Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 59
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Landsfundur Upplýsingar 2004
UPPLYSING
Dagana 16. og 17. september næstkomandi verður
Landsfundur Upplýsingar haldinn að Hótel Sögu. Lands-
bókasafn íslands - Háskólabókasafn sér um undirbúning
1 /ráðstefnunnar. Meginefni fundarins er samvinna í breiðum
^ skilningi og fjallað verður um samstarf á ýmsum sviðum
safnastarfsins. Greint verður frá samvinnu safna á milli,
samstarfsverkefnum safna og stofnana sem þau þjóna, auk
þess sem annars konar samstarf ber á góma. Vinnuheiti ráðstefnunnar er Sameinum
kraftana.
Að venju verður leitast við að hafa dagskrána fjölbreytta þannig að hún höfði til
bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga á sem flestum sviðum og safnateg-
undum.
Faglegt efni og efni af léttara tagi mun hvort tveggja eiga sinn sess. Doktorsverk-
efni verða kynnt, höfundarréttarmál reifuð og brugðið verður upp mynd af samstarfi
höfunda texta og mynda við gerð bamabóka.
Hittumst á landsfundi til að fræðast og ekki síður til þess að eiga
góðar stundir með félögunum.
F.h. undirbúningsnefndar
Bryndís Isaksdóttir
NVBF ráðstefna á íslandi 2004
Vorráðstefna NVBF verður haldin í Reykjavík, dagana 7,- 8.
júní 2004. Yfírskrift ráðstefnunnar er At skabe organisationer
med mennesker i centrum - medarbejderen og brugeren.
Tilgangurinn er að skoða mannauð bókasafna / upplýsingamið-
stöðva og hvemig hægt er að byggja upp hæft og ánægt starfs-
fólk í heimi sem sífellt gerir nýjar kröfur.
í boði verða fyrirlestrar sem m.a. fjalla um eftirfarandi:
• Einstaklingsbundin starfsmannaþróun
• Fóstrakerfi (mentoring)
• Kröfur til starfsfólks sem starfar við vefbókasöfn
• Nýsköpun í námi og starfi
• Mælingar og mat
• Stofnanamenning og starfshættir og áhrif þessara þátta á vinnuumhverfið
Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum og Ástralíu og hafa mismunandi bakgmnn; í
markaðsfræði, viðskiptafræði, sálfræði og bókasafns- og upplýsingafræði. Meðal efnis
sem kynnt verður er nýtt líkan sem mælir ánægju og hollustu notenda bókasafna sem
hannað er af Anne Martensen, lektor og Lars Gronholdt, prófessor, við Handelshoj-
skolen í Kaupmannahöfn. Fulltrúi frá Danmarks Farmaceutiske Bibliotek mun síðan
kynna reynslu safnsins af líkaninu. Ann Ritchie frá Northem Territory Library í
Ástralíu mun fræða ráðstefnugesti um starfsmannaþróun, fóstrakerfí og nýsköpun í
þjálfun starfsfólks bókasafna. Það er gaman að geta boðið gestum að hlusta á Ann
Ritchie, en hún er í forsvari þess geira IFLA sem fjallar um starfsmannaþróun. Fjöldi
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 59