Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 21
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða undaheimsókna á bókasöfn. Þeim styrkjum er úthlutað jafnóðum og þær berast skrif- stofii nefndarinnar. Gangur styrkumsóknanna er sá að umsóknum er skilað til skrifstofu NORDBOK (sem nú er staðsett hjá ABM-utvikling í Oslo). Þýðingarstyrkjunum er úthlutað haust og vor í tengslum við reglulega fundi í NORDBOK en verkefnastyrkjunum er úthlut- að á vorfundinum sem alla jafna er haldin í lok maí eða byrjun júní. Eins og áður sagði er enginn sérstakur úthlutunarfrestur fyrir rithöfundaheimsóknir á bókasöfn. Auk þessa gefur nefndin út tímaritið Nordisk litteratur sem gefíð er út á ensku og Norðurlandamálunum og fjallar um norrænar nútímabókmenntir. Ritinu er dreift ókeypis til þeirra sem þess óska og er gott hjálpartæki við innkaup og umfjöllun um norrænar bókmenntir á bókasöfnum. Sérstök ritstjóm er að ritinu og fulltrúi Islands í henni er nú Jón Yngvi Jóhannsson. Unnið er að því að gera eldri árganga af ritinu að- gengilega á slóðinni: www.nordic-literature.org Auk þessa hefur NORDBOK haft fmmkvæði af nokkmm verkefnum og sækir þá um sértaka fjárveitingu til Ráðherranefndarinnar í svokallaða „Strategisk pulje“. Dæmi um slík verkefni er „Kompetanceudvikling for medarbejdere i kulturinstitu- tioner - omstilling til multikulturelt samfúnd“ en því verkefni er nýlokið annað verk- efni fjallar um rithöfunda af öðmm uppmna en norrænum sem búa og skrifa á Norður- löndunum. Nú er verið að vinna að sýningu á vegum NORDBOK „Nordisk mer enn Skandinavisk“ sem ætlað er að sett verði upp á ráðstefnu IFLA í Oslo 2005. Annað Umsóknir til Nordisk kulturfond er varða bókasafnsmál og bókmenntir koma til um- sagnar. Einnig hefur NORDBOK fmmkvæði að eigin verkefnum - sem sótt er um í „Den strategiske pulje“ hjá ráðherranefndinni www.nordbok.org Hólmkell Hreinsson (holmkell@akureyri.is) NORDINFO Norræna samstarfsnefndin urn vísindalegar upplýsingar NORDINFO eða Norræna samstarfsnefndin um vísindalegar upplýsing- ar hefur starfað í tæplega 30 ár á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Nefndin tók til starfa 1. janúar 1977 og starfaði til 1. janúar 2004 en þá var hún lögð niður. Ætlunin er þó að sjálf starfsemin haldi áfram í fram- tíðinni í breyttri mynd og verður íjallað um það nánar hér á eftir. Upphaflegur tilgangur og markmið NORDINFO var að beita sér fyrir samvinnu Norðurlandaþjóðanna hvað varðaði rannsóknarbókasöfn og upplýsingamál. Stefna NORDINFO fólst í ljórum meginþáttum: að fýlgjast með þróun upplýsingamála í þátttökulöndunum og á alþjóða vettvangi, að stuðla að og samræma upplýsingamiðlun í hverju landi fyrir sig, milli Norðurlandanna innbyrðis og svo Norðurlandanna og annarra landa, að eiga fmmkvæði að rannsóknum og verkefnum sem lúta að upplýs- ingamiðlun og að veita norrænum stofnunum og stofnunum hinna einstöku landa ráðgjöf og upplýsingar. I stjóm stofnunarinnar vom upphaflega þrír fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi en tveir frá Islandi. Einn frá hverju landi sat í framkvæmdaráði og kom það saman tvisvar á ári til stefnumörkunar og ákvörðunartöku. A síðustu ámm hefur þessu verið öðm vísi háttað og frá hverju landanna fímm hafa verið einn aðal- maður og einn varamaður í stjóm og hafa fúndir verið haldnir Qómm sinnum á ári. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: