Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 46

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 46
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ímynda sér að vísindamenn noti grunninn til þess að leita að samstarfsaðila. Rann- sóknagagnasafn Islands veitir þannig grunnupplýsingar um rannsóknarverkefni sem unnin eru á Islandi og/eða unnin eru af Islendingum og er mikilvæg heimild um þær íjölbreyttu rannsóknir sem unnar eru hér á landi. Baldvin Zarioh verkefnisstjóri Rannsóknasviði Háskóla Islands, bmz@hi.is UT 2004 - Upplýsingatæknin vinnur með þér Dagana 5. og 6. mars síðastliðinn sótti undirrituð árlega ráðstefnu menntamálaráðu- neytisins um upplýsingatækni í skólastarfi - UT 2004 - sem haldin var í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Um 1100 gestir sóttu ráðstefnuna sem bar yfirskriftina UT - vinnur með þér. í ræðu menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún flutti við opnun ráðstefnunnar, kynnti ráðherra áhersluatriði sín í stefnumótun um upplýsinga- tækni sem nú er í deiglunni. Fram kom að gert verði átak í gerð stafræns námsefnis, að upplýsingatæknin verði nýtt til að opna fyrir víðtækt samstarf aðila í þágu mennt- unar og að horft verði til nýjunga í skipulagi skólaststarf til að nýta möguleika upp- lýsingatækninnar. íslenskir fyrirlesarar fjölluðu í fýrirlestrum, málstofum og sýnistofum, um notkun upplýsingatækni á öllum skólastigum. Auk þess voru tveir erlendir aðalfyrirlesarar, Curtis J. Bonk frá Indiana University, sem flutti leikrænan fyrirlestur um goðsagnir um nám á Netinu (Online Leaming) í nútíð og framtíð, og David Wood frá Notting- hamháskóla, sem vakti þátttakendur til umhugsunar um hvert stefnir í notkun upplýs- ingatækninnar í framtíðinni og jákvæð og neikvæð áhrif hennar á mennntun. Efni ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt og allt að 15 atriði vom í gangi samtímis en alls vom um 150 dagskráratriði á ráðstefnunni sem mun ein sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi. Nánari upplýsingar er að finna á www.menntagatt.is. Stefnt er að því að ráðstefnan UT 2005 verði haldin fyrstu helgina í mars að ári. Heimild m.a.: Vefrit menntamálaráðuneytisins. mrn.is, 10. tbi. 2004 Þórdís T. Þórarinsdóttir Menntagátt ... opnar leiðina að þjónustu og upplýsingum um menntamál Menntagátt (www.menntagatt.is) er vefur sem leggur áherslu á að veita alhliða upp- lýsingar um skólamál, m.a. með því að auðvelda aðgang að námsefni, upplýsingum og þjónustu á Netinu. Námsefnismiðlun er sá þáttur sem ein mest áhersla hefur verið lögð á. Með því að leita í gagnagmnni Menntagáttar geta kennarar og aðrir sem áhuga hafa, fengið á svip- stundu upplýsingar um námsefni sem tengist námsgrein, skólastigi eða jafnvel ákveðnu markmiði í námskrá. Allir geta með einföldum hætti skráð á Menntagátt upp- lýsingar (lýsigögn) um námsefni. Fyrir utan að setja inn lýsingu á efninu, upplýsingar um höfund og fleira er námsefnið tengt við námsskrár, námsgreinar og markmið nám- skráa. Til að óæskilegt efni fari ekki út á vefinn em skráningar yfirfamar af ritstjóm áður en þær birtast á Menntagáttinni. Ahersla hefur verið lögð á að skrá íslenskt efni 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: