Fregnir - 01.03.2004, Side 23

Fregnir - 01.03.2004, Side 23
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða ur ársins 2003 var svo haldinn í Helsinki í mars og var þar haldið áfram að ræða stefnumótun. I ljós kom að Norræna ráðherranefndin hafði ráðið sænskan bankastjóra, Dan Brándström, til að vinna að tillögum um breytta starfsemi nokkurra stofnana og á öðrum stjómarfundi ársins kom skýrt fram að starfsemi NORDINFO yrði lögð niður í þáverandi mynd og ákvað þá stjómin að hafa frumkvæði að því að vinna að eigin til- lögum um nýtt skipulag og senda þær frá sér til Brandströms. Framtíðarsýn stjómar NORDINFO byggði á því að áfram bæri að líta á Norður- löndin sem eina heild varðandi aðgang að vísindalegum upplýsingum. Nefndin taldi að það væri ótvíræður hagur þessara landa að vinna saman að sameiginlegum mark- miðum á sviði bókasafnsmála og nýta sér reynslu og þekkingu hvers annars bæði hvað varðar verkefni, sem er verið að vinna í hverju landi fýrir sig, en einnig hvað varðar verkefni sem löndin standa sameiginlega að. NORDINFO hafði fengið á sig gagnrýni sem fólst í því að styrkir dreifðust um of og að of mörg minni háttar verkefni væm styrkt á kostnað þeirra sem væm stærri. NORDINFO ákvað því að einbeita sér að því að veita fleiri stómm verkefnum styrk en fækka í stað þess styrkjum til smærri verkefna þannig að árangur verði sýnilegri. Tvö efnissvið áttu að hafa forgang samkvæmt nýju stefnunni en það vom í fyrsta lagi áframhaldandi uppbygging norræns rafræns rannsóknarbókasafns og í öðm lagi aukið upplýsingalæsi jafnt hjá starfsmönnum og notendum bókasafna. Ahersla skyldi lögð á sameiginlegt aðgengi allra Norðurlandanna að rafrænum upplýsingaveitum. Alyktanir og tillögur stjómarinnar voru því eftirfarandi: að starfsemin hefði ótvírætt gildi og ætti að halda áfram, að það bæri að fækka efnissviðum, að leggja bæri áherslu á viðameiri verkefni og fækka styrkjum til minni verkefna og að rétt væri að draga úr skrifstofu- starfseminni. Auk þess vom stjómarmeðlimir sammála því að stjómin ætti helst að vera skipuð þjóð- eða ríkisbókavörðum eða staðgenglum þeirra. I lok ársins 2003 vom um þrjátíu verkefni á skrá sem NORDINFO hafði styrkt en var ólokið. Þar má t.d. nefna Nordic Web Archive II sem Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn tekur þátt í, SVUC (Scandinavian Virtual Union Catalogue) sem Landskerfi bókasafna er aðili að og NORDINFOlit, (Norræn nefnd um upplýsinga- læsi) en Astrid Margrét Magnúsdóttir (HA) er fulltrúi íslands á þeim vettvangi. Hvemig eru þá framtíðarhorfumar? I fyrsta lagi hefur skrifstofu nefndarinnar verið lokað. Ætlunin er að skrifstofustarfsemin verði hýst annað hvort í norrænu þjóðbóka- safni eða hjá ríkisbókavarðarembætti. Danmörk, Noregur og Finnland hafa lýst yfir áhuga á að hýsa starfsemina. Væntanlega verður starfsemin boðin út og þjóðbókasöfn- um og ríkisbókavarðaembættum boðið að bjóða í starfsemina. í öðm lagi hefur stjóm NORDINFO eins og hún var samsett í lok árs 2003 verið boðið að mynda vinnuhóp til að skoða möguleikana á að viðhalda norrænni samvinnu á sviði rannsóknarbókasafna og koma með tillögur um hvemig skuli skipuleggja fag- lega starfsemi af því tagi sem NORDINFO vann að. Vinnuhópnum er einnig falið að skila inn fjárhagsáætlun. Hópurinn mun hittast a.m.k. tvisvar, í mars og júní 2004 en frestur til að skila tillögum að stefnu og skipulagi starfseminnar er 1. ágúst á þessu ári. Aslaug Agnarsdóttir fulltrúi íslands í stjórn NORDINFO 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 23

x

Fregnir

undertitel:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Sprog:
Årgange:
34
Eksemplarer:
179
Registrerede artikler:
8
Udgivet:
1976-2009
Tilgængelig indtil :
2009
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link til denne side: 23
https://timarit.is/page/3184079

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Handlinger: