Fregnir - 01.03.2004, Side 20

Fregnir - 01.03.2004, Side 20
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða almennings. Með aukinni símenntun, vaxandi íjarkennslu og aukinni grósku á sviði vísinda og lista eykst einnig mikilvægi upplýsingamiðlunar bókasafna. Félagsmenn Upplýsingar gera sér góða grein fyrir þeim miklu breytingum, sem hafa orðið á starfssviði þeirra og fagna þeim. Sífellt auknar kröfur eru gerðar til starfs- fólks bókasafna. Starf félagsmanna Upplýsingar mun í sífellt ríkara mæli beinast að því að kunna skil á upplýsingaveitum, gagnabönkum og því efni sem finna má á Net- inu auk hefðbundinna miðla. Endurmenntun og símenntun starfsfólks safnanna er því mikilvægur þáttur í allri viðleitni, sem miðar að virkri þátttöku allra í upplýsingasam- félaginu. Möguleikar bókasafnanna sem eins af homsteinum samfélagsins, t.d. til stuðnings símenntunar og til að jafna aðgengi þegnanna að upplýsingum, em hvergi nærri full- nýttir. Með tilkomu upplýsingatækninnar og aðgangs að rafrænu efni hafa skil milli bókasafnategunda minnkað og þau hafa nú sem aldrei fyrr möguleika á að mynda eitt heildrænt þjónustukerfi en óhindraður aðgangur að upplýsingum er gmndvallaratriði fýrir þróun jafnt á sviði menntunar, menningar, vísinda og lýðræðis og bókasöfn em lykillinn að jöfnun á aðstöðu fólks við að afla sér efnis jafnt til menntunar, vísinda- starfsemi, fróðleiks og dægradvalar. Þórdis T. Þórarinsdóttir NORDBOK - Nordisk litteratur- og bibliotekskomité Norræna bókmennta- og bókasafnanefndin NORDBOK er ein af fagnefndum Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðrar slíkar em Norræna safnanefndin, Teater og dans i Norden, Norræna tónlistamefndin og fleiri. NORDBOK er ætlað að vera ráðherranefndinni til ráðgjafar á sviði almennings- bókasafna og bókmennta, ásamt því að stuðla að framgangi norrænna bókmennta og styðja samvinnu norrænna almenningsbókasafna. Aðild að nefndinni er bundin tungumálum, en ekki landsvæðum. Þannig eiga aðild að nefndinni: Danir, Grænlendingar, Finnar, Finnlandssvíar, Færeyingar, íslendingar, Norðmenn, Samar og Svíar, auk Álandseyinga, sem hafa fulltrúa með málfrelsi og til- lögurétt, en ekki atkvæðisrétt. Fulltrúar íslands nú em Hólmkell Hreinsson (aðalfulltrúi) og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (varamaður) og Olga Guðrún Ámadóttir sem er fulltrúi í NABO sem er fagnefnd Nordbok sem sér um úthlutun þýðingarstyrkja. Af fulltrúum íslands undanfarin ár má nefna: Mörtu Richter, Hrafn Harðarson, Árna Ibsen og Þórdísi Þorvaldsdóttur. Auk þess að vera til ráðgjafar um málefni bókasafna er nefndinni ætlað að standa vörð um norræn tungumál og styrkja samvinnu milli Norðurlandanna, nágrannalanda þeirra og Evrópu allrar á sviði bókmennta og bókasafnamála og stuðla að útbreiðslu bókmennta lítilla málasvæða innan Norðurlandanna (færeysku, grænlensku og sam- ísku). Til að ná markmiðum sínum úthlutar NORDBOK árlega styrkjum, annarsvegar til þýðinga og hinsvegar til verkefna á svið bókmennta og bókasafnamála. Þýðingarstyrkjunum er úthlutað tvisvar á ári með umsóknarfrest 1. apríl og 1. október. Styrkjum til verkefna á svið bókmennta og bókasafna er úthlutað einu sinni á ári með umsóknarfrest 1. apríl. Þar fyrir utan er hægt að sækja um styrki vegna rithöf- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 20

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.