Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 25
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
NORDINFOlit - Norræn samstarfsnefnd um upplýsingalæsi
Nordisk forum för samarbete inom omrádet informationskompetens
NORDINFOlit er norrænn samstarfsvettvangur á sviði upplýsingalæsis sem stofnaður
var haustið 2001 í Helsingfors í tengslum við vinnufund sem haldinn var að frum-
kvæði NORDINFO, þar sem samankomnir voru sérfræðingar á sviði upplýsingalæsis
frá öllum Norðurlöndunum'. í framhaldi af fundinum var stýrihópi komið á fót með
fulltrúum frá íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörk, Finnlandi og Svíþjóð. Markmið
NORDINFOlit er að styrkja þróun og framfarir á sviði upplýsingalæsis, hvetja til auk-
innar samvinnu og umræðu um málefnið og ná yfirliti yfir verkefni sem í gangi eru
innan Norðurlandanna.
NORDINFO styrkir starfsemina sem leggur áherslu á fjögur verkefni/svið:
1. Norrænn sumarskóli með áherslu á upplýsingalæsi og kennslufræðilegt hlutverk
bókasafnsfræðingsins2.
2. Málstofur um staðla og mælikvarða í upplýsingalæsi og innleiðingu þeirra í kennslu á
háskólastigi3.
3. Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingalæsi (Creating Knowledge), haldin annað hvert ár
til skiptis á Norðurlöndunum4.
4. Vefsetur, www.nordinfolit.org, um upplýsingalæsi. Þar er hægt að taka þátt í umræð-
um og finna upplýsingar um norræn verkefni „best practices"5.
Fundir í stýrihópnum eru haldnir tvisvar á ári í tengslum við þá viðburði sem staðið er
að. I stýrihópnum eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum eins og áður segir (að
undanskildu Grænlandi). Þeir eru: Christina Tovoté, formaður, Svíþjóð (christina.
tovote@sub.su.se), Anette Skov, Dannmörk (as@db.dk), Ambjöm O. Dalsgaard, Fær-
eyjar (amdal@flb.fo), Astrid Margrét Magnúsdóttir, ísland (astrid@ unak.is), Hans
Martin Fagerli, Noregur (hansmartin.fagerli@adm.hio.no), Kaisa Sinikara, Finnland
(Kaisa.Sinikara@helsinki.fi). Auk þess hefur Nina Ström (nina. strom@nacka.se)
starfað sem verkefnisstjóri hópsins frá árinu 2003. Hún hefur það hlutverk að sam-
hæfa og kortleggja það sem er að gerast á Norðurlöndum, situr alla fundi og hefur
einnig umsjón og ábyrgð á vefsetrinu.
Starfsemi NORDINFOlit 2004 - 2005
Starfsemi NORDINFOlit er tryggð fýrir árið 2004 og mjög líklega mun hún geta
haldið áfram þrátt fyrir að NORDINFO verði lögð niður í því formi sem stofnunin
hefúr verið starfrækt eins og kemur fram í pistli Christinu Tovoté á www.nordinfo
.org, „áven 2005 árs verksamhet ser ut att kunna fortsátta för vár del áven om NORD-
INFO lággs ned i sin nuvarande form som institution. Exakt hur det kommer att se ut i
framtiden kommer att bestámmas under váren ...“.
1 Fundurinn var haldinn í tengslum við 25 ára afmælisráðstefnu NORDINFO: Content is King: Information
Strategies in the new millennium í Helsingfors, sjá nánar http://www.nordinfo.helsinki.fi/toDics/conferences/
esbo/program.htm.
2 Sumarskólinn var fyrst haldinn í Kaupmannahöfn 2002 og í ári síðar í Oslo, sjá nánar: http://www.db.dk/kon/
NordiskSommerskole2002/program.htm og http://home.hio.no/sevu/sevu/sommerskole.htm.
3 Málstofa um staðla og mælikvarða í upplýsingalæsi var haldin í Vasa í febrúar 2003, sjá nánar http://larocenter.
tritonia.fi/informationskompetens/.
4 Creating Knowledge I var fyrst haldin í Malmö 1999 og Creating Knowledge II tveimur árurn síðar á sama stað,
sjá nánar http://web.bit.mah.se/konferens/index.htm og http://web.bit.mah.se/konferens/ck2/index.html. Creating
Knowledge III var haldin á Akureyri haustið 2003, sjá nánar http://vefir.unak.is/CKIll.
5 Vefsetrið var opnað sumarið 2003. Danir hófu umsjón með vefumræðunni en árið 2004 er hún í höndum
Finnlands og munu löndin skipta því verkefni á milli sín ár hvert.
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 25