Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 55

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 55
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafrœða þjóðlegt skírteini um fæmi í upplýsingalæsi (IILC - Intemational Infonnation Literacy Certificate). Cristóbal Pasadasa Urena hélt fram kostum þessa prófs og myndi mark- mið þess vera að styrkja upplýsingalæsi og fæmi í að nota upplýsingar og með því yrði komið á nokkurs konar gæðamati á fæmi starfsfólks og viðmið í kennslu í upp- lýsingalæsi. Sheila Webber var á öndverðum meiði og helstu rök hennar fyrir því vom að upp- lýsingalæsi væri flókið hugtak og krefðist ýmissa aðferða við nám, kennslu og mat. Þarfír fólks fyrir upplýsingar væm misjafnar, bæði milli manna og eins eftir stað og tíma. Sama manneskjan upplifði þörfína fyrir upplýsingalæsi á mismunandi hátt undir ýmsum kringumstæðum, t.d. í skóla, á vinnustaðnum eða sem almennur borgari. Ein- földun væri að telja að eitt próf gæti átt við alls staðar. Þetta vom athyglisverðar um- ræður og em fýrirlestramir á vefnum. Upplýsingaþjónusta Rafræn upplýsingaþjónusta hefur verið í brennidepli um nokkurt skeið. Undir fýrir- sögninni Reprofessionalisation of reference work: interaction in the physical and the virtual library var m.a. rýnt í stöðuna í þýskum, dönskum og áströlskum bókasöfnum. Vera Daugaard sagði frá danskri tilraun „Net librarian“ þar sem almennings- og sérfræðisöfn sameinuðust um að veita upplýsingaþjónustu á Netinu. I fýrstu vom al- menningssöfnin ein um þetta en árið 2002 hófst samvinnan og var tilgangur hennar að almenningur ætti líka aðgang að gögnum og sérhæfíngu sérfræðisafnanna. Tilraunin tókst vel þótt yfírstíga þyrfti ýmis vandamál tengd tækni og mannlegum samskiptum. „Net Librarian“ þjónustan er nú opin 84 tíma á viku og ekkert eitt safn gæti staðið undir svo löngum opnunartíma. Hermann Rösch fjallaði um rafræna upplýsingaþjónustu í Þýskalandi og kvað hana vera mun seinna á ferðinni en sambærileg þjónusta í enskumælandi löndum og á Norðurlöndum. Ástæðuna taldi hann vera mismunandi hefðir, í bókasöfnum í Þýska- landi hefði verið lögð meiri áhersla á söfnun en miðlun. Þetta væri þó að byrja að breytast með tilkomu Netsins og taldi hann Þýskaland geta lært mikið af söfnum áður- nefndra landa. Alþjóðavœðing og lýðrœði Einn af „Plenary Session“ fyrirlestrunum, þ.e. þeir sem voru í hádeginu og allir gátu sótt, bar þetta heiti og var fluttur af Jeanette Hofmann. Jeanette benti í fýrirlestri sín- um á að tengsl milli lýðræðis og alþjóðavæðingar væru orðin flóknari á seinni árum, hinn almenni borgari hefði æ minni tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt eftir því sem alþjóðavæðingin ykist. Lýðræðið virkaði ekki á alþjóðlegum vettvangi, bara inn- an þjóðríkis þar sem fólk ætti sameiginlega sögu og menningu. Hún tók dæmi um hvemig tekst til þegar reynt er að nota hefðbundnar lýðræðisaðferðir utan þjóðríkis. Það var tilraun með kosningar á Netinu þar sem notendur þess gátu tekið þátt í kosn- ingum um stjóm þess og gekk sú tilraun engan veginn upp. Þessi fyrirlestur var bæði góð og skemmtileg tilbreyting frá hinum annars ágætu faglegu fyrirlestmm Kynningar á gagnasöfnum í tengslum við viðamiklar ráðstefnur sem IFLA er í dag iðulega boðið upp á kynning- ar á rafrænu efni. Á ráðstefnunni í Berlín bauðst t.d. kynning á Web ofScience, Litera- ture Online og Proquest, sem einmitt hafði nýlega komið fram með nýtt viðmót. Á Hotel Inter-Continental var ítarleg kynning og fundir með framleiðendum Jstor. Þar sem Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands hafði nýverið keypt aðgang að efni þeirra á viðskiptasviði var upplagt að nýta þetta tilboð um að kynna sér gagna- safnið. Veitt var gott yfírlitt yfír gagnasönf JStor og síðan ítarleg sýnikennsla á leitar- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: