Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 47

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 47
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða sem er á Netinu en að sjálfsögðu er hægt að skrá annað efni, hvort heldur það eru bækur eða mynddiskar. Kosturinn við það að skrá námsefni á Netinu er að það er hægt að nálgast það strax. Námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla eru aðgengilegar á Menntagátt. Þær hafa verið skráðar í gagnagrunn sem gerir leit í þeim markvissa og auðvelda. Ávinningur af því er meðal annars að það auðveldar gerð skólanámsskráa og einstaklingsmiðaðra námsskráa. Upplýsingasíður um mat og viðurkenningu á námi er að fínna á Menntagátt, svo og margvíslegar upplýsingar og fréttir sem snerta fatlaða. Undir síðum skólastiga er að fmna landakort þar sem finna má upplýsingar um skóla. Efni um erlent samstarf er komið á framfæri á Menntagátt og líka um styrki er snerta skólastarf. Daglega eru birtar nýjar fréttir af skólamálum og vel er fylgst með því helsta sem er á döfínni og snertir menntamál í víðu samhengi. Menntagátt hefur líka umræðuþing. Málefnið sem nú er til umfjöllunar á umræðuþingi Menntagáttar er stytting framhaldsskólanáms. Allir sem skrá sig fá aðgangsorð sent og geta þá tekið þátt í umræðunum. Stöðugt bætist við nýtt efni á Menntagátt, bæði skráningar á lýsigögnum um náms- efni og einnig margs konar annað efni. Margt er í undirbúningi, svo sem að bjóða upp á annars konar leitarmöguleika. Markmiðið er að vefurinn sé fýrirmynd annarra upp- lýsingavefja og þjóni notendum sínum sem best. Því er öllum ábendingum og athuga- semdum vel tekið. Menntagátt er samstarfsverkefni milli menntamálaráðuneytisins og Hugar hf. Skrifað var undir samning í kjölfar útboðs ráðuneytisins þann 19. desember 2002, þess efnis að smíði og rekstur Menntagáttar yrði í höndum Hugar hf. Með að því að koma upp Menntagátt var ráðaneytið að fylgja eftir markmiðum sínum varðandi efl- ingu á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. I árslok 2003 var síðan skrifað undir samning um að Hugur tæki að sér áframhaldandi rekstur. Menntagátt er ætlað að vera vettvangur samstarfs margra aðila sem koma að menntamálum. Þannig koma t.d. kennarar um land allt að starfsemi Menntagáttarinn- ar, m.a. með því að vinna við skráningu, gæðamat og fréttaskrif. Menntagáttin hefur einnig veitt nýsköpunarstyrki til gerðar námsefnis á Netinu til að auka við úrval efnis. Menntagáttin er ókeypis, hún er öllum opin og öllum er velkomið að nýta hana. Björn Sigurðsson Samstarf Bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við bókasöfn Bókasafns- og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla íslands gerði á síð- asta ári samkomulag um samstarf við nokkur almenningsbókasöfn, þeirra á meðal Bókasafn Reykjanesbæjar. Markmið samkomulagsins er að mynda tengsl milli há- skólanáms í bókasafns- og upplýsingafræðum og starfsemi almenningsbókasafna á vettvangi, báðum aðilum til hagsbóta. Gert er ráð fyrir að verkefni, sem unnin eru sem hluti af þessu samkomulagi, séu báðum aðilum að kostnaðarlausu nema hvað félags- vísindadeild skuldbindur sig til að greiða fyrir aðstoð með rannsóknarverkefnum ef starfsmaður bókasafns tekur slíkt að sér. Almenningsbókasöfnin bjóðast til að taka við hópum nemenda í stuttar heimsóknir þar sem starfsemi safnanna er kynnt og eru slíkar heimsóknir hluti af náminu. Einnig bjóðast þau til að taka nemendur í vettvangsnám í eina viku í senn og veita nauðsyn- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Aðgerðir: