Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 16
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Nett i Norden
Samvinna almenningsbókasafna á Norðurlöndunum
Fyrir tilstilli samstarfshóps forsvarsmanna norrænu bókavarðafélaganna (Nordisk
bibliotekfomingsmote) var dagana 21. til 22. nóvember 2003 haldin ráðstefna um
samvinnu almenningsbókasafna á Norðurlöndunum. Ráðstefnan, sem nefndist Nett i
Norden. Folkebiblioteksamarbeid mellom de nordiske land, var haldin í Vettre í
Asker, rétt utan við Osló.
Þátttakendur í ráðstefnunni vom eftirfarandi norrænir samstarfshópar (etablerte
nettverk i Norden): Tónlistarhópur, Bókabílahópur, PR-hópur norrænna bókasafna,
Bókasafnavaktin (Bibliotekvakten), Böm og menning, (Bam og kultur), leiðtogar
bókavarðafélaganna (bibliotekforeningenes ledere), stéttarfélög bókavarða (fag-
foreninger som organiserer bibliotekarer), NORBOK, Bamabókasafnið Bibbi (Bam-
boksbiblioteket Bibbi), Samstarfshópurinn Orð og mynd (Nettverket Ord & Bilde).
Til leiks vom skráðir 38 þátttakendur en um 30 sóttu ráðstefnuna.
NORDBOK styrkti ráðstefnuna að öm leyti en því að þátttakendur þurftu að standa
straum af fargjaldinu. Einu þátttakendurnir héðan frá Islandi vom fulltrúar Upplýsing-
ar, en formaður og varaformaður sóttu ráðstefnuna. Enginn fulltrúi var frá PR-hópnum
þar sem hann fundaði annars staðar á sama tíma en skýrsla frá hópnum var lesin upp.
Fram kom m.a. á ráðstefnunni að fulltrúi íslands í NORDBOK, Hólmkell Hreins-
son, fer með formennsku í NORDBOK á næsta ári en hann var á fundi PR-hópsins og
sótti því ekki ráðstefnuna.
Ráðstefnan hófst með hádegisverði kl. 12 fyrri daginn en formleg dagskrá hófst
síðan klukkan 13 með því að Inger Eide-Jensen núverandi formaður NORDINFO setti
ráðstefnuna og sagði frá skipulagi og starfsáætlun NORDBOK fyrir 2004-2005. Skrif-
stofa NORDBOK hefur nú verð flutt frá Kaupmannahöfn til ABM-utvikling í Osló.
Síðan tóku við stutt erindi þar sem fúlltrúar ofangreindra samstarfshópa kynntu
umfang starfseminnar og hvað væri helst á döfinni í hverjum hóp um sig. Ennfremur
svömðu frummælendur fyrirspumum.
Um kvöldið var boðið til dýrðlegs jólahlaðborðs þar sem margir fjölbreyttir og
gómsætir réttir vom á boðstólum. Þar var hægt að bragða á öllum þeim þjóðlegu nor-
rænu réttum sem undirrituð hafði áður aðeins þekkt af afspum og var það bæði fróð-
legt og skemmtilegt fyrir bragðlaukana.
Seinni daginn var ráðstefnugestum skipt upp í fjóra hópa sem fengu tilteknar
spumingar um norræna samvinnu til að vinna með og var undirrituð fengin til að stýra
starfi eins hópsins. Hóparnir áttu meðal annars að fjalla um hvort halda ætti áfram
norrænni samvinnu og hversu víðtæk hún ætti að vera, hvort hún ætti t.d. að ná til
Eystrasaltslandanna og Bretlandseyja. Hvort formleg eða óformleg samvinna skilaði
betri árangri. Til hvaða verkefna samvinnan ætti að taka og til hvaða þátta í starfsemi
bókasafnanna. Einnig var spurt hvort samvinna bókasafna væri of takmörkuð og hvort
ætti að forgangsraða betur. Hvort of fáir tækju þátt í norrænni samvinnu og ef svo
væri hvernig væri þá hægt að virkja fleiri. Að lokum var spurt hvemig NORDBOK
gæti stutt samvinnu norrænna bókasafna. Eins og nú er gert eða eingöngu tiltekin
verkefni. Spurt vor hvort setja ætti upp gagnagrunna yfir verkefni eða þekkingu eða
jafnvel spjallþræði.
Helstu niðurstöður hópanna voru síðan kynntar eftir hópvinnuna. Komið var inn á
tungumálavandamál í norrænu samstarfi. Ekki væri lengur gefíð að Norðurlandamálin
væm töluð. Stungið var upp á nýju slagorði: Speak English - Act Nordic. Allir hóp-
amir vom sammála um að mikilvægt væri að halda áfram norrænni samvinnu. Byggð-
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 16