Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 35
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
7. Þátttaka Norðurlandanna í alþjóðlegri samvinnu er til umræðu að staðaldri þar sem nor-
rænir fulltrúar eru tilnefndir í stjómir ýmissa félaga til að gæta hagsmuna landanna innan
stærri eininga.
Miklar mannabreytingar hafa orðið í þessum hópi nýlega. Finnland og ísland fengu
nýja þjóðbókaverði 2002, Svíþjóð fékk nýjan mann í þennan stól 2003 og í Noregi tók
nýr bókavörður við lyklum í þjóðbókasafninu 1. janúar 2004. Það verða því eflaust
nýjar áherslur sem koma með nýjum mönnum. Kynjaskiptingin er einnig orðin konum
í hag og nú eru tvær konur á móti sex körlum þar sem nýji bókavörðurinn í Noregi er
kona.
Það er viðbúið að þessi vettvangur fái nú nýtt hlutverk þar eð skrifstofu NORD-
INFO hefur verið lokað í Helsinki en einhverjar tjárveitingar verða væntanlega til
staðar og ekki útséð um hverjir koma til með að útdeila þeim ljármunum eða hvemig
eigi að gera það. Næsti fundur NORON verður í mars eða apríl í Stokkhólmi.
Gagnsemin af þessum fundum er helst fólgin í því að geta fylgst með umræðum
um þá hluti sem em í gangi eða í framkvæmd á hinum Norðurlöndunum. Einnig gefst
hér gott tækifæri til að koma að ákvarðanatöku um verkefni frá byrjun. Ég met það
svo að á þessum vettvangi séum við fullgildir félagar og sömu væntingar til okkar
gerðar og annarra meðlima.
Sigrún Klara Hannesdóttir
r
ARSAFN - Nýjasta útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur
Sunnudaginn 22. febrúar síðastliðinn var Ársafn, nýtt útibú Borgarbókasafns í
Árbænum, opnað almenningi. Safnið er til húsa á 550 m2 í Hraunbæ 119 á 2. hæð í
húsi Sparisjóðs vélstjóra. Lyfta er upp á hæðina. Með tilkomu Ársafns em útibú
Borgarbókasafns nú orðin sex að tölu.
Árbæingar hafa þolinmóðir beðið eftir hverfísbókasafni í áratugi og með Ársafni
verður sá draumur að vemleika. Opnun safnsins var í tengslum við Vetrarhátíð í
Reykjavík og um tvö þúsund manns heimsóttu safnið á opnunardegi og stöðugur
straumur þakklátra hverfisbúa hefur verið þessar fyrstu tvær vikur eftir opnun.
Gert er ráð fyrir að safnkostur Ársafns verði um 25-30 þúsund eintök samsettur af
bókum fyrir böm og fullorðna, hljóðbókum, íslenskum tónlistardiskum síðustu ára og
inn- og erlendum mynddiskum, að ógleymdum einhverju af inn- og erlendum
tímaritum og dagblöðum. Húsnæðið er rúmgott og bjart og notendaflæði einfalt og
hindmnarlaust.
Safnbúnaður er úr ýmsum áttum, Mediamix stálhillur frá Þjónustumiðstöð bóka-
safna, skrifstofubúnaður frá Innx, hægindi og notendaborð frá Epal, tölvubúnaður er
frá EJS.
Upplýsingaþjónusta safnsins er hefðbundin en til framtíðar með áherslu á Árbæinn
og nágrenni hans. Bamastarf er þegar hafið og fyrsti sögustundarhópurinn er í húsi
þegar þetta er skrifað.
Við opnun safnsins em starfsmenn níu í 7,25 stöðugildum, þar af einu til 2ja
mánaða. Stöður bókasafns- og upplýsingafræðinga em 2,25 en fjölgar væntanlega um
eina í sumarbyrjun.
Afgreiðslutími safnsins er frá kl. 11 - 19, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og
föstudaga en sunnudaga frá 12 - 17. Lokað er miðvikudaga og laugardaga.
Laugardaginn 20. mars næstkomandi kl. 13.00 býður Upplýsing til íyrirlesturs í
Ársafni. Katrín Jakobsdóttir flytur fyrirlestur sinn „Glæpurinn sem ekki fannsf‘.
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 35