Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða næstkomandi en sú stofnun hefur verið bakhjarl margra norrænna samstarfsverkefna, t.d. á vegum NVBF sem sagt verður frá hér á eftir. Leiðtogafundur um upplýsingasamfélagið {World Summit on the Information So- ciety) hefur einnig verið á dagskrá. Fulltrúar í norrænu félögunum hafa beitt sér innan IFLA íyrir því að gera hlut bókasafnanna í yfirlýsingu og aðgerðaáætlun Leiðtoga- fundarins meiri og sýnilegri og koma starfsemi þeirra og mikilvægi á framfæri. í upp- haflega skjalinu voru bókasöfn nefnd einu sinni en skólar 120 sinnum. Að mati IFLA náðist verulegur árangur í því að gera bókasöfn gildandi í upplýsingasamfélaginu. Norræna ráðherranefndin, Norræna húsið sér um úthlutun, og menntamálaráðu- neytið hafa veitt styrki til að taka þátt í samstarfi norrænna bókavarðafélaga og NORDINFO veitti einu sinni ferðastyrk. Styrkimir hafa að mestu staðið undir ferða- kostnaði og hafa verið félaginu mikilvægir. Stjóm Upplýsingar telur mjög gagnlegt og mikilvægt að félagið taki þátt í í sam- starfí norrænna bókavarðafélaga eftir föngum og væntir góðs af samstarfinu í framtíð- inni. Samstarfið auðveldar félaginu að fylgjast með því sem er á döfínni hjá öðmm bókavarðafélögum og í bókasafnasamfélaginu almennt. Samstarfið er lykilatriði í evrópskri og alþjóðlegri samvinnu auk þess sem það hefur áhrif á starf félagsins hér á landi og víkkar sjóndeildarhring þess. Næsti fírndur norrænu bókavarðafélaganna verður haldinn í Oslo í byrjun júni og á næsta ári er röðin aftur komin að Upplýsingu að standa fyrir fundinum. Þórdís T. Þórarinsdóttir NVBF - Samband félaga norrænna rannsóknarbókavarða Nordiske vitenskapelige biblioteksforeningers forbund NVBF er samstarfsvettvangur bókavarðafélaga á Norðurlöndunum fimm. Sambandið var stofnað árið 1947 og er höfuðmarkmið þess að styðja og þróa samvinnu milli nor- rænna rannsóknar- og sérfræðisafna þ.m.t. háskólabókasöfn og starfsmanna þeirra. Þessu markmiði reynir NVBF að ná með því að halda tvær til þrjár opnar ráðstefn- ur á ári þar sem fjallað er um málefni sem áhugaverð þykja hverju sinni. Norrænar ráðstefnur um millisafnalán eru haldnar annað hvert ár og nokkrar svo kallaðar hring- borðsráðstefnur hafa verið haldnar en til þeirra er völdum sérfræðingum boðið. Einnig voru sumarskólar haldnir nokkrum sinnum á vegum NVBF en nokkuð er síðan þeir hafa verið á dagskrá sambandsins. Skipulagðar náms- og kynnisferðir eru reglulega í boði og hafa mælst mjög vel fyrir. Þá býður NVBF árlega styrki til námsferða innan Norðurlandanna, fímm styrkir eru í boði og gert ráð fyrir einum styrk á hvert land. Upphæðin er nú 7.000 norskar krónur sem ættu að nægja fyrir ferð og uppihaldi í fáeina daga. Þessir styrkir eru aug- lýstir á póstlistum bókavarða síðari hluta sumars ár hvert með umsóknarfresti til 1. október. Reglur um styrkinn fýlgja auglýsingunni en á vef NVBF má lesa skýrslur frá þeim sem hafa fengið styrki undanfarið. Af öðrum viðfangsefnum má nefna útgáfustarfsemi, margir þekkja Nordiske fjern- lánsfakta sem hafa komið í nokkrum útgáfum. NVBF hefur einnig haft forgöngu um samstarf um ókeypis millisafnalán innan Norðurlanda (Nordisk Frikreds for Fjemlán) og norrænan póstlista fyrir millisafnalán. Nánari upplýsingar um alla þætti starfsem- innar er að fínna á vef NVBF: http://www.dpb.dpu.dk/nvbf/nvbf.html 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: