Fregnir - 01.03.2004, Side 46

Fregnir - 01.03.2004, Side 46
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ímynda sér að vísindamenn noti grunninn til þess að leita að samstarfsaðila. Rann- sóknagagnasafn Islands veitir þannig grunnupplýsingar um rannsóknarverkefni sem unnin eru á Islandi og/eða unnin eru af Islendingum og er mikilvæg heimild um þær íjölbreyttu rannsóknir sem unnar eru hér á landi. Baldvin Zarioh verkefnisstjóri Rannsóknasviði Háskóla Islands, bmz@hi.is UT 2004 - Upplýsingatæknin vinnur með þér Dagana 5. og 6. mars síðastliðinn sótti undirrituð árlega ráðstefnu menntamálaráðu- neytisins um upplýsingatækni í skólastarfi - UT 2004 - sem haldin var í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Um 1100 gestir sóttu ráðstefnuna sem bar yfirskriftina UT - vinnur með þér. í ræðu menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún flutti við opnun ráðstefnunnar, kynnti ráðherra áhersluatriði sín í stefnumótun um upplýsinga- tækni sem nú er í deiglunni. Fram kom að gert verði átak í gerð stafræns námsefnis, að upplýsingatæknin verði nýtt til að opna fyrir víðtækt samstarf aðila í þágu mennt- unar og að horft verði til nýjunga í skipulagi skólaststarf til að nýta möguleika upp- lýsingatækninnar. íslenskir fyrirlesarar fjölluðu í fýrirlestrum, málstofum og sýnistofum, um notkun upplýsingatækni á öllum skólastigum. Auk þess voru tveir erlendir aðalfyrirlesarar, Curtis J. Bonk frá Indiana University, sem flutti leikrænan fyrirlestur um goðsagnir um nám á Netinu (Online Leaming) í nútíð og framtíð, og David Wood frá Notting- hamháskóla, sem vakti þátttakendur til umhugsunar um hvert stefnir í notkun upplýs- ingatækninnar í framtíðinni og jákvæð og neikvæð áhrif hennar á mennntun. Efni ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt og allt að 15 atriði vom í gangi samtímis en alls vom um 150 dagskráratriði á ráðstefnunni sem mun ein sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi. Nánari upplýsingar er að finna á www.menntagatt.is. Stefnt er að því að ráðstefnan UT 2005 verði haldin fyrstu helgina í mars að ári. Heimild m.a.: Vefrit menntamálaráðuneytisins. mrn.is, 10. tbi. 2004 Þórdís T. Þórarinsdóttir Menntagátt ... opnar leiðina að þjónustu og upplýsingum um menntamál Menntagátt (www.menntagatt.is) er vefur sem leggur áherslu á að veita alhliða upp- lýsingar um skólamál, m.a. með því að auðvelda aðgang að námsefni, upplýsingum og þjónustu á Netinu. Námsefnismiðlun er sá þáttur sem ein mest áhersla hefur verið lögð á. Með því að leita í gagnagmnni Menntagáttar geta kennarar og aðrir sem áhuga hafa, fengið á svip- stundu upplýsingar um námsefni sem tengist námsgrein, skólastigi eða jafnvel ákveðnu markmiði í námskrá. Allir geta með einföldum hætti skráð á Menntagátt upp- lýsingar (lýsigögn) um námsefni. Fyrir utan að setja inn lýsingu á efninu, upplýsingar um höfund og fleira er námsefnið tengt við námsskrár, námsgreinar og markmið nám- skráa. Til að óæskilegt efni fari ekki út á vefinn em skráningar yfirfamar af ritstjóm áður en þær birtast á Menntagáttinni. Ahersla hefur verið lögð á að skrá íslenskt efni 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 46

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.