Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Norrænt samstarf um málefni upplýsingasamfélagsins
Nordisk Embedsmandskomité for IT-politik (EK-IT)
Norræna ráðherranefndin um upplýsingatækni (MR-IT) var stofnuð árið 1999. I
nefndinni sitja þeir norrænu ráðherrar sem fara með málefni upplýsingasamfélagsins.
Forsætisráðuneyti ber ábyrgð á þessum málaflokki hér á landi en fundi ráðherranefnd-
arinnar hafa ýmsir íslenskir ráðherrar sótt, allt eftir því hvaða málefni er til umræðu
hverju sinni. Með ráðherranefndinni starfar embættismannanefnd (EK-IT) sem fýlgir
eftir ákvörðunum ráðherra.
Miðað er við að halda árlega ráðherrafundi og síðustu ár hafa verið haldin málþing
í tengslum við fundina. Samstarf landanna byggist á stefnuyfírlýsingu og aðgerðar-
áætlun sem mótuð er til nokkurra ára í senn. Sú stefna sem nú er í gildi rennur sitt
skeið í lok ársins en í henni eru fímm forgangsverkefni sett á oddinn:
1. Þekkingarsamfélag fyrir alla.
2. Tölfræðilegir mælikvarðar.
3. Rafræn stjómsýsla.
4. Breiðband og stafrænt efnisframboð.
5. Öryggi og traust í upplýsingatækni og fjarskiptum.
Á þessu ári leiða íslendingar samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni. Yfírskrift for-
mennskuáætlunarinnar fýrir árið 2004 er: Auðlindir Norðurlanda. Með auðlindum er
átt við samfélagsgerðina, félagslegar aðstæður, menningararfmn og náttúruauðlindir.
Leiðarstefin eru þrjú; Iýðræði, menning og náttúra. Af þessu tilefni voru settar fram
áherslur í starfi embættismannanefndarinnar um upplýsingatækni sem setja mark sitt á
starfið á árinu.
I formennskuáætluninni kemur m.a. fram að Norðurlöndin hafi, samkvæmt alþjóð-
legum könnunum, sterka stöðu varðandi þróun upplýsingasamfélags. Styrkur land-
anna felist í mannauðnum, almennu tölvulæsi, góðu aðgengi að tölvum og Netinu
ásamt faglegri notkun upplýsingatækni í opinberri þjónustu og fýrirtækjarekstri.
Þennan styrk eigi Norðurlöndin að líta á sem auðlind sem hægt sé að nýta til að ná
árangri á mörgum ólíkum sviðum samfélagsins.
Lýðræðið er eitt af þremur leiðarstefunum í áætluninni. Lýðræðishefðin er ein
helsta auðlind og aflvaki Norðurlanda en samfélagsþróunin er ör; tækni, samskipti og
þjónustuleiðir breytast hratt og margar spumingar vakna varðandi stöðu og framtíð
lýðræðisins í því samhengi.
Á formennskuárinu verður því unnið út frá þemanu: Auðlindir Norðurlanda - Upp-
lýsingatæknin og lýðræðið. Athyglinni verður beint að því hvemig efla megi lýðræðið
og leitað verður m.a. svara við spumingunum:
♦ Verður lýðræðið nægilega virkt á næstu áratugum í heimi upplýsingatækni og hnatt-
væðingar?
♦ Hvaða áhrif hefur upplýsinga- og ijarskiptatækni á lýðræðið?
♦ Hvemig er hægt að nýta tæknina til að styrkja lýðræðið?
Samstarfsráðherrar Norðurlanda hafa sett á fót Lýðræðisnefnd sem fjalla mun um
ýmsa þætti sem snerta þróun lýðræðis á tímum upplýsingatækni og alþjóðavæðingar.
Ráðherranefndin um upplýsingatækni mun vinna með Lýðræðisnefndinni og munu
þær m.a. standa sameiginlega að ráðstefnu í ágúst um lýðræðisþróun í upplýsinga-
samfélagi. Þar munu leikir og lærðir fjaha um hvemig nýta megi upplýsingatækni til
að efla lýðræðið og samskipti stjómvalda og almennings.
Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsœtisráðuneyti
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 24