Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 4
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Heimasíða Upplýsingar
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á heimasíðu félagsins að undanfömu (http://
www.bokis.is) en markmiðið er að hafa síðuna líflega með nýjum upplýsingum fyrir
félagsmenn og aðra. Yfirsíður á bokis.is em þessar helstar:
Um félagið: Upplýsingar sem snúa beint að félaginu, s.s. lög, hlutverk og markmið,
stjórn og verkaskipting, fundargerðir aðalfunda, listi yfir stofnfélaga, gagnvirk um-
sókn um félagsaðild, upplýsingar um árgjöld og fríðindi og fleira.
Félög og samstarfshópar: Yfirlit yfír félög og samstarfshópa sem starfandi em innan,
eða í tengslum við Upplýsingu, formenn þeirra og/eða tengiliði.
Lög um bókasafnamál: Ýmis lög og reglur sem varða bókasöfn og íslenska bókasafns-
fræðinga og bókaverði.
Ráðstefnur og málbing: Yfirlit yfír ráðstefnur og málþing sem em á döfínni, uppfært
reglulega að fengnu yfírliti frá varafomianni og ábendingum frá félagsmönnum.
Krækjur og póstlistar: Krækjur í innlend og erlend bókavarðafélög og upplýsingar um
áskriftir að íslenskum og erlendum póstlistum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.
I lok febrúar var samið við Módernus (http://www.teljari.is) um vefmælingu og verður
það gott tæki fýrir vefstjóra og stjóm í framtíðinni til að fýlgjast með umferðinni um
vefínn og sjá hvaða síður em mest notaðar.
Vonandi koma félagsmenn í auknum mæli til með að nýta sér síðuna og er hér með
skorað á fólk að aðstoða okkur við að bæta vefmn með því að koma á framfæri
athugasemdum og uppástungum um það sem betur má fara.
Vala Nönn Gautsdóttir
vefstjóri Upplýsingar
Störf Nefndar um lög um bókasöfn
í síðasta hefti Fregna (3/2003, bls. 4-5) var sagt frá störfum Nefndar um lög um bóka-
söfn sem menntamálaráðherra skipaði með bréfi dags. 24. júní 2003. Gert var ráð fyrir
að nefndin lyki störfum fyrir 1. desember síðastliðinn. Nefndin fór svo fram á fram-
lengingu á starfstíma til 15. janúar 2004 þegar í ljós koma að umfang verkefnisins
hafði aukist verulega og skilaði þá niðurstöðum sínum til menntamálaráðherra.
Eins og fram kemur í síðasta hefti Fregna voru eftirfarandi aðilar í nefndinni:
Þóra Óskarsdóttir sérfræðingur, formaður (án tilnefningar)
Þórdís T. Þórarinsdóttir, tilnefnd af Upplýsingu - Félagi bókasafns- og upplýsingafræða
Marta Hildur Richter forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna
Kristbjörg Stephensen lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, tilnefnd af Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni
Nefndin lagði fram þrjár tillögur að nýjum frumvörpum ásamt greinargerð með at-
hugasemdum.
1. Tillögu að frumvarpi að bókasafnslögum
2. Tillögu að frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn.
3. Tillögu að frumvarpi til laga um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn.
Þar var m.a. lagt til að sett yrðu heildarlög um bókasöfn sem yrðu í þágu bókasafn-
anna, starfsemi þeirra og síðast en ekki síst í þágu viðskiptavina safnanna.
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 4