Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 17
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ist hún á sameiginlegum menningararfi, sögu og skyldleika tungumálanna. Löndin hefðu sterka lýðræðislega hefð sameiginlega. Einnig var nefnt að hafið tengdi löndin saman og umlyki þau. Út á við væri gjaman litið á Norðurlöndin sem eitt land. Samvinnan gæti skipt máli út á við í samstarfí innan Evrópu, t.d. í EBLIDA og í alþjóðlegu samhengi, s.s. innan IFLA. Fram kom að meginþungi samstarfsins í Norðri helgaðist af Norðurlöndunum sjálfúm en einnig gæti verið gefandi að útvíkka starfið til annarra landa, s.s. Eystrasaltslandanna. Fram kom að æskilegt væri að um bæði óformlega og formlega samvinnu væri að ræða en formlega samvinnan væri að veikjast, t.d. væri verið að leggja NORDINFO niður sem stofnun og þótti fundarmönnum miður að dregið væri úr þeirri starfsemi. Fundarmönnum þótti starfsemi og samvinna bókavarðafélaganna mikilvæg. Fram kom áhugi á að endurvekja Nordisk biblioteksmote sem haldið var til skiptis á Norð- urlöndunum. Einnig kom fram áhugi á að halda víðtækari ráðstefnu um norrænt sam- starf á sviði bókasafns- og upplýsingamála með þátttöku allra safnategunda þar sem skilin milli þeirra færu sífellt minnkandi í upplýsingasamfélagi nútímans. Álitið var nauðsynlegt að koma upp gagnagrunni með verkefnum sem unnin hafa verið, unnið er að og með hugmyndum að verkefnum sem gagnlegt væri að vinna að í framtíðinni. Einnig kom fram sú skoðun að æskilegt væri að NORDBOK markaði stefnu um verkefni hvers árs. Talið var nauðsynlegt að samhæfa norræna samvinnu og koma upp skráningu viðburða svo þeir rækjust ekki á eins og t.d. ráðstefnan og fundur PR-hópsins og raða verkefnum í forgangsröð. Þá var komið inn á mikilvægi þess að auka áhuga ungs fólks á norrænni samvinnu og sú hugmynd kom fram að stofna sam- starfshóp fyrir unga bókaverði. í hópastarfínu kom fram einn flötur norrænnar samvinnu sem ekki hafði verið kynntur en það var samstarf fýlkisbókasafna sem funda annað hvert ár. Síðdegis á laugardeginum lauk ráðstefnunni svo með fyrirlestri rithöfundarins Per Olav Karlstad um norræna samvinnu og samantekt á niðurstöðum ráðstefnunnar. I fyrirlestrinum kom m.a. fram að samvinna skipti miklu máli bæði fyrir bókmenntir (þýðingastyrkir) og bókasöfn (verkefnastyrkir). Á sunnudagsmorgun héldu norrænir bamabókaverðir fúnd og sóttum við fúlltrúar Upplýsingar þann fund þar til tími var kominn til að halda út á flugvöll á leið heim. Á fundinum kom fram að ýmislegt er á döfmni hjá bamabókavörðum, s.s. að skipuleggja viðburði fýrir IFLA ráðstefnuna í Osló árið 2005, koma upp farandsýningu, setja upp bókasafnsvakt fyrir bamabókasöfn svo eitthvað sé nefnt. Að lokum er rétt að geta þess að áður en ráðstefnan hófst á föstudeginum notuðu leiðtogar norrænu bókavarðafélaganna tækifærið og ræddu málefni og framtíð EBLIDA. Þórdis T. Þórarinsdóttir Ráðstefna um norrænt samstarf um bókasafns- og upplýsingamál í tilefni af því að ísland fer með formennsku í norrænu ráðherranefndinni árið 2004 og hefur þar með nú í ár forgöngu í norrænu samstarfi ákvað stjóm Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða að standa fýrir ráðstefnu til kynningar á norrænu sam- starfi á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Ráðstefnan var haldin fimmtudaginn 5. febrúar 2004, kl. 13:30-16:30 í fyrirlestrasal Kennaraháskóla íslands (Bratta) og í gegnum ljarfundabúnað í Háskólanum á Akureyri (stofu L-103). 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: