Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Norrænt samstarf um málefni upplýsingasamfélagsins Nordisk Embedsmandskomité for IT-politik (EK-IT) Norræna ráðherranefndin um upplýsingatækni (MR-IT) var stofnuð árið 1999. I nefndinni sitja þeir norrænu ráðherrar sem fara með málefni upplýsingasamfélagsins. Forsætisráðuneyti ber ábyrgð á þessum málaflokki hér á landi en fundi ráðherranefnd- arinnar hafa ýmsir íslenskir ráðherrar sótt, allt eftir því hvaða málefni er til umræðu hverju sinni. Með ráðherranefndinni starfar embættismannanefnd (EK-IT) sem fýlgir eftir ákvörðunum ráðherra. Miðað er við að halda árlega ráðherrafundi og síðustu ár hafa verið haldin málþing í tengslum við fundina. Samstarf landanna byggist á stefnuyfírlýsingu og aðgerðar- áætlun sem mótuð er til nokkurra ára í senn. Sú stefna sem nú er í gildi rennur sitt skeið í lok ársins en í henni eru fímm forgangsverkefni sett á oddinn: 1. Þekkingarsamfélag fyrir alla. 2. Tölfræðilegir mælikvarðar. 3. Rafræn stjómsýsla. 4. Breiðband og stafrænt efnisframboð. 5. Öryggi og traust í upplýsingatækni og fjarskiptum. Á þessu ári leiða íslendingar samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni. Yfírskrift for- mennskuáætlunarinnar fýrir árið 2004 er: Auðlindir Norðurlanda. Með auðlindum er átt við samfélagsgerðina, félagslegar aðstæður, menningararfmn og náttúruauðlindir. Leiðarstefin eru þrjú; Iýðræði, menning og náttúra. Af þessu tilefni voru settar fram áherslur í starfi embættismannanefndarinnar um upplýsingatækni sem setja mark sitt á starfið á árinu. I formennskuáætluninni kemur m.a. fram að Norðurlöndin hafi, samkvæmt alþjóð- legum könnunum, sterka stöðu varðandi þróun upplýsingasamfélags. Styrkur land- anna felist í mannauðnum, almennu tölvulæsi, góðu aðgengi að tölvum og Netinu ásamt faglegri notkun upplýsingatækni í opinberri þjónustu og fýrirtækjarekstri. Þennan styrk eigi Norðurlöndin að líta á sem auðlind sem hægt sé að nýta til að ná árangri á mörgum ólíkum sviðum samfélagsins. Lýðræðið er eitt af þremur leiðarstefunum í áætluninni. Lýðræðishefðin er ein helsta auðlind og aflvaki Norðurlanda en samfélagsþróunin er ör; tækni, samskipti og þjónustuleiðir breytast hratt og margar spumingar vakna varðandi stöðu og framtíð lýðræðisins í því samhengi. Á formennskuárinu verður því unnið út frá þemanu: Auðlindir Norðurlanda - Upp- lýsingatæknin og lýðræðið. Athyglinni verður beint að því hvemig efla megi lýðræðið og leitað verður m.a. svara við spumingunum: ♦ Verður lýðræðið nægilega virkt á næstu áratugum í heimi upplýsingatækni og hnatt- væðingar? ♦ Hvaða áhrif hefur upplýsinga- og ijarskiptatækni á lýðræðið? ♦ Hvemig er hægt að nýta tæknina til að styrkja lýðræðið? Samstarfsráðherrar Norðurlanda hafa sett á fót Lýðræðisnefnd sem fjalla mun um ýmsa þætti sem snerta þróun lýðræðis á tímum upplýsingatækni og alþjóðavæðingar. Ráðherranefndin um upplýsingatækni mun vinna með Lýðræðisnefndinni og munu þær m.a. standa sameiginlega að ráðstefnu í ágúst um lýðræðisþróun í upplýsinga- samfélagi. Þar munu leikir og lærðir fjaha um hvemig nýta megi upplýsingatækni til að efla lýðræðið og samskipti stjómvalda og almennings. Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsœtisráðuneyti 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Undirtitill:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
179
Skráðar greinar:
8
Gefið út:
1976-2009
Myndað til:
2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: