Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 40

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 40
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða 1. Eldri notendum þykir ekki fýsilegt að hlusta á bók með tölvu og því þurfa Daisy spilar- ar að vera fyrir hendi á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna lánþega safnsins. Stöðug þróun er í Daisy spilurum og eflaust fæst góð lausn áður en langt um líður. Stefnt er að því að hægt verði að lesa Daisy bækur í Mp3 spilurum og lesforritið Microsoft Reader mun trúlega styðja Daisy-staðalinn í framtíðinni. 2. Það sem að okkur á Blindrabókasafni snýr á þessari stundu er að varpa hljóðbókakosti safnsins af segulböndum yfir á stafrænt form. Þessu verkefni fýlgir mikil vinna og kostnaður sem farið er að undirbúa en hefur ekki verið séð fýrir endann á hvemig leysist. 3. Allir starfshættir í safninu munu breytast, allt frá framleiðslunni að útlánsvinnunni, og útlit og geymslurými safnsins mun taka stakkaskiptum með einum CD diski fyrir hverja bók í staðinn fyrir óendanlega hillumetra af hljóðbókum. Að lokum munu engar efnis- legar bækur fýrirfinnast í safninu heldur verða þær einungis geymdar á tölvutæku formi og sendar rafrænt til notendanna, gegnum Netið eða aðra flutningsleið. Daisy hljóðbókatæknin er í stöðugri þróun. Búast má við að sjálft form Daisy bókar- innar verði útvíkkað verulega með tímanum. Daisy samtökin stefna að því að gera Daisy formið að alþjóðlegum staðli fyrir hljóðbækur framtíðarinnar. Staðallinn tæki þá til hvers konar margmiðlunar, blindraletursbóka o.fl. Þá er ljóst að miðlun bókanna til lesandans á eftir að þróast mikið og þar eru ódýr- ari afspilunartæki lykilatriði. Vonir eru bundnar við að geisladiskaspilarar á almenn- um markaði verði í framtíðinni færir um að spila Daisy bækur að einhverju leyti. Lengra inni í framtíðinni liggja síðan möguleikar til miðlunar bókanna með rafrænum hætti til lesandans. Helga Olafsdóttir forstöðumaður Blindrabókasafns Islands Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum Ferðasaga 100. afmælisfundar Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum, SBF, var stofnaður þann 6. mars 1985. Hópurinn heldur fundi reglulega og jafnan til skiptis í framhaldsskólum landsins, s.s. á Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi, en þó oftast á höfuð- borgarsvæðinu. SBF hefur í gegnum árin unnið að ýmsum sameiginlegum faglegum hagsmunamálum bókasafna í framhaldsskólum, s.s. stefnumörkun, samræmingu starfshátta, efnisorðagjöf, samskrármálum, tölvuvæðingu almennt, notkun Netsins og annarra tæknilegra nýjunga sem snúa að söfnunum. Fulltrúar frá samstarfshópnum hafa fýrir hönd hópsins tekið þátt í faglegu starfi á sviði bókasafns- og upplýsinga- mála sem efst eru á baugi hverju sinni, s.s. yfírstandandi störf í sambandi við Lands- kerfí bókasafna og Landsaðgang að rafrænu efni. í samstarfshópnum tíðkast það verk- lag að skipa í fámenna vinnuhópa um tiltekin afmörkuð verkefni og leggja hópamir síðan niðurstöður sínar fýrir samstarfshópinn í heild til umfjöllunar og samþykktar. Þetta samstarf jókst mjög og auðveldaðist með stofnun póstlistans frh-bok@ismennt.is 7. desember 1994, en listinn er lokaður umræðuhópur bókasafnsfræðinga í framhalds- skólum landsins. Umsjónarmaður póstlistans frá upphafi er Kristín Björgvinsdóttir Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þórdís T. Þórarinsdóttir Menntaskólanum við Sund hefúr til margra ára verið óformlegur formaður SBF sem og gjaldkeri og tengiliður við utanaðkomandi aðila, s.s. menntamálaráðuneyti sem skilað er ársskýrslu og gerður er við samningur árlega. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.