Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 19
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
þar sem tveir nutu efnis hennar. Hér í blaðinu eru flestir fyrirlestranna birtir, ýmist á
styttu formi eða í nær fullri lengd.
Úr setningarávarpi formanns um stöðu bókasafns- og upplýsingamála hér á landi
Síðastliðin 10 ár, eða frá því að Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn var opnað í
Þjóðarbókhlöðu þann 1. desember árið 1994, hafa orðið meiri breytingar á starfsum-
hverfi bókasafna en nokkru sinni áður á jafnskömmum tíma, frá því að safnastarf
hófst á íslandi. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að því að hvert bókasafnið á
fætur öðru flytur í ný og glæsileg húsakynni sem hæfa betur þeirri merku og mikil-
vægu starfsemi sem söfnin standa fyrir. Hin hraða uppbygging bókasafnanna undan-
farin ár hefur haft mikil og jákvæð áhrif á starfsfólk bókasafna og upplýsingamið-
stöðva í heild að því ógleymdu að aðsókn að söfnunum hefiir stóraukist sem og notk-
un þeirra en sífellt meiri kröfur eru gerðar til bókasafna um að vera miðstöðvar visku
og þekkingar, brúa bilið og jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum og þekk-
ingu.
Af öðrum merkustu nýjungunum í bókasafns- og upplýsingamálamálum hér á
landi má nefna landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum sem aðgengileg
eru um vefínn hvar.is. Landsaðganginum var komið á með samstilltu átaki mennta-
málaráðuneytisins og bókasafna landsins. Meginmarkmiðið með þessu verkefni er að
tryggja landsmönnum öllum aðgang að rafrænu hágæðaefni um Netið. Að bókasöfn,
fyrirtæki og stofnanir standa sameiginlega straum af kostnaði við verkefnið þýðir að
öll bókasöfn jafnt stór sem smá geta boðið viðskiptavinum sínum aðgang að rafrænu
efni auk þess sem aðgangurinn er inni á hverju nettengdu heimili. Með sameiginlegu
átaki er tryggður lægri heildarkostnaður á landsmælikvarða og meira fæst fyrir minna
íjármagn en annars hefði verið. Smærri söfn geta því tekið þátt í að veita aðgang að
gagnasöfnum, sem voru þeim áður algerlega ofviða vegna kostnaðar. I þessu sam-
bandi má einnig nefna að íslenskt þjóðfélag er ekki lengur einsleitt heldur stefnir hrað-
byri í átt til ijölmenningarlegs samfélags. Það skapar nýjar kröfur til bókasafna lands-
ins við að mæta þörfum nýrra þegna og er aðgangur að rafrænu efni jafnframt innlegg
til að mæta þeim kröfum
Þá má nefna að í uppbyggingu er miðlægt tölvuvætt bókasafnskerfi - Gegnir - sem
þjóna á landinu öllu. Kerfið var opnað almenning þann 19. maí 2003 og kemur í stað-
inn fyrir gamla Gegni, Feng og önnur þau bókasafnskerfi, sem nú eru notuð. Mark-
miðið er að eitt sameiginlegt bókasafnskerfi leiði til meiri skilvirkni og bættrar þjón-
ustu við almenning jafnt sem mennta-, menningar- og vísindasamfélagið.
Þann 15. janúar síðastliðinn skilaði Nefnd um lög um bókasöfn niðurstöðum sínum
til menntamálaráðherra. Þar var m.a. lagt til að sett yrðu heildarlög um bókasöfn sem
yrðu í þágu bókasafnanna, starfsemi þeirra og síðast en ekki síst í þágu viðskiptavina
safnanna.
Samfélagsgerðin breytist óðfluga. Um þessar mundir er hún kennd við upplýsingar
og þekkingu. Er það tímanna tákn - og til marks um alþjóðlega vakningu um hve að-
gengi að upplýsingum er mikilvægt - að í desember síðastliðnum var fyrsti Leiðtoga-
fundurinn um upplýsingasamfélagið haldinn í Genf og seinni hluti hans er á áætlun
haustið 2005. Eitt helsta áhyggjuefnið er hvemig megi brúa hina svokölluðu „stafrænu
gjá“ (e. digital divide) eða mismunun í aðgengi hinna ýmsu hópa þjóðfélagsins að
upplýsingasamfélaginu og tækni þess og möguleikum.
Bókasöfn gegna veigamiklu hlutverki í upplýsingasamfélaginu. Meðal annars með
því að nýta upplýsingatæknina geta þau opnað greiðan aðgang að upplýsingum og
þekkingarmiðlum. Þannig stuðla þau að aukinni uppfræðslu og lýðræðislegri þátttöku
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 19