Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 26
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Sumarskóli í Fœreyjum 2004 Sumarskólinn verður í ár haldinn í Þórshöfn í Færeyjum 28. júní - 2. júlí undir yfir- skriftinni Læringsteorier og praktisk pædagogik þar sem eins og áður verður fjallað um upplýsingalæsi í námi og kennslu1. Eins og titill sumarskólans gefur til kynna verður þar bæði lögð áhersla á kenningar í kennslu- og uppeldisfræði og hvemig hægt sé að nota þær í daglegu starfí. Þátttakendum gefst kostur á að velja eina af þessum tveimur leiðum og sérhæfa sig í þeim. Námskeiðshaldarar em sérmenntaðir á þessu sviði og með þeim fremstu innan Norðurlandanna. Sumarskólinn býður einnig upp á opna fýrirlestra sem tengjast efninu. Þegar þetta er skrifað eru aðeins nokkur pláss laus í sumarskólann og vil ég hvetja áhugasama til þess að sækja um hið fýrsta. Þátttökugjald er 8.500 DKK og em þar innifalin námskeiðsgjöld, kaffi/te og morgunmatur og gisting á Hotel Hafnia, sameig- inlegur kvöldverður 2. júlí og skemmtiferðir og heimsóknir á meðan á námskeiðinu stendur. Skráning sendist beint til Arnbjorn O. Dalsgarð (amdal@flb.fo). Málstofa í Váxjö í Svíþjóð Málstofa verður haldin haustið 2004 í Váxjö í Svíþjóð. Má þess geta að við háskólann í Váxjö er kennd bókasafns- og upplýsingafræði með sérstaka áherslu á kennslufræði2 Ráðstefna í Kaupmannahöfn 2005 Stefnt er að því að halda Creating Knowledge IV ráðstefnuna í Kaupmannahöfn 2005. Þar verður lögð áhersla á norræn málefni í ljósi þróunar á alþjóðlegum vett- vangi. Að lokum vil ég hvetja lesendur til þess að kynna sér vefsetur NORDINDFOlit og taka þátt í þeim umræðum sem þar fara fram. Astrid Margrét Magnúsdóttir Samstarf norrænna bókavarðafélaga Nordisk biblioteksmode Reglubundið samstarf norrænna bókavarðafélaga var endurvakið árið 1999. Þá fóm formaður og gjaldkeri Bókavarðafélags íslands á samstarfsfund norrænna bókavarða- félaga sem haldinn var í Osló í janúar það ár. Formenn og framkvæmdastjórar nor- rænu bókavarðafélaganna hittast einu sinni á ári og sjá félögin til skiptis um að halda fúndina sem standa í tvo daga. íslenska bókavarðafélagið er eina félagið sem ekki hef- ur framkvæmdastjóra eða starfsmann. Á fundinum árið 1999 var óskað eftir því að ís- land sæi um fundinn næsta ár og árið 2000 var fundurinn haldinn hér á landi á vegum Upplýsingar sem tekið hafði til starfa þá í ársbyrjun. Formaður, varaformaður og gjaldkeri Upplýsingar sáu um undirbúning fundarins og hafa jafnan sótt hann fyrir hönd félagsins. Á Reykjavíkurfundinum mörkuðu fulltrúar félagsins að mörgu leyti þá stefnu í framkvæmd fúndanna sem haldið hefúr verið síðan, þ.e. að unnið er eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá, fúndargerðir eru haldnar og að það félag sem stendur fyrir fundinum undirbýr hann og pantar hótel og annan viðgjöming fyrir fundarmenn og býður upp á stutta skemmtiferð að loknum fúndi seinni daginn. Sú hefð hefur einnig myndast að félagið sem heldur fundinn býður til kvöldverðar fýrri daginn. Síðastliðið ár (2003) var fundurinn haldinn á fimmtudegi og föstudegi en hefur annars verið á föstudegi og laugardegi. Hinir norrænu fulltrúarnir em að fúllu eða að 1 Sjá nánar www.flb.fo/sommerskole/index.htm. 2 Sjá nánar http://www.hum.vxu.se/utb/progranVbop/ og http://194.47.70.15/utb/program.lasso?ID=PR1068. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: