Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 38

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 38
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Daisy námsbækur á Blindrabókasafni Almenní um safnið Blindrabókasafn íslands var stofnað 1982 og heyrir undir menntamálaráðuneytið. í safninu vinna 10 manns, auk þeirra starfa árlega 40-50 lesarar hljóðbóka sem eru verktakar. Tæplega 3.000 fengu þjónustu beint frá safninu á árinu 2003, þar af eru 132 stofnanir á borð við almenningsbókasöfn sem lána áfram til notenda sinna. Hve marg- ar hljóðbækur stofnanimar lána skjólstæðingum sínum er ekki vitað og þess vegna er ekki fyrir hendi heildartala hljóðbókaútlána Blindrabókasafnsins á landsvísu. I safninu em 5.300 titlar hljóðbóka og heildarútlán beint frá Blindrabókasafni námu á síðasta ári 60.000. Blindrabókasafnið þjónar blindum og sjónskertum og öðmm þeim sem eiga erfitt með að færa sér hefðbundið letur í nyt, svo sem nemendum með dyslexíu. Safnefni er almennar útlánsbækur og námsefni. Blindir og sjónskertir em forgangshópur í safninu og fá hljóðbækur, bækur á blindraletri og með stækkuðu letri. Stærsti hluti lánþega safnsins er eldra fólk sem fær afþreyingarefni á hljóðsnældum, en næst á eftir koma framhaldsskólanemar sem glíma við lestrarörðugleika. Stafræn tækni í safninu er nú verið að innleiða nýja gerð hljóðbóka, sem hefur gífurlega kosti fram yfir snældubókina, ekki síst fyrir námsefni. Þessar bækur kallast Daisy eins og blómið og er stytting fyrir Digital Audiobased Information System. Blindrabókasafn er á lokaskeiði tilraunar sem staðið hefur um nokkurra ára skeið og miðast við framgang staðals og þróunarvinnu sem unnin er erlendis en tekin upp hér, þar sem starfsmenn læra á kerfið og aðlaga það okkar aðstæðum. Upptakan er byggð á stafrænni tækni og er sú tækni notuð til að gefa lesandanum mjög þjála möguleika til að lesa textann. Bækur em lesnar inn af manneskjum (ekki talhermi) og þeim er yfirleitt dreift á geisladiskum. Mikill árangur hefur náðst í „þjöppun“ hljóðskráa þannig að koma má allt að 50 klukkustunda lesnu efni á einn disk. Snældubækur - Daisy bækur Þar til íyrir fáum ámm hafa námsbækur safnsins eingöngu verið á snældum. Snældu- bækumar hafa hins vegar sína vankanta og það hefur verið sagt að sambærilegt sé að hlusta á námsbók af snældu og að lesa bók prentaða á salemisrúllu vegna þess hve takmarkaður kostur er á því að flytja sig til í textanum, t.d. að fínna aftur stað í textan- um sem lesandinn er einu sinni kominn fram hjá. Daisy bækur em hins vegar mjög þjálar í lestri og má nota að miklu leyti eins og prentaða bók og hefur Daisy bókin jafnvel kosti umfram prentaða formið. Nánar um Daisy bækur Áður en prentuð bók er lesin inn sem Daisy bók er hún sett upp eða skipulögð af starfsmanni með tilliti til þeirra atriða sem á að vera hægt að fletta út frá. Lesandinn á að geta stokkið inn í textann út frá efnisyfirliti, ákveðnum blaðsíðum, atriðisorðum, nafnaskrá o.s.frv. Ákveða þarf hvað af slíku eigi að bjóða upp á og lesa svo bókina inn samkvæmt því. Við spilun bókarinnar stekkur forritið eða afspilunartækið samstundis á milli þeirra atriða sem valin em. Daisy bækur em lesnar (notaðar) með sérstökum forritum á tölvu (fartölva getur verið vænlegur kostur) eða með sérhæfðum afspilunartækjum sem er enn sem komið er síðri kostur af tæknilegum ástæðum og vegna verðsins. Langflestir lánþegar Blindrabókasafns lesa bækumar í tölvum enda hefur það kosti umfram sérhæfðu af- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: