Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 25

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 25
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða NORDINFOlit - Norræn samstarfsnefnd um upplýsingalæsi Nordisk forum för samarbete inom omrádet informationskompetens NORDINFOlit er norrænn samstarfsvettvangur á sviði upplýsingalæsis sem stofnaður var haustið 2001 í Helsingfors í tengslum við vinnufund sem haldinn var að frum- kvæði NORDINFO, þar sem samankomnir voru sérfræðingar á sviði upplýsingalæsis frá öllum Norðurlöndunum'. í framhaldi af fundinum var stýrihópi komið á fót með fulltrúum frá íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörk, Finnlandi og Svíþjóð. Markmið NORDINFOlit er að styrkja þróun og framfarir á sviði upplýsingalæsis, hvetja til auk- innar samvinnu og umræðu um málefnið og ná yfirliti yfir verkefni sem í gangi eru innan Norðurlandanna. NORDINFO styrkir starfsemina sem leggur áherslu á fjögur verkefni/svið: 1. Norrænn sumarskóli með áherslu á upplýsingalæsi og kennslufræðilegt hlutverk bókasafnsfræðingsins2. 2. Málstofur um staðla og mælikvarða í upplýsingalæsi og innleiðingu þeirra í kennslu á háskólastigi3. 3. Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingalæsi (Creating Knowledge), haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum4. 4. Vefsetur, www.nordinfolit.org, um upplýsingalæsi. Þar er hægt að taka þátt í umræð- um og finna upplýsingar um norræn verkefni „best practices"5. Fundir í stýrihópnum eru haldnir tvisvar á ári í tengslum við þá viðburði sem staðið er að. I stýrihópnum eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum eins og áður segir (að undanskildu Grænlandi). Þeir eru: Christina Tovoté, formaður, Svíþjóð (christina. tovote@sub.su.se), Anette Skov, Dannmörk (as@db.dk), Ambjöm O. Dalsgaard, Fær- eyjar (amdal@flb.fo), Astrid Margrét Magnúsdóttir, ísland (astrid@ unak.is), Hans Martin Fagerli, Noregur (hansmartin.fagerli@adm.hio.no), Kaisa Sinikara, Finnland (Kaisa.Sinikara@helsinki.fi). Auk þess hefur Nina Ström (nina. strom@nacka.se) starfað sem verkefnisstjóri hópsins frá árinu 2003. Hún hefur það hlutverk að sam- hæfa og kortleggja það sem er að gerast á Norðurlöndum, situr alla fundi og hefur einnig umsjón og ábyrgð á vefsetrinu. Starfsemi NORDINFOlit 2004 - 2005 Starfsemi NORDINFOlit er tryggð fýrir árið 2004 og mjög líklega mun hún geta haldið áfram þrátt fyrir að NORDINFO verði lögð niður í því formi sem stofnunin hefúr verið starfrækt eins og kemur fram í pistli Christinu Tovoté á www.nordinfo .org, „áven 2005 árs verksamhet ser ut att kunna fortsátta för vár del áven om NORD- INFO lággs ned i sin nuvarande form som institution. Exakt hur det kommer att se ut i framtiden kommer att bestámmas under váren ...“. 1 Fundurinn var haldinn í tengslum við 25 ára afmælisráðstefnu NORDINFO: Content is King: Information Strategies in the new millennium í Helsingfors, sjá nánar http://www.nordinfo.helsinki.fi/toDics/conferences/ esbo/program.htm. 2 Sumarskólinn var fyrst haldinn í Kaupmannahöfn 2002 og í ári síðar í Oslo, sjá nánar: http://www.db.dk/kon/ NordiskSommerskole2002/program.htm og http://home.hio.no/sevu/sevu/sommerskole.htm. 3 Málstofa um staðla og mælikvarða í upplýsingalæsi var haldin í Vasa í febrúar 2003, sjá nánar http://larocenter. tritonia.fi/informationskompetens/. 4 Creating Knowledge I var fyrst haldin í Malmö 1999 og Creating Knowledge II tveimur árurn síðar á sama stað, sjá nánar http://web.bit.mah.se/konferens/index.htm og http://web.bit.mah.se/konferens/ck2/index.html. Creating Knowledge III var haldin á Akureyri haustið 2003, sjá nánar http://vefir.unak.is/CKIll. 5 Vefsetrið var opnað sumarið 2003. Danir hófu umsjón með vefumræðunni en árið 2004 er hún í höndum Finnlands og munu löndin skipta því verkefni á milli sín ár hvert. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.