Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 33

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 33
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Samstarf um Norrænar lagaupplýsingar Nordisk juridisk biblioteksmode Sérfræðingar á Norrænum lagabókasöfnum héldu fyrst fund í Osló 1989 að frum- kvæði norskra lagabókavarða. Eftir það voru fundir haldnir reglulega þriðja hvert ár á Norðurlöndunum en í fyrsta skipti á Islandi síðast liðið sumar. Fundimir hafa verið skipulagðir af hópi sérfræðinga á lagabókasöfnum og þeim sem vinna mikið með lögfræðilegar upplýsingar í því landi sem hann er haldinn hverju sinni. Valin hafa verið meginefni til umfjöllunar og fengnir sérfróðir fyrirlesar- ar til þess að tjalla um þau. Auk þess hafa fulltrúar frá hverju landi kynnt nýjungar og stöðu mála í aðgengi að lagaupplýsingum hver í sínu landi. Héðan frá Islandi hefur Auður Gestsdóttir hjá Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni tengst þessum hópi hvað lengst og verið einn af fulltrúum íslands á fundunum síðustu ár. Auður veitti svo vöskum hópi íslenskra lagabókavarða forstöðu við undirbúning ráðstefnunnar hér á landi síðastliðið sumar. Sem dæmi um efni sem ijallað hefur verið um má nefna Evrópuupplýsingar (1992), Lög í Austur-Evrópulöndum (1994), Almenningur og lagaupplýsingar (1997), Samvinna og notendafræðsla og lagagögn á veraldarvef (2000). Eins og fyrr segir var fundurinn haldinn í fyrsta sinn hér á Islandi sumarið 2003. Þar var fjallað um höfundarrétt, persónuupplýsingar og réttarsögu, ásamt kynningu á lögfræðilegum upplýsingum í rafrænu formi. Fundurinn var haldinn með styrk frá NORDINFO og var jafnframt styrktur af fjórum ráðuneytum, skrifstofu Alþingis og Upplýsingu. Fundurinn var mjög vel sóttur en um sjötíu manns sátu fundinn. Þar sem Norðurlöndin fylgjast grannt hvert með öðru varðandi löggjöf er þetta nor- ræna samstarf sérstaklega gagnlegt. A fundunum fæst yfirsýn yfir upplýsingaleiðir í hverju landi og jafnframt myndast ómetanleg tengsl milli þeirra sem vinna við svipað efni því að eins og við vitum er oft djúpt á sérhæfðum upplýsingum. Þessir fundir hafa verið mjög mikilvægir sérfræðingum sem vinna með lagaupplýsingar. Ekki er eingöngu um bókasafnsfræðinga að ræða heldur líka lögfræðinga og aðra sem vinna með upplýsingar úr lagagögnum. Undirbúningsnefndinni til mikillar ánægju var í vetrarhefti tímaritsins Interna- tional Journal of Legal Information (árg. 31 nr. 3, 2003) sem er gefið út af Interna- tional Association of Law Libraries fjallað sérstaklega um ráðstefnuna í ritstjómar- grein og birtar þrjár greinar byggðar á erindum frá ráðstefnunni. f.h. undirbúningshóps Kristin Geirsdóttir NORON - Samstarf norrænna ríkis- og þjóðbókavarða Nordiske riks- og nasjonalbibliotekarer Norrænir lands- og ríkisbókaverðir hittast að jafnaði tvisvar á ári til að ræða sameigin- leg hagsmunamál. Fundimir færast á milli landa og em haldnir í stórborgunum til skiptis. Þátttakendur em yfirleitt átta talsins, fímm þjóðbókaverðir (Færeyjar og Grænland hafa ekki verið með) og síðan forstöðumenn þeirra þriggja embætta sem sinna bókasafnamálum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. í Danmörku starfar Biblioteksstyrelsen, stofnun sem þjónar öllum bókasöfnum landsins og hefur það að meginmarkmiði að efla samskipti milli ólíkra safnategunda. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Undirtitill:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
179
Skráðar greinar:
8
Gefið út:
1976-2009
Myndað til:
2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: