Fregnir - 01.03.2004, Side 29

Fregnir - 01.03.2004, Side 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða næstkomandi en sú stofnun hefur verið bakhjarl margra norrænna samstarfsverkefna, t.d. á vegum NVBF sem sagt verður frá hér á eftir. Leiðtogafundur um upplýsingasamfélagið {World Summit on the Information So- ciety) hefur einnig verið á dagskrá. Fulltrúar í norrænu félögunum hafa beitt sér innan IFLA íyrir því að gera hlut bókasafnanna í yfirlýsingu og aðgerðaáætlun Leiðtoga- fundarins meiri og sýnilegri og koma starfsemi þeirra og mikilvægi á framfæri. í upp- haflega skjalinu voru bókasöfn nefnd einu sinni en skólar 120 sinnum. Að mati IFLA náðist verulegur árangur í því að gera bókasöfn gildandi í upplýsingasamfélaginu. Norræna ráðherranefndin, Norræna húsið sér um úthlutun, og menntamálaráðu- neytið hafa veitt styrki til að taka þátt í samstarfi norrænna bókavarðafélaga og NORDINFO veitti einu sinni ferðastyrk. Styrkimir hafa að mestu staðið undir ferða- kostnaði og hafa verið félaginu mikilvægir. Stjóm Upplýsingar telur mjög gagnlegt og mikilvægt að félagið taki þátt í í sam- starfí norrænna bókavarðafélaga eftir föngum og væntir góðs af samstarfinu í framtíð- inni. Samstarfið auðveldar félaginu að fylgjast með því sem er á döfínni hjá öðmm bókavarðafélögum og í bókasafnasamfélaginu almennt. Samstarfið er lykilatriði í evrópskri og alþjóðlegri samvinnu auk þess sem það hefur áhrif á starf félagsins hér á landi og víkkar sjóndeildarhring þess. Næsti fírndur norrænu bókavarðafélaganna verður haldinn í Oslo í byrjun júni og á næsta ári er röðin aftur komin að Upplýsingu að standa fyrir fundinum. Þórdís T. Þórarinsdóttir NVBF - Samband félaga norrænna rannsóknarbókavarða Nordiske vitenskapelige biblioteksforeningers forbund NVBF er samstarfsvettvangur bókavarðafélaga á Norðurlöndunum fimm. Sambandið var stofnað árið 1947 og er höfuðmarkmið þess að styðja og þróa samvinnu milli nor- rænna rannsóknar- og sérfræðisafna þ.m.t. háskólabókasöfn og starfsmanna þeirra. Þessu markmiði reynir NVBF að ná með því að halda tvær til þrjár opnar ráðstefn- ur á ári þar sem fjallað er um málefni sem áhugaverð þykja hverju sinni. Norrænar ráðstefnur um millisafnalán eru haldnar annað hvert ár og nokkrar svo kallaðar hring- borðsráðstefnur hafa verið haldnar en til þeirra er völdum sérfræðingum boðið. Einnig voru sumarskólar haldnir nokkrum sinnum á vegum NVBF en nokkuð er síðan þeir hafa verið á dagskrá sambandsins. Skipulagðar náms- og kynnisferðir eru reglulega í boði og hafa mælst mjög vel fyrir. Þá býður NVBF árlega styrki til námsferða innan Norðurlandanna, fímm styrkir eru í boði og gert ráð fyrir einum styrk á hvert land. Upphæðin er nú 7.000 norskar krónur sem ættu að nægja fyrir ferð og uppihaldi í fáeina daga. Þessir styrkir eru aug- lýstir á póstlistum bókavarða síðari hluta sumars ár hvert með umsóknarfresti til 1. október. Reglur um styrkinn fýlgja auglýsingunni en á vef NVBF má lesa skýrslur frá þeim sem hafa fengið styrki undanfarið. Af öðrum viðfangsefnum má nefna útgáfustarfsemi, margir þekkja Nordiske fjern- lánsfakta sem hafa komið í nokkrum útgáfum. NVBF hefur einnig haft forgöngu um samstarf um ókeypis millisafnalán innan Norðurlanda (Nordisk Frikreds for Fjemlán) og norrænan póstlista fyrir millisafnalán. Nánari upplýsingar um alla þætti starfsem- innar er að fínna á vef NVBF: http://www.dpb.dpu.dk/nvbf/nvbf.html 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 29

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.