Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 23
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða ur ársins 2003 var svo haldinn í Helsinki í mars og var þar haldið áfram að ræða stefnumótun. I ljós kom að Norræna ráðherranefndin hafði ráðið sænskan bankastjóra, Dan Brándström, til að vinna að tillögum um breytta starfsemi nokkurra stofnana og á öðrum stjómarfundi ársins kom skýrt fram að starfsemi NORDINFO yrði lögð niður í þáverandi mynd og ákvað þá stjómin að hafa frumkvæði að því að vinna að eigin til- lögum um nýtt skipulag og senda þær frá sér til Brandströms. Framtíðarsýn stjómar NORDINFO byggði á því að áfram bæri að líta á Norður- löndin sem eina heild varðandi aðgang að vísindalegum upplýsingum. Nefndin taldi að það væri ótvíræður hagur þessara landa að vinna saman að sameiginlegum mark- miðum á sviði bókasafnsmála og nýta sér reynslu og þekkingu hvers annars bæði hvað varðar verkefni, sem er verið að vinna í hverju landi fýrir sig, en einnig hvað varðar verkefni sem löndin standa sameiginlega að. NORDINFO hafði fengið á sig gagnrýni sem fólst í því að styrkir dreifðust um of og að of mörg minni háttar verkefni væm styrkt á kostnað þeirra sem væm stærri. NORDINFO ákvað því að einbeita sér að því að veita fleiri stómm verkefnum styrk en fækka í stað þess styrkjum til smærri verkefna þannig að árangur verði sýnilegri. Tvö efnissvið áttu að hafa forgang samkvæmt nýju stefnunni en það vom í fyrsta lagi áframhaldandi uppbygging norræns rafræns rannsóknarbókasafns og í öðm lagi aukið upplýsingalæsi jafnt hjá starfsmönnum og notendum bókasafna. Ahersla skyldi lögð á sameiginlegt aðgengi allra Norðurlandanna að rafrænum upplýsingaveitum. Alyktanir og tillögur stjómarinnar voru því eftirfarandi: að starfsemin hefði ótvírætt gildi og ætti að halda áfram, að það bæri að fækka efnissviðum, að leggja bæri áherslu á viðameiri verkefni og fækka styrkjum til minni verkefna og að rétt væri að draga úr skrifstofu- starfseminni. Auk þess vom stjómarmeðlimir sammála því að stjómin ætti helst að vera skipuð þjóð- eða ríkisbókavörðum eða staðgenglum þeirra. I lok ársins 2003 vom um þrjátíu verkefni á skrá sem NORDINFO hafði styrkt en var ólokið. Þar má t.d. nefna Nordic Web Archive II sem Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn tekur þátt í, SVUC (Scandinavian Virtual Union Catalogue) sem Landskerfi bókasafna er aðili að og NORDINFOlit, (Norræn nefnd um upplýsinga- læsi) en Astrid Margrét Magnúsdóttir (HA) er fulltrúi íslands á þeim vettvangi. Hvemig eru þá framtíðarhorfumar? I fyrsta lagi hefur skrifstofu nefndarinnar verið lokað. Ætlunin er að skrifstofustarfsemin verði hýst annað hvort í norrænu þjóðbóka- safni eða hjá ríkisbókavarðarembætti. Danmörk, Noregur og Finnland hafa lýst yfir áhuga á að hýsa starfsemina. Væntanlega verður starfsemin boðin út og þjóðbókasöfn- um og ríkisbókavarðaembættum boðið að bjóða í starfsemina. í öðm lagi hefur stjóm NORDINFO eins og hún var samsett í lok árs 2003 verið boðið að mynda vinnuhóp til að skoða möguleikana á að viðhalda norrænni samvinnu á sviði rannsóknarbókasafna og koma með tillögur um hvemig skuli skipuleggja fag- lega starfsemi af því tagi sem NORDINFO vann að. Vinnuhópnum er einnig falið að skila inn fjárhagsáætlun. Hópurinn mun hittast a.m.k. tvisvar, í mars og júní 2004 en frestur til að skila tillögum að stefnu og skipulagi starfseminnar er 1. ágúst á þessu ári. Aslaug Agnarsdóttir fulltrúi íslands í stjórn NORDINFO 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: