Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 5
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Nefndin fundaði alls 13 sinnum, kynnti sér lög annarra landa og önnur sambærileg lög hér á landi og komst að þeirri meginniðurstöðu að æskilegt sé að til væru heildarlög fyrir bókasöfn sem tengi starfsemi þeirra í eina heild en sérlög verði eftir sem áður fyrir hendi. Nefndin kynnti á starfstímanum hugmyndir sínar um heildarlög um bókasöfn fyrir einstökum hópum bókavarða og fékk margar gagnlegar ábendingar frá þeim. Niðurstöður nefndarinnar eru nú í skoðun í menntamálaráðuneytinu. Þórdís T. Þórarinsdóttir Námsefnisgerð í bókasafnstækni í marsblaði Fregna 2003 (bls. 3-5) var birt lokaskýrsla Ahugahóps um menntun í bókasafnstœkni þar sem meðal annars kom fram að í desember 2002 hófst 2ja ára dreifnám í bókasafnstækni fyrir starfandi ófaglærða bókaverði. Námið er skipulagt sem starfsnám á framhaldsskólastigi. 28 starfandi ófaglærðir bókaverðir hófu nám og gera góðan róm að náminu og skipulagningu þess. Jafnframt því var sagt frá stofnun Verkefnisstjórnar um námsefnisgerð í séráföng- um bókasafnstækni. Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna (SFA) og Upplýs- ing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða skipuðu sitt hvom fulltrúann í verkefnis- stjómina. Flulda Björk Þorkelsdóttir er fulltrúi SFA og Þórdís T. Þórarinsdóttir fulltrúi Upplýsingar. Hlutverk verkefnisstjómar er meðal annars að fmna höfunda námsefnis, gera samninga við þá og halda utan um námsefnisgerðina og fjármál verkefnisins. Árið 2003 vann verkefnisstjómin að undirbúningi og gerð höfundasamninga og á árinu var skrifað undir samninga vegna alls námsefnis í séráföngum bókasafnstækn- innar. Verkefnisstjómin hélt alls 11 fundi á árinu, ýmist ein eða með öðmm. Alls var skrifað undir 14 höfundasamninga á árinu við 11 einstaklinga. Samning- amir em misumfangsmiklir, allt frá um hálfri einingu til fimm einingar hver samn- ingur. Eftirfarandi aðilar hafa tekið að sér að semja námsefni fyrir séráfanga í bókasafns- tækni sem eru fjórir fimm eininga áfangar. > BST 105 - Safnafrœði: Anna Torfadóttir, Bára Stefánsdóttir, Hulda Björk Þorkels- dóttir, Marta Hildur Richter, Pálína Magnúsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. > BST 115 - Skipulag safnkosts: Hulda Björk Þorkelsdóttir, Kristín Björgvinsdóttir, Svava H. Friðgeirsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. > BST125 - Upplýsingatœkni: Sveinn Olafsson. > BST135 - Upplýsingaleiðir: Áslaug Agnarsdóttir og Sveinn Ólafsson. Nám í séráföngum hófst nú á vorönn 2004 með kennslu í BST 105. Á haustönn 2004 verða hinir séráfangamir kenndir og þarf allt námsefnið að vera tilbúið fyrir næsta haust þannig að verkefnisstjómin hefur nú að mestu lokið hlutverki sínu. Þórdís T. Þórarinsdóttir Stefna ríkisstjómarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 Bjöm Bjamason, dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti nýja stefnu ríkisstjómarinnar um upplýsingasamfélagið á fundi á Grand hóteli þann 11. mars síðastliðinn. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: