Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 10

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 10
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða skipulagningu þess. Lögð er áhersla á yfirsýn og horfið frá því að skipta húsinu upp í afmarkaðar hæðir, heldur ganga fletimir hver inn í annan eins og landslag. Ráðstefnunni var síðan haldið áfram í nokkurs konar samræðuformi milli stjóm- anda pallborðs og þátttakenda frá Hollandi, Finnlandi og Bretlandi. Að lokinni mót- töku í safninu var haldið eftir yfirfullum hraðbrautum aftur til Haag og borðað þar saman um kvöldið. Daginn eftir var boðið upp á að skoða aðalsafnið í Rotterdam og eitt útibú og fór- um við íslendingamir þangað. í borginni em um 600.000 íbúar, 43% þeirra em inn- flytjendur. Alls em 23 útibú í borginni. Aðalsafnið mun vera eitt stærsta bókasafn Evrópu, á sex hæðum og stendur fast við jámbrautarstöðina. í safninu er leikhús og aðstaða fyrir ýmsar aðrar uppákomur. Safnið er 20 ára og verið er að endurskipuleggja það. Háar hillur em út við veggina en nýju hillurnar í miðjunni em lágar þannig að yfirsýn er yfir allt rýmið. Um 30% bókanna þurfti að taka burt en þegar svæðin voru opnuð aftur höfðu gestir orð á því hve safnið væri stórt og mikið væri til af bókum því við breytingamar virtist meira rými og léttara yfir safninu en áður. Hillumar miðsvæð- is em allar á hjólum svo auðvelt er breyta skipulagningu og vera með uppákomur. 20 sérefnissvæði em í safninu, fyrir ferðabækur, heilbrigðismál og ljóð svo eitthvað sé nefnt. Safnið er mjög rúmgott. Arkitektinn að breytingunum sagði frá sínum hug- myndum og var áberandi hvað hann gerði sér far um að koma til móts við þarfir not- enda. Sérsafn með bókum um og eftir Erasmus frá Rotterdam er í safninu þar sem bækumar em geymdar við kjörhita 18°C og 55% rakastig. Þar em 400 ára bækur sem nýjar. Eftir hádegismatinn var eitt útibú í úthverfi skoðað, sem hefúr verið endur- skipulagt eftir sömu aðferð, Safinið er 800 m2 og þjónar 70.000 manna svæði. Allar hillumar i miðjunni em á hjólum og má renna þeim til og skapa rými fyrir 100 manns í sæti. Einnig í þessu safni vom sérefnishom og lögð áhersla á frjálslegt skipulag, opin rými og sveigjanleika. Aður en haldið var heim á sunnudeginum gafst svo tími til að fara í Mauritshuis, helsta listasafn Haag, þar sem m.a. gefur að líta stúlkuna hans Veermer með perlu- eymalokkinn (sbr. bók Tracy Chevalier) og einnig skoðuðum við safn Escher. Áður en ráðstefnan hófst vomm við einn dag í Amsterdam og fómm í Van Gogh safnið þar sem var sérsýning eftir forrafalelítann Rossetti sem málaði m.a. fjölmargar myndir af eiginkonu Islandsvinarins William Morris. Ennfremur fómm við á sýningu í „Nýju kirkjunni“ þar sem tilvonandi konungshjón giftust árið 2002. Þar hafði verið sett upp kaffistofa á miðju kirkjugólfinu sem virðist órækt dæmi um frjálslyndi Hollendinga. Ferðin var öll hin ánægjulegasta. Tekið var á móti gestunum af mikilli rausn og mjög gaman var að sjá hve langt Hollendingar em komnir í þróun og samþættingu bókasafnsþjónustu. Það var mjög athyglisvert að kynnast sjónarmiðum og hugmyndafræði arkitekt- anna við hönnun og skipulagningu bókasafnanna og ekki annað að sjá að þarfir notenda safnanna hefðu þar verið í fyrirrúmi. Þórdís T. Þórarinsdóttir 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.