Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 34
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Stofnunin veitir þróunarstyrki og stýrir stærri verkefnum eins og t.d. Danmarks Elek- troniska Forskningsbibliotek sem er verkefni allra stærstu bókasafnanna í Danmörku. BIBSAM, sænska samræmingarstofnunin, er í raun 12 manna deild innan Konung- lega bókasafnsins sem hefur það hlutverk að sinna samhæfingu og þróun. Þeir veita styrki og sjá um stöðlun á vinnubrögðum og t.d. sjá þeir um samningagerð varðandi rafræn gögn, halda námskeið og ráðstefnur og annað sem til heilla horfír. Norðmenn hafa farið þá leið að setja upp embætti sem tengir saman bókasöfn, skjalasöfn og minjasöfn, svokallað ABM-utvikling, sem tók til starfa 1. janúar 2003 og tók þá við af tveimur eldri embættum. Finnland og Island hafa gefíð þjóðbókasöfnunum það hlutverk að sinna sameigin- legum málefnum allra rannsóknarbókarsafna svo sem samningum um rafræn gögn og á sumum sviðum einnig málefnum sem snerta öll söfn, t.d. skráningu á þjóðbókakost- inum. Þjóðbókasafnið í Finnlandi sem jafnframt er Bókasafn Háskólans í Helsinki er langstærsta safn þess lands og rekur t.d. bókasafnakerfíð fyrir öll rannsóknarbókasöfn landsins. Verkefnin og viðfangsefnin, sem koma inn á borð hjá NORON, bera nokkuð keim af mismunandi viðfangsefnum þeirra sem þar eru. Hins vegar er álitið að bæði þeir sem stýra þjóðbókasöfnunum og þeir sem annast þjónustu fýrir öll söfn landsins eigi erindi á þessa fundi. Fundimir sem taka yfírleitt einn og hálfan dag heijast með því að gefín er skýrsla um það sem er efst á baugi í hverju landi svo og helstu vandamál og viðfangsefni sem þessar norrænu stofnanimar eru að fást við. Málin em rædd frá sjónarmiði hvers lands og ef um viðfangsefni er að ræða sem er hagsmunamál allra landanna reyna menn að komast að samkomulagi um helstu áherslur. Næst í ferlinu er að leggja fram hugmynd að lausn og síðan er sett norræn nefnd sem útfærir betur hugsanlegar lausnir og skoðar styrkjamöguleika. A fýrstu fundunum sem ég sat vom t.d. á dagskránni eftirtalin mál- efni: 1. Höfundarréttarmál og viðbrögð á Norðurlöndunum við nýrri tilskipan Evrópusambands- ins þar að lútandi. 2. Skýrsla frá Nordic Web Archive sem er samstarfsverkefni allra Norðurlandanna um vef- söfnun og rætt um framtíð þessa samstarfs. 3. NOSP er norræn samskrá um tímarit sem geymd eru í bókasöfnum á öllum Norðurlönd- unum. Framtíð skrárinnar í tölvuvæddu umhverfi hefur verið óljós þar sem reikna má með að innan skamms verði hægt að leita í öllum samskrám á öllum Norðurlöndunum í einu og þá verður þessi sérskrá því óþörf. Lögð var firam skýrsla um framtíðarfjármögn- un verkefnisins og hýsingu þess. Þetta er skrá sem hefur verið mikið notuð á íslandi og eins og sakir standa er hún hýst í Noregi þar til aðrar ákvarðanir verða teknar. 4. Utgáfa Nordisk tidskrift för bok- och bibliotekshistoria hefur gengið misvel og rætt var um hvort grundvöllur væri fyrir því að halda áfram útgáfii þessa elsta tímarits um bóka- safnamál sem út er gefið á Norðurlöndunum. 5. Samvinnan við NORDINFO er alltaf á dagskrá og rætt hvemig NORON geti komið hug- myndum að nauðsynlegum verkefnum áfram til NORDINFO sem síðan gæti fjánnagnað þau. Venjulega hafa einn eða fleiri úr þessum hópi verið í stjóm NORDINFO og því hæg heimatökin. 6. Samhæft árangursmat (Balanced Scorecard) hefúr verið innleitt á afmörkuðum sviðum í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og var árangur þeirra til skoðunar. Árang- ursmat og mælingar er mál sem söfn um öll Norðurlöndin hafa verið að skoða og ísland þar með. Er verið að meta hvort hagkvæmt sé að taka upp þetta árangursmat og aðlaga það að þeim verkferlum sem algengastir eru í bókasöfnum. Erfíðast hefur verið að fínna nógu góð mælitæki en áfram er unnið að því. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: