Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði hóf í gærkvöldi yfirheyrslur yfir 25 ára gömlum karlmanni sem grunað- ur er um að hafa kveikt í í bænum Hvalnesi í Lónssveit í gærmorgun. Húsið er um 200 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Bifreið í eigu mannsins fannst mikið skemmd utan vegar nokkra kílómetra frá Hvalnesi að sögn sýslumannsins á Hornafirði. Björgunarsveitir og lögregla leit- uðu mannsins í gær. Faldi sig í útihúsum Maðurinn gaf sig fram við bónd- ann á Reyðará um kl. 15.30 í gær en þar hafði hann falið sig í útihúsum. Björgunarsveitarmenn höfðu leitað hans þar en ekki fundið, en felustað- ur mannsins mun hafa verið afar góður. Bóndinn á Reyðará hringdi í lögregluna á Höfn sem kom og hand- tók manninn. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir íkveikju á Önundarfirði og í verslun á Hornafirði. Tilkynnt var um brunann til lög- reglunnar á Höfn klukkan rúmlega sjö í gærmorgun. Slökkvilið á Höfn fór á staðinn en þá var húsið, sem var timburhús, alelda og ekki varð við neitt ráðið. Húsið sem brann er gam- alt sveitabýli sem notað var sem sumarbústaður og var nýbúið að gera það upp. Húsið var mannlaust og er gjörónýtt. Jörðin er í eigu hlutafélags og einn af eigendunum er Sigurður Þórodds- son lögmaður. Félagið var nýbúið að gera upp húsið. Sigurður segir að allt innbú hússins hafi verið endur- nýjað því maðurinn, sem grunaður er um íkveikjuna, hafi brotist inn í húsið fyrir einu ári og eyðilagt innbúið. Þá varð mikið tjón. Sigurð- ur segir að félagið sé að einhverju leyti tryggt fyrir tjóninu en bruna- bótamat hússins er gamalt. Íbúðarhúsið á Hvalnesi eyðilagðist í eldinum. Handtek- inn grun- aður um íkveikju í Hvalnesi SKRIFAÐ var undir nýjan kjara- samning í gærmorgun milli félaga starfsmanna hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík og Samtaka atvinnu- lífsins en að samningnum koma átta stéttarfélög. Samningurinn kveður á um 21% hækkun launa á samnings- tímanum, en auk þess var samið um nýja launaþætti sem gætu gefið starfsmönnum allt að 10–15% viðbót- arhækkanir. Haldnir voru um 50 samningafundir frá því í lok septem- ber sl., en viðræðunum var ekki vís- að til meðferðar hjá ríkissáttasemj- ara. Samningurinn gildir í fjögur ár, frá 1. desember árið 2000 til 30. nóv- ember árið 2004. Þetta er lengsti samningur sem nokkru sinni hefur verið gerður hjá fyrirtækinu. Hann- es G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir það afar mikilvægt fyrir fyrirtækið að fá rekstraröryggi til svo langs tíma. Hann segir að starfs- menn njóti þess í launahækkunum að samningstíminn sé svo langur. Því til viðbótar var samið um nokkra nýja launaþætti sem gætu gefið starfsmönnum færi á allt að 10–15% viðbót- arhækkunum, án þess að auka kostnað sam- svarandi hjá fyrirtækinu, þar sem ýmis útgjöld lækka ef markmiðin nást. Að sögn Hannesar er hér fyrst og fremst um að ræða tvo nýja bón- usa þar sem hagsmunir fyrirtækis- ins og starfsmanna fara saman. Ann- ar bónusinn heitir öryggis- og umgengnisbónus, sem að sögn Hannesar er nokkuð úthugsaður og byggist á því að starfsmenn beri allt- af persónulegar hlífar og fylgi ör- yggis- og umgengnisreglum. „Þetta ætti að koma í veg fyrir slys og brunatjón og minnka bruna- hættu og það gætu sparast nokkrar fjárhæðir af þessum völdum ef ástandið í þess- um efnum batnar. Þetta verður byggt á úrtakskönnun- um og allvís- indalega að þessum þætti staðið.“ Í öðru lagi er um að ræða nýtingar- og gæðabónus, en þar er árangur metinn út frá reynslu fyrri ára. Hannes segir að menn renni nokkuð blint í sjóinn hvað varðar launa- hækkanir og kostnaðarlækkanir hjá fyrirtækinu, en í því ætti að geta náðst jafnvægi. „Þetta mun örugg- lega leiða til bætts rekstrar og meira öryggis. Og ég held að báðir aðilar megi vel una við þessa niðurstöðu.“ Bónusar vega upp samningstímann Gylfi Ingvarsson, sem situr í samninganefnd starfsmanna, sagði að menn hefðu áhyggjur af nokkrum atriðum í samningnum, þar á meðal lengd samningstímans. „Við erum minnugir þess hvað gerðist á síðasta samningstímabili. Við erum með fastlaunasamning og það var launa- skrið á almennum markaði sem við fylgdum ekki. Þá voru uppsagnir á síðasta tímabili sem menn voru ósáttir við. En það er horft til þess að menn hafi lært af reynslunni og að önnur samskipti verði í náinni fram- tíð.“ Gylfi segir að væntingar til bónusa og að þeir skili sér hafi vegið upp á móti lengd samningstímans, enda séu þá meiri líkur á því að menn haldi í við hugsanlegt launaskrið á almennum markaði. Þá sagði Gylfi að gerðar hefðu ver- ið mikilvægar breytingar varðandi starfsaldurshækkanir sem ætlað er að koma til móts við nýja starfs- menn, enda hafi verið mikil hreyfing á mannskap og margir staðið stutt við. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið föstudaginn 19. janúar. Nýr samningur starfsmanna við ÍSAL var undirritaður í gær Launahækkanirnar á samningstímanum 21% FJÁRMÁLARÁÐHERRA gagn- rýnir málflutning Samtaka iðnaðar- ins í kjölfar útboðs Ríkiskaupa í við- gerð á tveimur varðskipum Landhelgisgæslunnar. Samtökin, ásamt Félagi járniðnaðarmanna, hafa farið þess á leit við stjórnvöld að þau beiti sér fyrir því að viðgerðin á skipunum fari fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum en lægstu tilboð í verkið komu frá Póllandi og Spáni. Geir H. Haarde segir við Morgun- blaðið, þegar hann er spurður um viðbrögð vegna málsins, að benda megi á að Samtök iðnaðarins hafi gengið hvað lengst í umræðunni um inngöngu í Evrópusambandið og að Íslendingar eigi þar með að undir- gangast evrópskar reglur. Menn geti ekki bæði haldið og sleppt, með því að biðja stjórnvöld um að víkja síðan frá reglum Evrópska efnahagssvæð- isins, EES. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði við Morgunblaðið í vikunni að sá möguleiki kæmi til greina að breyta t.d. útboðsgögnum þannig að þau væru öll á íslensku, líkt og Danir hefðu gert. Fjármála- ráðherra, sem fer með málefni Rík- iskaupa, segir að ekki sé hægt að breyta útboðsreglunum í einu vet- fangi. Þær byggist á reglum Evr- ópska efnahagssvæðisins, EES, og stjórnvöld hafi engar heimildir til að víkja frá þeim reglum. „Ef ekki er farið eftir þessum reglum eiga menn yfir höfði sér að- gerðir af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA. Spurningin í þessu máli er fyrst og fremst sú hvernig vinna eigi úr tilboðunum í varðskipin og hvort eitthvað svigrúm sé eftir að loknu út- boði. Málið snýst um hvort réttlæta megi það að íslenskar skipasmíða- stöðvar taki verkefnið að sér innan ramma útboðsins. Þannig er heimilt að reikna með kostnaði sem hlýst af því að sigla skipunum milli landa. Skoða þarf alla slíka þætti og mér skilst að verið sé að kanna tilboðin á grundvelli reglnanna og út frá ýms- um sjónarmiðum, íslenskum hags- munum þar á meðal,“ segir Geir. Dómsmálaráðherra segir málið vera vandasamt Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra, sem Landhelgisgæslan heyrir undir, segir í samtali við Morgunblaðið að eðlilegt sé í þessu útboði vegna varð- skipanna að skoða flutnings- og eft- irlitskostnað í erlendum tilboðum við samanburð við önnur tilboð. „Hér er um vandasamt mál að ræða. Auðvitað viljum við öll að ís- lensk iðnfyrirtæki og verktakar séu samkeppnisfær og fái sem stærstan hlut þeirra verka sem hið opinbera kaupir. Ég hef því skilning á þeim sjónarmiðum sem færð eru fram af íslenska iðnaðinum,“ segir Sólveig en hún átti fund með fulltrúum iðn- aðarins í síðustu viku. Hún bendir á að útboðsreglur séu miðaðar við að sem mest samkeppni ríki á markaðn- um. Verð vöru og þjónustu, sem keypt sé í þágu skattgreiðeinda, sé þá eins lágt og mögulegt er. „Til viðbótar við íslenskrar reglur um opinber útboð þarf að taka tillit til reglna í EES-samningnum og frí- verslunarsamningnum sem Ísland er aðili að. Hins vegar verðum við að tryggja að íslensk fyrirtæki standi ekki verr að vígi en önnur og njóti þess hagræðis sem viðskipti við þau hafa upp á að bjóða fram yfir hin er- lendu,“ segir Sólveig. Ríkiskaup vinna nú að því að bera saman tilboðin sem bárust í útboðinu vegna fyrirhugaðra breytinga á tveimur varðskipum. Sólveig segir að svo virðist sem kostnaður, sam- kvæmt tilboðunum, sé yfirleitt hærri en ætlað var þegar ráðið var í útboð- ið. Það kunni að leiða til samdráttar í framkvæmdunum, sem skipt var í fjóra þætti. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum er niðurstaðna að vænta eftir helgi í þessu máli. Fjármálaráðherra um kröfur Samtaka iðnaðarins um smíði varðskips Menn geta ekki bæði hald- ið og sleppt BISKUP Íslands, Karl Sigur- björnsson, vígir á morgun Salóme Huld Garðars- dóttur til kristniboðs- starfa á vegum Sambands ís- lenskra kristni- boðsfélaga. Heldur hún til Kenýju á mið- vikudag og byrj- ar þar á námi í svahili. Vígsluathöfn- in fer fram í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sem hefst klukkan 11. Biskup prédikar í guðsþjónustunni en vígsluvottar eru Jónas Þórisson, formaður SÍK, Birna G. Jónsdóttir, sem lengi hefur starfað í Eþíópíu, Skúli Svavarsson, framkvæmda- stjóri SÍK og sr. Kjartan Jónsson en hann starfaði um árabil í Ke- nýju. Salóme Huld lauk kennaraprófi frá Háskólanum á Akureyri síðast- liðið vor og hefur í haust stundað nám við skóla norska lútherska kristniboðssambandsins í Osló í Noregi. Sinnir fyrst starfi meðal kvenna „Ég byrja á verkefni í Pókothér- aði í vesturhluta landsins og kem einkum til með að sinna starfi með- al kvenna,“ sagði Salóme Huld í samtali við Morgunblaðið. Hún kvaðst hafa allgóða hugmynd um hvað biði hennar úti en árið 1997 var hún í hópi ungmenna sem heimsóttu starfssvæði SÍK til að kynna sér störf kristniboða þess. „Ég er því búin að kynna mér svo- lítið um starfið og menningu þjóð- arinnar og ég byrja á að fara í tveggja til fjögurra mánaða nám í svahili sem er grundvöllur fyrir því að geta starfað í landinu,“ segir Salóme Huld ennfremur. Þrír kristniboðar eru nú við störf í Kenýju og einn í Eþíópíu. SÍK styður einnig fjárhagslega gerð kristnilegs útvarpsefnis sem sent er til Kína. Salóme Huld verður kvödd á samkomu í húsi KFUM og K við Holtaveg kl. 17 á morgun og mun hún flytja ávarp þar. Vígð til kristni- boðsstarfa á morgun Salóme Huld Garðarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.