Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 11

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 11
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafræða Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum - hvar.is í janúar var samið við fyrirtækið TDNet um að setja upp lista yfir tímaritatitla í raf- rænni áskrift. Fyrirtækið sækir upplýsingar til útgefendanna Blackwell, Elsevier, Karger, Kluwer og Springer, auk ProQuest, og birtir skrá yfír þá titla sem við höfum aðgang að. Hægt er að leita eftir stafrófsröð, eftir efni tímarita og fleiri skilyrðum. Einnig er hægt að leita að titlum greina, þannig að þessir listar eru fjölhæfari en þeir sem áður voru notaðir. Eldri listar eru enn aðgengilegir á vef hvar.is, en verða fljót- lega felldir brott. I febrúar skildi á milli í samningum landsmanna við útgáfufyrirtækið Elsevier. Annars vegar munu heilbrigðisstofnanir gerast áskrifendur að tímaritum sem hafa ver- ið flokkuð saman í svokallaðan Medical-pakka. Aðgangur að þeim tímaritum verður aðeins innan stofnanna sem eru í því samlagi. Hins vegar verður gengið til landssamn- inga við Elsevier um tímarit sem falla í meginflokkana Science og Technology. Leiðbeiningar fyrir notkun á ProQuest hafa verið þýddar á íslensku og eru að- gengilegar á vef hvar.is. Fulltrúar frá ProQuest verða hér á landi um miðjan maí og munu halda kynningar eftir því sem áhugi verður. Sveinn Olafsson nmsjón landsaðgangs (sveinn@bok.hi.is) Tímaritagáttin TDnet Samið hefur verið við TDnet um umsjón lista yfír rafræn tímarit. Þessir listar voru gerðir aðgengilegir í janúar síðastliðnum, annars vegar á hvar.is með tímaritum á landsaðgangi, hins vegar á vef Landsbókasafns en á honum eru auk rita á landsað- gangi tímarit sem safnið er með í áskrift. Viðmót listanna er þar af leiðandi ekki alveg eins. A hvar.is er aðgangur að liðlega 8000 tímaritum sem eru á landsaðgangi, þ.e. á fjórða þúsund titla frá Blackwell, Elsevier, Karger, Kluwer og Springer ásamt 4500 titlum í gagnasafninu ProQuest. Á vef safnsins eru til viðbótar við tímarit landsað- gangsins um 800 rafræn tímarit sem eingöngu eru opin tölvum á háskólanetinu, þ.e. tímarit í áskrift safnsins og í gagnasöfnum JSTOR, OECD og IEExplore. Þar eru einnig upplýsingar um prentuð tímarit sem safnið kaupir og tenglar við samsvarandi færslur í Gegni. TDnet er undir „Blöð og tímarit“ á vef safnsins, www.bok.hi.is og leysir af hólmi eldri lista sem þar eru. Á vef safnsins er TDnet notað sem tímaritagátt því auk heildarskrárinnar sem hýsir um 9600 titla eru beinir tenglar við Gegni, þar sem finna má upplýsingar um öll helstu tímarit í íslenskum bókasöfnum, og Vestnord sem veitir aðgang að heildartextum íjölda íslenskra, færeyskra og grænlenskra blaða og tímarita frá upphafi til ársins 1920. Á upphafsskjá TDnet blikkar bendillinn í glugga sem merktur er flýtileit. Þar má leita með því að slá inn heiti eða orð úr titli tímarita og með vali í felliglugga má einn- ig leita að tímaritum eftir útgefanda, ISSN númeri eða dreifingaraðila, s.s. Ebsco, Swets, OECD o.fl. Fyrir neðan flýtileitina er lyklaborð A-Z, sem býður upp á flettileit í stafrófsraðaðri skrá. Því miður tekur kerfið ekki íslenska bókstafi og því er tak- markaður fjöldi íslenskra rita skráður í kerfið og þá með enskri stafsetningu. Betri lausn þótti að hafa sérstaka tengla við Vestnord og Gegni. Gegnir verður eftir sem áður aðalhjálpartækið við að finna prentaðar útgáfur tímarita, gamalla sem nýrra, íslenskra sem erlendra. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.