Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 58

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 58
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Ráðstefnugjald fyrir skuldlausa félaga Upplýsingar er US$ 350 með skráningu fyrir 15. maí 2004. Eftir það er gjaldið US$ 435. Gjaldið er í báðum tilfellum hærra fyrir þá sem ekki eru félagsmenn. Verð fyrir „fylgifiska“ ráðstefnugesta er US$ 240 fyrir 15. maí en eftir það US$ 325. Boðið er upp á sérstaka dagskrá fyrir þá auk þess sem þeir geta tekið þátt í þeim móttökum sem boðið er upp á. Eftir ráðstefnuna eru margar kynnisferðir í boði. Á heimasíðu IFLA http://.www.ifla.org undir Annual Conference er að finna upp- lýsingar um ráðstefnuna. Auk þess eru upplýsingar á prentuðu fonni fyrir hendi á skrifstofu Upplýsingar. Einnig má benda á að fyrirlestra fyrri ársþinga IFLA er að flnna á heimasíðu IFLA í fimm ár að lokinni hverri ráðstefnu. Sækja má um ýmsa styrki fýrir IFLA ráðstefnur (eftir vinnustað), s.s. í starfsmennt- unarsjóði starfsmannafélaga og stéttarfélaga (t.d. STRIB), Sáttmálasjóð, að ógleymd- um Ferðasjóði Upplýsingar. Einnig er sjálfsagt að sækja um styrk til vinnuveitanda. Þórdís T. Þórarinsdóttir Vika bókarinnar 20.-26. apríl 2004 Vika bókarinnar verður 20.-26. apríl næstkomandi. Yfirskrift vikunnar er að þessu sinni Islenska skáldsagan en einnig verður þemað „Böm og bækur“ áfram fyrirferða- mikið í dagskránni. Þetta er sjötta árið sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur fmm- kvæði að Viku bókarinnar. Bók vikunnar Gjafabókin að þessu sinni ber heitið Tuttugasti ogþriðji apríl. í bókinni em smásögur eftir ellefú skáld. Hvert skáld fékk ákveðið ártal til að fjalla um og var skilyrt að dag- setningin 23. apríl kæmi fram í sögunni. Þannig fékk Kristín Helga Gunnarsdóttir árið 1904, Rúnar Helgi Vignisson árið 1914, Gerður Kristný árið 1924, o.s.frv. Aðrir höfundar em: Stefán Máni, Auður Jónsdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson, Hlín Agnarsdóttir, Einar Öm Gunnarsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjamason. Hér á ferðinni forvitnileg og fjölbreytt bók sem á eftir að vekja athygli. Ásamt því sem þegar hefur verið nefnt er tilgangurinn með þessu bréfi að safna saman upplýsingum fýrir dagskrá Viku bókarinnar, en Félag íslenskra bókaútgefenda mun hafa fmmkvæði að því að dagskrá Vikunnar verði birt í fjölmiðlum. Öllum ábendingum og hugmyndum um dagskrárefni veitir skrifstofa félagsins við- töku og er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fýrst. Senda má uppl. í tölvu- pósti baekur@mmedia.is , á faxi 511-5020 eða í síma 511-8020. Félag íslenskra bókaútgefenda Benedikt Kristjánsson framkvœmdastjóri Heyrst hefur... ... að Gríma Eik Káradóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur hefur hafið störf hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166. ... að Ingibjörg Bergmundsdóttir er að hætta störfum í Menntasmiðju Kennaraháskól- ans og flytur austur á Egilsstaði í vor. ... að Sjöfn Hjörvar hefúr hafíð störf sem skjalavörður í Kennaraháskólanum. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Undirtitill:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
179
Skráðar greinar:
8
Gefið út:
1976-2009
Myndað til:
2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: