Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 39

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 39
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða spilunartækin. Til dæmis er handhægt fyrir nemanda með dyslexíu að nota skjáinn þegar ferðast er um bókina út frá efnisyfirliti. Þá getur námsmaður merkt staði í bók- inni, skrifað inn sínar eigin glósur og minnispunkta sem hann getur geymt til seinni nota. Lesandinn ákveður sjálfur lestrarhraðann við afspilun bókar. Flýta má lestri í köfl- um sem einungis skal rennt yfír og hægja á eftir þörfum. Daisy formið býður upp á að hafa allan texta bókarinnar með á tölvutæku formi og þar með birtanlegan á skjá. Það getur t.d. haft kosti fyrir fólk með dyslexíu sem er að þjálfa sig í lestri. Daisy þjónusta Blindrabókasafns Framhaldsskólanemendur með dyslexíu eru sem fyrr segir fjölmennur lánþegahópur í Blindrabókasafni. Á síðasta ári þjónaði Blindrabókasafn um 700 námsmönnum með dyslexíu. Safnið les inn 40-50 titla námsbóka árlega að beiðni nemenda og er það um þriðjungur af innlesnu efni í safninu. Útlán bóka á Daisy formi einskorðast enn við námsbækumar enda þótt allar upp- tökur í safninu séu nú á þessu stafræna formi. Af 896 bókum sem framleiddar hafa verið fyrir námsfólk em 115 á Daisy. Enn sem komið er er því stór hluti námsbókaútlána í safninu á snældum. Nokkrar snældubækur, sem t.d. eru lesnar í bókmenntum í mörgum skólum samtímis, og lang- ar námsbækur, sem hafa á sínum tíma verið lesnar á snældur, hafa nú verið yfirfærðar á Daisy disk, til hagræðis fyrir alla aðila. Á árinu 2003 voru 2824 útlán námsbóka í Blindrabókasafni, þar af vom 800 útlán Daisy bóka. Við sjáum fram á að um nokkurt skeið verði bæði lánaðar snældur og Daisy diskar til námsmanna, en diskamir munu síga á og að síðustu verða einráðir. Útlán til annarra lánþega en námsmanna em nær eingöngu hljóðbækur á snældum. Daisy framleiðslan — breyttir vinnuhœttir Daisy bækur em ekki einungis stórt framfararspor fyrir lesandann. Blindrabókasafn sér fram á mun öflugri og markvissari framleiðslu betri hljóðbóka en áður. Undirbúningur starfsmanna að lestri Daisy bókar er töluverður og getur verið tíma- frekur. Innlesturinn er ömggari að því leyti að þægilegt er að leiðrétta eða skjóta inn í textann. Ef bók hefur verið endurútgefín má nota það sem óbreytt er í gömlu útgáf- unni og skjóta inn í breytingum. Fjölföldun yfír á diska gerist hratt miðað við að keyra snældumar. Daisy bók tekur aðeins einn disk og því er um mun ódýrari og hraðvirkari framleiðslu að ræða. Þetta þýðir til dæmis að mun auðveldara er að framleiða viðbótareintak af lesinni bók sem leiðir til þess að óskum lánþega verður betur mætt. Daisy formið - fjölþjóðlegur staðall Lítið sænskt fyrirtæki, Labyrinten, hóf þróun hugbúnaðarins árið 1988. Þá vom þarfír blindra og sjónskertra sérstaklega hafðar í huga enda var farið af stað með verkefnið að undirlagi ungs, blinds manns, sem varpaði fram þeirri spumingu, hvort tölvutæknin byði ekki upp á stafrænar námsbækur sem hann gæti spilað með venjulegum tölvu- búnaði. Þróunarstarfi var hmndið af stað og í dag er Daisy fjölþjóðlegt þróunarverk- efni. Heimasíða samtakanna er á www.daisv.org. Framtíðin Markmið Blindrabókasafns er að allur bókakostur safnsins verði á Daisy formi. Ymis- legt þarf að koma til áður en við komumst svo langt: 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.