þremur hæðum. Amtsbókasafnið ræður yfír geymslum á jarð-
hæð og annarri hæð, en Héraðsskjalasafnið er með geymslu á þriðju hæðinni. A jarð-
hæðinni er afgreiðsla Amtsbókasafnsins, lestrarsalur þess, handbókakostur og hluti út-
lánagagna. Á annarri hæð er stór bamadeild og útlánadeild.
Vígsla safnanna
Á 177. afmælisári Amtsbókasafnsins og 35. afmælisári Héraðsskjalasafnsins er hús-
næði þeirra vígt í nýrri og endurbættri mynd. Öll aðstaða í húsinu er eins og best
verður á kosið og til fyrirmyndar fyrir söfnin og bæjarfélagið í heild. í framkvæmdum
var hvergi til sparað til að gera húsnæði safnanna sem veglegast, enda geymsla undir
dýrmætan menningararf og sögu Akureyrarbæjar. Heildarkostnaður framkvæmdanna
er um 580 milljónir og þar af kostnaður við nýbyggingu um 375 milljónir. Fram-
kvæmdimar gera söfnunum kleift að standa undir kröfum nútímans og halda mark-
miðum sínum sem em til að mynda að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð
borgaranna með því að höfða til allra viðskiptavina sinna, jafnt yngri sem eldri. Amts-
bókavörður er Hólmkell Hreinsson og Héraðsskjalavörður er Aðalbjörg Sigmarsdóttir.
Söfnin eru opin alla virka daga frá 10-19 og á laugardögum frá 10-15.
Heimild: Fasteignir Akureyrarbæjar, mars 2004
Bókasafnið á Stokkseyri flytur í nýtt húsnæði
Almennings- og skólabókasafnið á Stokkseyri er flutt í nýtt húsnæði, en það fékk
gamla samkomuhúsið Gimli til ráðstöfunar í vetur. Þröngt var orðið um bókasafnið í
Stjömusteinum, þar sem það hafði deilt húsnæði með skóladagvistun í 10 ár. Nú hefur
skóladagvistunin alla Stjömusteina, en mun rýmra er um bókasafnið í hinu gamla og
virðulega samkomuhúsi. Samkomuhúsið hefur aftur verið leyst af hólmi af íþróttahúsi
og stómm og góðum sal í Hólmarastarhúsinu, en þar em einnig Draugasetrið og
Draugabarinn.
Öll aðstaða er snöggtum betri í hinu nýja safni og rúmt um bækur og gesti safnsins,
en safnið gegnir jafnframt hlutverki skólabókasafns fyrir bamaskóla Eyrarbakka og
Stokkseyrar. í safninu em tvær tölvur, ljósritunarvél og þar er hægt að fá lánuð
myndbönd og mynddiska. Bókakosturinn er nú um 10.000 bindi. Safnkostur
bókasafnanna á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi mun tengjast Landskerfi bóka-
safna síðar á þessu ári.
Heimild: Morgunblaðið Sunnudaginn 28. mars, 2004
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 37