Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 4
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Heimasíða Upplýsingar Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á heimasíðu félagsins að undanfömu (http:// www.bokis.is) en markmiðið er að hafa síðuna líflega með nýjum upplýsingum fyrir félagsmenn og aðra. Yfirsíður á bokis.is em þessar helstar: Um félagið: Upplýsingar sem snúa beint að félaginu, s.s. lög, hlutverk og markmið, stjórn og verkaskipting, fundargerðir aðalfunda, listi yfir stofnfélaga, gagnvirk um- sókn um félagsaðild, upplýsingar um árgjöld og fríðindi og fleira. Félög og samstarfshópar: Yfirlit yfír félög og samstarfshópa sem starfandi em innan, eða í tengslum við Upplýsingu, formenn þeirra og/eða tengiliði. Lög um bókasafnamál: Ýmis lög og reglur sem varða bókasöfn og íslenska bókasafns- fræðinga og bókaverði. Ráðstefnur og málbing: Yfirlit yfír ráðstefnur og málþing sem em á döfínni, uppfært reglulega að fengnu yfírliti frá varafomianni og ábendingum frá félagsmönnum. Krækjur og póstlistar: Krækjur í innlend og erlend bókavarðafélög og upplýsingar um áskriftir að íslenskum og erlendum póstlistum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. I lok febrúar var samið við Módernus (http://www.teljari.is) um vefmælingu og verður það gott tæki fýrir vefstjóra og stjóm í framtíðinni til að fýlgjast með umferðinni um vefínn og sjá hvaða síður em mest notaðar. Vonandi koma félagsmenn í auknum mæli til með að nýta sér síðuna og er hér með skorað á fólk að aðstoða okkur við að bæta vefmn með því að koma á framfæri athugasemdum og uppástungum um það sem betur má fara. Vala Nönn Gautsdóttir vefstjóri Upplýsingar Störf Nefndar um lög um bókasöfn í síðasta hefti Fregna (3/2003, bls. 4-5) var sagt frá störfum Nefndar um lög um bóka- söfn sem menntamálaráðherra skipaði með bréfi dags. 24. júní 2003. Gert var ráð fyrir að nefndin lyki störfum fyrir 1. desember síðastliðinn. Nefndin fór svo fram á fram- lengingu á starfstíma til 15. janúar 2004 þegar í ljós koma að umfang verkefnisins hafði aukist verulega og skilaði þá niðurstöðum sínum til menntamálaráðherra. Eins og fram kemur í síðasta hefti Fregna voru eftirfarandi aðilar í nefndinni: Þóra Óskarsdóttir sérfræðingur, formaður (án tilnefningar) Þórdís T. Þórarinsdóttir, tilnefnd af Upplýsingu - Félagi bókasafns- og upplýsingafræða Marta Hildur Richter forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna Kristbjörg Stephensen lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, tilnefnd af Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni Nefndin lagði fram þrjár tillögur að nýjum frumvörpum ásamt greinargerð með at- hugasemdum. 1. Tillögu að frumvarpi að bókasafnslögum 2. Tillögu að frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn. 3. Tillögu að frumvarpi til laga um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Þar var m.a. lagt til að sett yrðu heildarlög um bókasöfn sem yrðu í þágu bókasafn- anna, starfsemi þeirra og síðast en ekki síst í þágu viðskiptavina safnanna. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Undirtitill:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
179
Skráðar greinar:
8
Gefið út:
1976-2009
Myndað til:
2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: