Fregnir - 01.03.2004, Page 21
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
undaheimsókna á bókasöfn. Þeim styrkjum er úthlutað jafnóðum og þær berast skrif-
stofii nefndarinnar.
Gangur styrkumsóknanna er sá að umsóknum er skilað til skrifstofu NORDBOK
(sem nú er staðsett hjá ABM-utvikling í Oslo). Þýðingarstyrkjunum er úthlutað haust
og vor í tengslum við reglulega fundi í NORDBOK en verkefnastyrkjunum er úthlut-
að á vorfundinum sem alla jafna er haldin í lok maí eða byrjun júní. Eins og áður
sagði er enginn sérstakur úthlutunarfrestur fyrir rithöfundaheimsóknir á bókasöfn.
Auk þessa gefur nefndin út tímaritið Nordisk litteratur sem gefíð er út á ensku og
Norðurlandamálunum og fjallar um norrænar nútímabókmenntir. Ritinu er dreift
ókeypis til þeirra sem þess óska og er gott hjálpartæki við innkaup og umfjöllun um
norrænar bókmenntir á bókasöfnum. Sérstök ritstjóm er að ritinu og fulltrúi Islands í
henni er nú Jón Yngvi Jóhannsson. Unnið er að því að gera eldri árganga af ritinu að-
gengilega á slóðinni: www.nordic-literature.org
Auk þessa hefur NORDBOK haft fmmkvæði af nokkmm verkefnum og sækir þá
um sértaka fjárveitingu til Ráðherranefndarinnar í svokallaða „Strategisk pulje“.
Dæmi um slík verkefni er „Kompetanceudvikling for medarbejdere i kulturinstitu-
tioner - omstilling til multikulturelt samfúnd“ en því verkefni er nýlokið annað verk-
efni fjallar um rithöfunda af öðmm uppmna en norrænum sem búa og skrifa á Norður-
löndunum. Nú er verið að vinna að sýningu á vegum NORDBOK „Nordisk mer enn
Skandinavisk“ sem ætlað er að sett verði upp á ráðstefnu IFLA í Oslo 2005.
Annað
Umsóknir til Nordisk kulturfond er varða bókasafnsmál og bókmenntir koma til um-
sagnar. Einnig hefur NORDBOK fmmkvæði að eigin verkefnum - sem sótt er um í
„Den strategiske pulje“ hjá ráðherranefndinni www.nordbok.org
Hólmkell Hreinsson (holmkell@akureyri.is)
NORDINFO
Norræna samstarfsnefndin urn vísindalegar upplýsingar
NORDINFO eða Norræna samstarfsnefndin um vísindalegar upplýsing-
ar hefur starfað í tæplega 30 ár á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Nefndin tók til starfa 1. janúar 1977 og starfaði til 1. janúar 2004 en þá
var hún lögð niður. Ætlunin er þó að sjálf starfsemin haldi áfram í fram-
tíðinni í breyttri mynd og verður íjallað um það nánar hér á eftir.
Upphaflegur tilgangur og markmið NORDINFO var að beita sér fyrir samvinnu
Norðurlandaþjóðanna hvað varðaði rannsóknarbókasöfn og upplýsingamál. Stefna
NORDINFO fólst í ljórum meginþáttum: að fýlgjast með þróun upplýsingamála í
þátttökulöndunum og á alþjóða vettvangi, að stuðla að og samræma upplýsingamiðlun
í hverju landi fyrir sig, milli Norðurlandanna innbyrðis og svo Norðurlandanna og
annarra landa, að eiga fmmkvæði að rannsóknum og verkefnum sem lúta að upplýs-
ingamiðlun og að veita norrænum stofnunum og stofnunum hinna einstöku landa
ráðgjöf og upplýsingar.
I stjóm stofnunarinnar vom upphaflega þrír fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi en tveir frá Islandi. Einn frá hverju landi sat í framkvæmdaráði og
kom það saman tvisvar á ári til stefnumörkunar og ákvörðunartöku. A síðustu ámm
hefur þessu verið öðm vísi háttað og frá hverju landanna fímm hafa verið einn aðal-
maður og einn varamaður í stjóm og hafa fúndir verið haldnir Qómm sinnum á ári.
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 21