Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 27
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
hluta til í launuðu starfi fyrir bókavarðafélögin og vilja því eðlilega ekki fóma helgum
í fundahöld. Það gerir hins vegar íslensku fulltrúunum erfiðara um vik að sækja fund-
ina, sem em mjög gagnlegir, og nauðsynlegt er að sækja þá ef Upplýsing vill fylgjast
með og taka þátt í norrænu og/eða evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. A fundunum em
stilltir saman strengimir um evrópskt og alþjóðlegt samstarf og em norrænu sam-
starfsfimdimir eiginlega nokkurs konar lykill að því.
Segja má að þau félög bókavarða sem em með víðtækasta félagsaðild í hverju landi
taki þátt í samstarfínu. Félögin á Islandi og í Svíþjóð hafa þá sérstöðu að þar hafa
bókavarðafélög sameinast þannig að starfsfólk allra safnategunda em í sama félagi.
Þátttökufélögin auk Upplýsingar eru:
> Danmarks Biblioteksforening (DB) - http://www.dbf.dk/
> Finlands biblioteksförening (Suomen kirjastoseura) - http://www.fla.fi
> Norsk Bibliotekforening (NBF) - http://www.norskbibliotekforening.no
> Svensk Bibliotekförening (SB) - http://www.biblioteksforeningen.org/
Sameiginleg hagsmunamál og samvinnuverkefni félaganna ber á góma á fundunum,
s.s. norrænar ráðstefnur og ráðstefnur í Eystrasaltsríkjunum en rætt hefur verið um að
útvíkka samstarfið til þeirra landa en ákveðið að bíða a.m.k. með það. Stefnumótun
bókavarðafélaganna er rædd svo og fyrirkomulag endurmenntunar á sviði bókasafns-
og upplýsingafræða. Almennt bera félögin saman bækur sínar um hin ýmsu málefni.
Fundimir hefjast venjulega á því að gerð er grein fyrir því sem efst er á baugi á
sviði bókasafns- og upplýsingamála í hverju landi fyrir sig. Fjallað er m.a. um nýja
lagasetningu á sviði bókasafns- og upplýsingamála. í Noregi og Svíþjóð em ný bóka-
safnslög í deiglunni. I Noregi átti ekki að vera ákvæði um að safnstjórar hefðu mennt-
un í bókasafns- og upplýsingafræði en það var dregið til baka fýrir þrýsting bóka-
varðafélagsins og bókasafna. I Danmörku em heildarlög um bókasöfn í endurskoðun.
Sagt er frá upplýsingastefnu stjómvalda í hverju landi um sig. I Finnlandi em
málefni skólasafna t.d. mjög í brennidepli og sett hefur verið fram bókasafnsáætlun til
ársins 2010.1 Noregi hefur undanfarið verið lögð áhersla á lestrarhvatningu og skóla-
söfn sem menntasmiðjur.
Rætt hefur verið um sameiningu og samstarfsgrundvöll bókavarðafélaga með tilliti
til reynslu af slíkri sameiningu á Islandi og í Svíþjóð en sameiningarmál bókavarða-
félaga hafa t.d. einnig verið til umræðu í Finnlandi.
Á fundinum árið 2000 var samþykkt ályktun gegn því að leggja niður ríkisstyrki til
bókabíla í Noregi sem þá var í brennidepli og lýstu fúndarmenn yfir áhyggjum sínum
yfir því að það veikti bókasafnsþjónustu einmitt þegar kall tímans væri aukin
þjónusta. Þannig hafa margvísleg málefni borið á góma.
Fast fundarefni er að fjalla um um þátttöku norrænu félaganna í starfi IFLA, al-
þjóðlegum samtökum bókavarðafélaga og stofnana, en félögin eiga það sameinginlegt
að fara með landsaðild að IFLA hvert í sínu landi. Innan IFLA eru norrænu félögin í
gríni kölluð Scafia sem er stytting á the Scandinavian Mafia því félögin þykja sýna
mikla samheldni og standa vel saman á alþjóðavettvangi.
Innan IFLA er almennt litið á Norðurlöndin sem helstu ábyrgðaraðila fýrir tvö af
kjamaverkefnum samtakanna. Það er að halda úti starfsemi FAIFE sem stendur fýrir
Free Access to Information and Freedom of Expression og ALP eða Advancement in
Librarianship Programme.
FAIFE var stofnað eftir IFLA-ráðstefnuna í Kaupmannahöfn árið 1997 og er nú til
húsa í Danska bókavarðaskólanum. Norrænu bókavarðafélögin hafa tryggt starfs- og
fjárhagsgrundvöll FAIFE skrifstofunnar. Danska ríkið (DANIDA) studdi verkefnið
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 27