Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 53
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Jón Hjartarson stjómaði ráðstefnunni og hóf hann mál sitt með því að fara hraðferð
um mannsævina á leikrænan hátt og gaf síðan stutt yfirlit um sögu bamaleiksýninga á
íslandi.
Þá flutti Silja Aðalsteinsdóttir erindi sem hún nefndi Snuðra og Tuðra hitta G/eði-
glaum. Hún sagði m.a. ömggasta leikdómarann vera minnið, þ.e. hvort maður man
eða man ekki sýningu eftir nokkum tíma. Litlu leikhúsin og brúðuleikhúsin segir hún
sýna áhugavert framtak, en boðskapur má ekki vera á kostnað skáldskaparins.
Næst var sýnt örleikritið Lýsing, en það var valið best af nokkmm sem bámst í
samkeppni sem SÍUNG stóð fýrir. Höfundur reyndist vera Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son og tók dóttir hans við viðurkenningu í fjarvem hans. Leikendur vom Guðmundur
Ólafsson og Sigrún Edda Bjömsdóttir.
Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir skólasafnskennari tilkynnti nú tilnefningu íslensks höf-
undar til Norrænu bamabókaverðlaunanna og hana hlaut Sigrún Eldjám, bæði sem rit-
höfundur og myndlistarmaður.
Eftir matarhlé hélt Harpa Arnardóttir erindið Veruleiki. Hún sagði m.a. að við
sköpum allan okkar vemleika með hugsunum, orðum og gjörðum og að leiklistin sé
frábært listform til skilnings á eðli sköpunarinnar. Hún telur nauðsynlegt að koma
leiklistarkennslu inn í skólana.
Ráðstefnustjóri tók undir þetta og upplýsti að til stæði að hefja leiklistarkennslu í
KHÍ þamæsta vetur.
Síðasta erindið flutti María Reyndal leikstjóri, Barnalegt leikhús. Sagði hún að
leikstjóm bamaefnis væri ekki talin eins merkileg og fyrir fullorðna og því sparað í
kostnaði. Hún varpaði fram og ræddi spuminguna: Af hverju eiga börn að fara í
leikhús? Þá sagði hún frá óformlegri könnun sem hún gerði meðal bama á ýmsum
aldri um leikhúsreynslu þeirra. Spannst af þessu nokkur umræða.
Nú var orðið gefið laust og steig Þórhallur Sigurðsson leikari í pontu. Hann sagði
sérstakt hve mikla leikhúsreynslu íslensk böm hefðu miðað við nálæg lönd, helst væri
að slíkt hefði tíðkast í austantjaldslöndunum. Þegar leikritið ínuk var sýnt í skólum
hefðu bömin spurt mest en síðan dregið úr með hækkandi aldri. Hann sagði leiðarljós-
ið vera að búa til góða sýningu, þá kæmi fólk að sjá hana.
Þá tók til máls Pétur Eggerz í Möguleikhúsinu og sagði að sér gengi verst að selja
skáldskapinn, en betur þar sem vísifingurinn væri á lofti, þ.e. raunvemleiki og boð-
skapur. En fólk héldi að unglingasýningar ijölluðu mest um kynlíf og dóp og að
bamasýningar mættu vera litlar og ódýrar.
Eftir þetta urðu nokkrar umræður en ráðstefnunni var slitið um kl. 14:00.
Þetta var afar áhugaverð og fróðleg samkoma þar sem fjallað var frá ýmsum sjón-
arhomum um leikhúsmenningu bama. Þetta efni hefur ekki verið mikið í umræðunni
undanfarið en kannski verður nú breyting á því sem kemur bömum landsins til góða.
Inga Kristjánsdóttir Bókasafni Kópavogs
fulltrúi Upplýsingar
IFLA-ráðstefnan í Berlín 2003
Lfndirritaðar áttu þess kost að sækja IFLA-ráðstefnuna 2003 sem haldin var í Inter-
national Congress Centre í Berlín í ágúst síðastliðnum. Heiti ráðstefnunnar var Access
Point Library: Media - Information - Culture.
Á ráðstefnum af slíkri stærðargráðu sem IFLA er jafnan úr miklu að moða og oft
er erfitt að velja því margir fyrirlestrar em haldnir samtímis. Talsverð vinna felst í því
29. árg. - I. tbl. 2004 - bts. 53