Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 28
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
dyggilega en stuðningnum var að mestu hætt með tilkomu nýrrar stjómar og varð þá
sænska bókavarðafélagið aðal burðarásinn en hin félögin hafa lagt sitt af mörkum.
(Upplýsing styrkti FAIFE verkefnið um 1.000 danskar krónur árið 2003). Ýmsar
kannanir hafa farið fram á vegum FAIFE, t.d. um bókasöfn og vitsmunalegt frelsi
(Libraries & intellectual freedom) og um vitsmunalegt frelsi í upplýsingasamfélaginu,
bókasöfn og Netið (Intellectual freedom in the information society, libraries & the
intemet).
ALP verkefninu var hleypt af stokkunum í Nairobi árið 1984 og er þróunarsam-
vinnuverkefni á vegum IFLA, m.a. eru veittir styrkir til bókavarða í þróunarlöndum til
að sækja IFLA ráðstefnur. Danska þróunarsamvinnustofnunin, DANIDA, hefur verið
meginstyrktaraðili verkefnisins en eftir síðustu stjómarskipti í Danmörku var einnig
dregið vemlega úr þeim stuðningi og fínna þurfti nýjar fjármögnunarleiðir. Þróunar-
samvinnustofnanir og bókavarðafélög á hinum Norðurlöndunum hafa öll veitt styrki
til þessa verkefnis. Stjóm Upplýsingar hefur farið þess á leit við Þróunarsamvinnu-
stofnun Islands að hún styrki verkefnið, t.d. með því að veita bókavörðum frá þeim
Afríkuríkjum sem þeir em í samvinnu við ferðastyrki á ráðstefnu IFLA, en félaginu
hefur enn ekki orðið ágengt í þeim efnum.
Innan IFLA starfa fastanefndir sem mynda gmndvöll og kjama hins faglega starfs
á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Norrænu félögin hafa jafnan samráð um til-
nefningar í fastanefndir og eiga fulltrúa í flestöllum nefndunum. Upplýsing á nú full-
trúa í tveimur fastanefndum (School Libraries and Resource Centers Section og
Classifícation and Indexing Section). Félögin skiptast á um að standa fyrir norrænum
svæðisfundi á IFLA-þingunum (Nordic Caucus Meeting) og sá formaður Upplýsingar
um slíkan fund í Berlín árið 2003. Félögin hafa einnig látið kosningar til forseta og
varaforseta IFLA til sín taka svo og kosningar í stjóm samtakanna og hafa jafnan sam-
einast um að tilnefna fulltrúa til þess að norræni fulltrúinn eigi meiri möguleika á að
komast í stjórnina. Norrænu löndin hafa ennfremur boðið fram fulltrúa til skiptis og
innan skamms kemur röðin að Upplýsingu að tilnefna fulltrúa úr sínum röðum til setu
í stjóm IFLA. Núverandi forseti IFLA er Kay Raseroka frá Botswana. Norrænu félög-
in stofnuðu ferðasjóð til að auðvelda henni að ferðast fyrir samtökin (Upplýsing lagði
100 ensk pund í ferðasjóðinn).
Árið 2005 verður ársþing IFLA haldið í Osló. Ákveðið hefur verið að forseti IFLA
sæki Island heim að loknum þeim fundi. Vonandi getum við Islendingar einnig haldið
ársþing IFLA í fýllingu tímans.
Norrænu bókavarðafélögin taka einnig þátt í EBLIDA, Samtökum evrópskra bóka-
varðafélaga sem hefur aðsetur í Haag. EBLIDA gætir hagsmuna bókasafna og við-
skiptavina þeirra innan Evrópusambandsins (ESB). Einnig þar láta norrænu bóka-
varðafélögin að sér kveða. Meðal annars hefur verið fjallað um yfirlýsingu Evrópu-
sambandsins um símenntun en þar var hlutur bókasafna mjög fyrir borð borinn. Um
þessar mundir fer fram umræða um GATS og bókasöfn og áhrif viðskiptasamninga á
starf bókasafna. Talið er að svo gæti farið að bókasöfn gætu af samkeppnisástæðum
t.d. ekki boðið upp á aðgang að Netinu. Bæði í Finnlandi og hér á landi vom haldnir
fræðslufundir um GATS og bókasöfn síðastliðið haust.
Staða og starfsemi NORDBOK (sjá www.bs.dk/nordbok/) og NORDINFO (sjá
www.nordinfo.helsinki.fi) hafa verið kynnt á fúndum samstarfshópsins og málefni
þeirra rædd, m.a. með nánari samvinnu við norrænu bókavarðafélögin fyrir augum.
Einnig hefur verið fjallað um samhæfingu og hugsanleg sameiningu norrænna stofn-
ana, sem starfa á svið bókasafns- og upplýsingamála. Norrænu bókavarðafélögin hafa
áhyggjur af því að NORDINDFO verður lögð niður sem stofnun frá og með 30. júní
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 28