Fregnir - 01.03.2004, Page 64

Fregnir - 01.03.2004, Page 64
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Útgáfa sögu íslenskra bókavarðafélaga Eins og áður hefur komið fram í Fregmmi ákvað stjóm Upplýsingar vorið 2001 að láta rita sögu íslenskra bókavarðafélaga og hinn 29. maí sama ár var samið við Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing um að taka verkið að sér. Sagan spannar sögu bókasafnsfræðinga- og bókavarðastéttarinnar frá stofn- un Bókavarðafélags íslands 4. desember 1960 til fyrstu ára Upplýsingar. Ritnefnd er höfundi til aöstoöar og í henni sitja: Guðrún Pálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Veðurstofu íslands Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu Kristín Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Menntasmiðju Kennaraháskóla íslands Þórdís T. Þórarinsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Menntaskólans við Sund Ritnefndin hélt sinn fýrsta fund þann 3. október árið 2001 og var þá farið yftr fýrstu kafla ritsins. Alls hefur ritnefnd fundað tæplega 30 sinnum, ýmist ein eða með höf- undi. Nú í vetur hefur ritnefnd einkum unnið að myndasöfnun fyrir ritið og hefur ítrekað verið leitað til félagsmanna Upplýsingar um myndir. Verkinu hefur miðað hægt en ömgglega áfram og er nú komið á lokastig. Um þess- ar mundir er vinnsla í prentsmiðju í fullum gangi og að öllu forfallalausu kemur bókin út núna í vor. Auk Þjónustumiðstöðvar bókasafna hafa Fjármálaráðuneytið og Menningarsjóður veitt styrki til verkefnisins. Kann ritnefnd styrktaraðilum, yfírlesumm og öðmm þeim sem lagt hafa hönd á plóginn bestu þakkir fyrir Með Fregnum fylgir eyðublað þar sem félögum í Upplýsingu er boðið að kaupa bókina á áskriftarverði. Ritnefndin Stjóm Upplýsingar er skipuð eftirfarandi aðilurn Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður, tengiliður stjómunarsviðs Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður, tengiliður fræðslusviðs Lilja Olafsdóttir gjaldkeri, tengiliður ijármálasviðs Guðbjörg Harðardóttir ritari, umsjón með félagatali Vala Nönn Gautsdóttir meðstjómandi, tengiliður við útgáfusvið thordis@ismennt.is svava@,anza.is lilia@borgarbokasafn.is gugga@vergo.is valag@xnet.is Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða - ISSN 1605-4415 Utgefandi: Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða. Lágmúla 7. 108 Reykjavík Sími: 553-7290 - Fax: 588-9239 - Netfang: upplysing@bokis.is - Veffang: http://www.bokis.is Afgreiðslutími: Október til nóvember og 15. janúar til 15. maí: Fimmtudaga kl. 16 - 18. Ritstjórn og frágangur: Þórdís T. Þórarinsdóttir (ritstjóri) og Svava H. Friðgeirsdóttir (aðstoðarritstjóri) Forsíðumynd: Lesum öll saman @ bókasafninu þínu. 29. árg. - I. tbl. 2004 - bls. 64

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.