Fregnir - 01.03.2004, Side 41

Fregnir - 01.03.2004, Side 41
Fregnir. Fréítabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Ferðasaga 100. fundar, Hvaljjarðarströndföstudaginn 14. nóvember 2003 Hópurinn hittist til brottfarar í Hópferðamiðstöðinni Hesthálsi rétt fyrir hádegið og haldið var af stað stuttu síðar. Veður og færð voru góð - skýjað og milt, auð jörð og um 5°C. Komið var að Hótel Glym um eittleytið og töskum og pinklum komið fyrir í herbergi sem Hansína hótelstýra lét hópnum í té. Síðan gengið til hádegisverðar sem var gimileg súpa með gómsætu brauði og pestó. Hansína hótelstýra tók síðan við með sitt innlegg um „Samstarf, samskipti og lausnir“. Að loknum stuttum fyrirlestri um efnið var hópnum skipt í þrjú lið sem öll fengu það verkefni að útbúa hvert fyrir sig einhvers konar þekkingarferil tengdan starfi bókasafnsfræðingsins, þar sem ósoðið egg léki aðalhlutverk, óbrotið á leið sinni frá A til B. Með eggið og dagblöð, límband og skæri að vopni fóm liðin sitt í hverja áttina og tóku til óspilltra málanna. Leysa þurfti verkefnið innan ákveðinna tímatakmarka og síðan skyldi kynna það hinum liðunum í bundnu máli þar sem allir liðsmenn tækju þátt. Matsmaður var settur yfir hvert lið sem fylgdist með vökulum augum og skráði athugasemdir snöfurmannlega. Kynningar liðanna vom hver annarri frumlegri og skemmtilegri. Einkunnagjöf fór fram undir styrkri stjóm Hansínu en mat hinna liðanna og matsmanna var jafngilt. í stuttu máli vann lið nr. 2 en lausn þeirra fólst í n.k. sjóferð eggsins í pappírshöttum um ólgusjó þekkingarinnar á áfangastað undir ágætis þulu liðsmanna. Hansína var aldeilis ekki búin að sleppa af okkur hendinni og fannst við þurfa frekari þjálfun í samstarfí, samskiptum og lausnum svo við tók blindingsleikur undir bem lofti. Hópnum var aftur skipt upp og nú í tvö lið sem hvort um sig átti að finna kaðalhönk, leysa úr henni og búa til feming. Annað liðið tók strax forystu undir hand- leiðslu Kristínar Björgvins., en hitt liðið átti eitthvað erfíðara með að afskrýðast stjómendahlutverkinu og hrópaði sig hása þar til Ásdís Hafstað tók af skarið og kom skikki á hlutina. Það dugði þó ekki til því Kristínar-lið hafði með afburða skipulagn- ingu og hugmyndaauðgi haft kaðalinn margfaldan og þar með styttri sem auðveldaði mótun femingsins um allan helming. Nú tók við Hvalfjarðarkynning í umsjón Amheiðar Hjörleifsdóttur, land- og um- hverfisfræðings á Bjarteyjarsandi, sem smalaði hópnum upp í rútu. Ákaflega þótti okkur notalegt að fá nú að njóta frásagnar skemmtilegs leiðsögumanns eftir áreynslu- mikið verkefnabrölt. Fyrst var haldið að Saurbæ þar sem skoðuð var Hallgrímskirkja og hlýtt á brot úr sögu hennar sem og ágrip af sögu Hallgríms Péturssonar og Guð- ríðar Símonardóttur á staðnum. Arnheiður spilaði einnig fyrir okkur nokkur lög á flautu sem hljómaði yndislega í kirkjunni. Við löbbuðum okkur svo í kirkjugarðinn og fundum leiði Hallgríms og tóftir kirkjunnar sem hann þjónaði. Á leiðinni innar í fjörðinn mauluðum við samlokur og dreyptum á bjór undir ágætri leiðsögn Amheiðar, m.a. af braggahverfinu, Hvalstöðinni og sögu Harðar- hólma, þ.e. Harðar sögu og Hólmverja. Næsta stopp var við Bláskeggsá, nánar tiltekið við gömlu brúna sem mun vera elsta steinsteypta brú á landinu. Þar yfír þrömmuðu bókasafnsfræðingar og hinum megin árinnar útbýtti Amheiður kvæðabálki miklum af sögu Helgu í Harðarhólma og upphófst nú lestur með mikilli tilfmningu og var stemn- ingin þannig að næstum heyrðist sverðaglamur í köppum og skvampið í sundtökum Helgu er hún synti í land með syni sína á bakinu. Við hristum af okkur skálmöldina og stigum að þessu loknu upp í sjálfrennireið af stærri gerðinni, og lá nú leiðin að Bjart- eyjarsandi í Gallerí Álfhól. Þar beið okkar meiri andleg og líkamleg hressing, fíflavín og nýbakaðar smákökur, og sýning á afar skemmtilegu handverki úr sveitinni. Eftir góða dvöl í Álfhól var Amheiður og Bjarteyjarsandsfólk kvatt með virktum og bmnað að Hótel Glym. Við tók nú stórafmælisfundur SBF, hinn 100. í röðinni. Eftir stuttan og skeleggan fund var tekið til við að hita upp fyrir veislukvöld. Sumir fóm á barinn 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 41

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.