Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ þessum efnum og lífshlaupið allt er einstakt afrek. Eiginkona Þorsteins var Ásdís Jesdóttir frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau tíu börn. Ásdís lést á sl. ári. Með þeim hjónum og börn- unum og fjölskyldum þeirra var mik- ill kærleikur. Við Hjördís og Árni kveðjum góð- an vin og vottum systkinunum og fjölskyldum þeirra samúð okkar og biðjum þeim blessunar Guðs. Árni Guðmundsson. Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins,er látinn á ní- tugasta aldursári. Með Þorsteini er fallinn einn gagnmerkasti leiðtogi og brautryðjandi íþrótta- og æskulýðs- starfs á Íslandi á liðinni öld. Á það jafnt við um skipulagsmál innan íþróttahreyfingarinnar, skóla- íþróttir og önnur íþróttaleg sam- skipti af hálfu opinberra aðila sem og uppbyggingu íþróttamannvirkja og félagsheimila um land allt og er þá fátt eitt upptalið sem Þorsteinn lét sig varða og kom að á sinni löngu starfsævi. Þorsteinn Einarsson var fæddur í Reykjavík 23. nóv. 1911, sonur hjónanna Einars Þórðarsonar og Guðríðar Eiríksdóttur. Eftir stúdentspróf flutti hann til Vestmannaeyja og gerðist þar kenn- ari við Gagnfræðaskólann. Þá varð hann fljótlega umsvifamikill á sviði íþrótta- og félagsstarfs og vakti strax athygli fyrir vasklega framgöngu og glæsibrag. Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, en hún lést á síðasta ári. Þau eignuðust tíu börn. Með tilkomu íþróttalaga, var Þor- steinn ráðinn íþróttafulltrúi ríkisins 1941 og gegndi því starfi óslitið í 40 ár. Á þessu tímabili varð algjör bylt- ing varðandi framvindu þeirra mála sem áður er getið og Þorsteinn hafði meira og minna forystu um, á það jafnt við um höfuðborgarsvæðið sem og hinar dreifðu byggðir landsins. Við sem nutum þeirra forréttinda að vinna með honum lengri eða skemmri tíma bárum lotningarfulla virðingu og traust til hans þótt við værum ekki alltaf sammála honum um alla hluti. Okkar í milli var hann stundum kallaður „sonur Íslands“ og okkur fannst hann bera það nafn að verð- leikum sem persóna og vegna þeirra háleitu hugsjóna sem hann barðist fyrir. Leiðir okkar Þorsteins lágu saman í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar veturinn 1945, þegar ég var þar nem- andi aðeins 14 ára gamall. Þessir miklu leiðtogar, Sigurður og Þor- steinn, áttu síðan eftir að verða mikl- ir örlagavaldar í mínu lífi, góðir sam- starfsmenn og vinir sem ég á mikið að þakka. Þegar ég var 16 ára sendi Þorsteinn mig til að kenna skóla- börnum sund í Stóra-Ási í Borgar- firði og segja má að óslitið frá þeim tíma höfum við verið góðir vinir og samstarfsmenn á vettvangi íþrótta- og félagsstarfs og margs að minnast í þeim efnum. Á tíu ára tímabili, 1969–1979, þeg- ar undirritaður var form. UMFÍ, átt- um við oft samleið í heimsóknum okkar út á land og til erindreksturs og leiðbeiningar okkar félögum þar. Í því sambandi vil ég einnig nefna vin okkar og samstarfsmann Gísla Hall- dórsson, arkitekt og fyrrv. forseta ÍSÍ. Þegar íþróttasaga Íslands kem- ur út hygg ég að þeirra félaga Þor- steins og Gísla verði getið á verðugan og viðeigandi hátt, fyrir samstarf þeirra að uppbyggingu og hönnun íþróttamannvirkja og félagsheimila um land allt. Að mínu mati er sú mikla uppbygging mesti og besti stuðningur sem landsbyggðinni hef- ur hlotnast frá opinberum aðilum á sögulegum tíma, vegna þeirra styrkja sem komu frá Íþróttasjóði og Félagsheimilasjóði. Í embættistíð Þorsteins vakti það jafnan athygli mína að hvar sem hann fór mætti hann sem sívinnandi leiðsagnaraðili og átti það jafnt við um íþrótta- og félagsstarf sem og uppbyggigu mannvirkja og rekstur þeirra. Hann fór jafnan akandi á sínum einkabíl og hygg ég að hann hafi gert það til þess að geta stoppað sem víðast því Þor- steinn var mikill náttúruunnandi og raunar um margt vísindamaður á því sviði, gaf m.a. út bækur um fugla. Á þessum ferðum þurfti Þorsteinn líka víða að koma og veit ég að frá þessum árum á hann marga vini og kunn- ingja sem þá voru að hasla sér völl sem umsjónarmenn og rekstraraðil- ar íþróttamannvirkja og félagsheim- ila og ekki var fátítt að sjá Þorstein kominn í vinnugalla til þess að að- stoða á þessum stöðum. Þá munu þakklátir íþróttakennarar og nem- endur í skólastarfi á öllum stigum minnast hans sem og nemendur Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni og Íþróttaskólans í Haukadal sem árlega nutu leiðsagnar þessa dáða leiðtoga í námi sínu í skólunum. Árið 1997 áttum við Þorsteinn o.fl. samstarf um útgáfu bókar um Haukadalsskólann og Sigurð Greips- son, bónda og skólastjóra í Haukadal. Á efri árum stóð Þorsteinn að félgsstofnun „Áhugafólks um íþróttir aldraðra“ ásamt Guðrúnu Nílsen, íþróttakennara og fl. Félagið starfar nú af miklum krafti við leiðsögn og útbreiðslu á íþróttum fyrir aldraða. Við fráfall Þorsteins verður manni hugsað til fræði- mennsku hans og skrifa sem ég hygg að þeki skrifborð hans og hillur þeg- ar hann kveður. Persónulega trúi ég því að hann hafi unnið að ritun á Íþróttasögu Ís- lands, sögu Íþróttakennarskólans á Laugarvatni og jafnvel fangbragða- sögu heimsins að svo miklu leyti sem honum vannst tími til slíkra rann- sókna nú á efri árum. Eitt er víst að Glímusaga Íslands liggur á borði hans, fullbúin til prentunar, eftir ára- tuga vinnslu á sögulegum, vísinda- legum og félagslegum grunni, sem ég þori að fullyrða að enginn hefði getað gert betur. Nú er það verkefni íþróttahreyfingarinnar og allra vina og velunnara þessa dáða leiðtoga að heiðra minningu Þorsteins með því að koma þessu verki í útgáfu sem fyrst undir forystu Glímusambands Íslands, þar við liggur heiður okkar. Undirritaður þakkar samfylgdina við góðan félaga og samstarfsmann og sendum við hjónin aðstandendum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrv. form. UMFÍ. Kveðja frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra Afreksmaður við íþróttahreyfingu og líkamsmennt Íslendinga sl. 60 ár er kvaddur með virðingu og mikilli þökk. Þegar litið er til lífshlaups Þor- steins, væri það metnaðarfullt áform að seilast með tærnar í nánd við hæl- för hans. Hann markaði djúp spor í leikvang og líf íslenskrar æsku. Hann skipulagði og stóð vörð um menntun íþróttakennara. Hann færði háleit markmið íþróttalaga frá 1940 til framkvæmda og fylgdi því verkefni eftir til hins ýtrasta. Þar var aldrei hvikað frá réttri stefnu æsku lands- ins til heilla. Þeirri staðfestu hélt hann til síðustu stunda. Að loknu opinberu starfi sem íþróttafulltrúi ríkisins beitti hann sér, ásamt góðum félögum 1985, fyrir stofnun Félags áhugafólks um íþrótt- ir aldraðra, þar fann þessi hópur óplægðan akur. Þorsteinn vann að þessu áhugamáli á margan hátt. Reynsla Þorsteins var mikilvæg. Markmiðið var að aldraðir fengju notið ánægju af hollri og hófsamri iðkun íþrótta og leikja er hentuðu aldri, áhuga og líkamsfærni hvers og eins. Af mikilli ánægju, í minningu Þor- steins, munum við eftir megni halda því starfi áfram félögum okkar og jafnöldrum til heilsubótar og gleði. Með virðingu og þökk og samúð til aðstandenda. Fyrir hönd F.Á.Í.A., Guðrún Nílsen, Hjörtur Þórarinsson. Mér er nær að halda, að ekki hefði skipt máli, hvaða starfi hinn ágæti látni og kunni borgari hefði gegnt í lífinu. Hann hefði gegnt því með sömu skyldurækninni. Þannig er þetta með fleiri, góðu heilli. Þorsteinn Einarsson, lengi íþróttafulltrúi ríkisins, er allur, næst- um níræður. Ég hefi tekið eftir því, að þeir sem leggja stund á íþróttir, endast öðrum betur. Þorsteinn var ætíð útilífsmaður og hafði í heiðri heilbrigða lífshætti. Hann lagði þeim lið, sem lögðust gegn reykingum og áfengisnautn. Ég, sem þessar línur rita, átti langa samfylgd með Þorsteini íþróttafulltrúa. Sem skólastjóri þurfti ég að sjá um, að nemendur mínir kæmust í sund, en í Þykkva- bænum var ekki sundlaug að finna. Þurfti þá að flytja börnin að Lauga- landi í Holtum, um alllangan veg. Minnist ég þess, hversu mikinn áhuga Þorsteinn sýndi því að sundið færi vel fram. Hann virtist ekki telja eftir sér að vera við símann í skrif- stofu sinni í Arnarhvoli langt fram á kvöld. Hann var embættismaður, sem vann fyrir kaupinu sínu – og vel það. Ekki veit ég, hvort hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu, en tel, að hann hefði verið vel að henni kominn. Það var gæfa íslenskri íþrótta- starfsemi, að Þorsteinn Einarsson skyldi valinn til forystu og fram- kvæmdastjórnar, eftir að íþróttalög- in voru samþykkt á Alþingi 1940, og gengu í gildi, árið eftir. Þorsteinn var aðeins tæplega þrítugur, þegar hann tók við þessu embætti. Stúdent varð hann frá MR 1932. Kenndi síðan við gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum, þar til hann varð fastur embættis- maður ríkisins. Það var hann í fjóra áratugi. Á liðnu ári sá Þorsteinn á bak ást- ríkri konu sinni, Ásdísi Guðbjörgu Jesdóttur, prests og kennara Gísla- sonar. Sá ég hann einmitt síðast í Skjóli, er hann var að heimsækja hana þar. Enn bar hann sig vel, hár og beinn. Áhugamaður er horfinn á braut, einn af þeim sem settu svip sinn á ís- lenskt þjóðlíf á seinni hluta síðustu aldar. Blessuð sé minning hans. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri. Ég trúi þessu ekki ennþá, að þú skulir allur. Ég átti eftir að heyra miklu fleiri sögur og koma miklu oft- ar í heimsókn, já það yrði nægur tími á nýja árinu. Ég kynntist þér fyrir bara tveimur árum, þegar ég byrjaði með Steina. Í fyrsta matarboðinu mínu hjá tengda- foreldrunum spurði Soffía: „Er hann búinn að kynna þig fyrir honum Steina afa? Þegar hann hefur gert það þá veistu að Steina er alvara.“ Ég kom af fjöllum og fór að hafa áhyggj- ur af því hvernig afi þú værir eig- inlega. Svo hitti ég þig og þú tókst mér svo vel og mér þótti vænt um þig á stundinni. Þú vissir svo mikið og hafðir frá svo mörgu að segja. Við ætluðum alltaf að fara saman og skoða gömlu sundlaugarrústirnar í Villingaholtshreppnum. Við mamma vorum alltaf á leiðinni með þig en tíminn flaug og fyrr en varði var það of seint. Þegar við Steini komum að sýna þér hringana varstu ánægður með nafna þinn. Þú vildir ólmur bjóða okkur og fjölskyldunni í heitt súkkul- aði og pylsur sem þú ætlaðir að sjá um sjálfur. Mér fannst mikið til þessa boðs koma. Þú lést þig ekki vanta í fyrstu kökuveisluna mína sem ég hélt síð- astliðinn febrúar á afmælinu mínu. Þú fórst létt með mínar 70 tröppur sem þurfti að fara upp á fimmtu hæð. Þú hafðir mestar áhyggjur af honum Steina mínum að hann þyrfti að bera mig upp allar þessar tröppur þegar við myndum gifta okkur. Þú hafðir komið á bílnum og fórst létt með, smásnjór var nú ekki til að hafa áhyggjur af, en rétt áður en þú komst pikkfesti Steini minn bílinn fyrir utan og varð að láta draga sig upp! Þegar ég skrifa þessar línur finnst mér sárt að hafa ekki fengið meiri tíma með þér, ég veit að þetta er frekja í mér en þú varst svo einstak- ur maður. Þú skilur við okkur með svo mikl- um virðuleik eins og þér einum var lagið. Ég veit að það var tekið vel á móti þér og þú ert sáttur. Guð geymi þig elsku Þorsteinn minn. Guðbjörg Steinunn Tryggvadóttir. Einn af merkustu sonum þessarar þjóðar er horfinn af sjónarsviðinu. Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi sem lést 5. janúar sl. var einstakur maður. Þorsteinn hafði yfirburða þekkingu á íþróttasögu Ís- lendinga allt frá fornöld til dagsins í dag. Og þó að hann hafi óspart miðlað af þekkingu sinni er örugglega ýmis þekking horfin sem ég og aðrir hefðu gjarnan viljað fræðast um en nú það of seint. Þó að Þorsteinn hafi verið orðinn aldraður fannst manni eins og hann ætti að vera áfram til staðar með upplýsingar sínar og fróðleik. Síðast mætti ég Þorsteini á Þorláks- messu akandi á bíl sínum og nokkru fyrr hafði hann haft samband til að lýsa yfir óánægju sinni með þá um- ræðu sem orðið hafði um sameiningu UMFÍ og ÍSÍ. Með þekkingu sinnu og löngu starfi fyrir báðar þessar hreyfingar sá hann fyrir hvaða ógæfuspor sumir vildu stíga. Ég kynntist Þorsteini fyrst á Landsmóti UMFÍ á Laugum 1961, en þar var hann mótsstjóri eins og hann var á öllum landsmótum ung- mennafélaga allt frá 1943 og til 1971. Enginn hefur haft jafn mikil áhrif á framgang þeirra móta, sem áður fyrr voru haldin við afar erfiðar aðstæður, en skipulagshæfileiki og myndugleiki voru einkenni Þorsteins og því gekk framkvæmd mótanna betur en hægt hefði verið að búast við. Landsmótin sem eru einskonar ólympíuleikar ungmennafélaganna hafa haft gífur- lega þýðingu fyrir byggðir landsins og hafa enn. Eftir að Þorsteinn hætti mótsstjórn að eigin ósk stýrði hann skrúðgöngum mótanna um árabil. Á árum áður hitti ég Þorstein oft á þingum héraðssambanda, þar sem hann hvatti til dáða og gaf góð ráð. Með okkur tókst fljótt vinátta sem aldrei bar skugga á, hann bar virð- ingu fyrir öflugu og mikilvægu starfi ungmennafélaganna. Þegar ég var formaður UMFÍ leitaði ég oft til Þor- steins um ýmsar upplýsingar t.d. siðareglur vegna móttöku tiginna gesta, hvernig þjóðfánum skyldi fyrir komið á stórmótum o.m.fl. Þorsteinn kunni þessi fræði betur en nokkur annar og var leitað til hans úr öllum áttum til að allt færi eftir settum reglum. Við ræddum um margt fleira, um vini hans fuglana og ferða- lög um landið. Þegar ég fyrir all- mörgum árum hugði á göngu um Hornstrandir heimsótti ég Þorstein og fékk hjá honum margar góðar ráðleggingar m.a., hvar ég skyldi leggjast á bjargbrún til að njóta hins mikla fuglalífs. Á göngu minni þar hugleiddi ég hvort starfað hefði ung- mennafélag á þessu svæði sem fyrir löngu hafði farið í eyði og ef svo væri hver gæti þá þekkt þá sögu og í fram- haldi af því komu upp hugleiðingar um mörg aflögð byggðarlög. Þegar ég kom heim hafði ég samband við Þorstein vegna allra þessara hug- renninga og spurði hvort hann væri tilbúinn að taka saman upplýsingar um öll ungmenna- og íþróttafélög sem stofnuð hefðu verið á landinu. Þorsteinn var til í slaginn og lagði ómælda vinnu í þessa samantekt, sem gefin var út fyrir nokkrum ár- um. Þetta mikilvæga og mikla starf hefði enginn annar getað unnið svo vel. Oft leituðum við ungmennafélag- ar til Þorsteins og til að fá hann til að kynna íþróttir fyrr á öldum, allt frá landnámi og fram eftir öldum. Hann hafði kynnt sér þetta efni sem nokk- ur var kostur og komið sér upp tækj- um og tólum sem áður voru notuð til leikja. Alltaf lagði Þorsteinn sömu al- úð í verkið hvort sem um fámennan eða fjölmennan hóp hlustenda var að ræða. Á Landsmóti UMFÍ í Mos- fellsbæ 1990 sýndi Þorsteinn, þá nærri áttræður, ásamt nokkrum vöskum mönnum þessar gömlu íþróttir. Sjónvarpið tók upp það sem fram fór og er það því sem betur fer geymt til komandi kynslóða. Ung- mennafélag Íslands sæmdi Þorstein æðsta heiðursmerki sínu, sem aðeins fimm einstaklingar hafa hlotið. Ég vil nú að leiðarlokum flytja þakkir mínar fyrir frábær kynni, þakkir frá ungmennafélagshreyfing- unni fyrir það mikla og fórnfúsa starf sem Þorsteinn vann, íþrótta- og félagsstarfi þessarar þjóðar. Ég votta börnum og öðrum afkomendum mína dýpstu samúð. Pálmi Gíslason, fyrrverandi form. UMFÍ. Kveðja frá Ármenningum Þorsteinn Einarsson, heiðurs- félagi Glímufélagsins Ármanns, er látinn á nítugasta áldursári. Hann gekk til liðs við félagið á fyrsta þriðj- ungi liðinnar aldar og hafði því verið Ármenningur nær miðlungsævi Ís- lendings. En þótt slíkt sé virðingar- vert í fyllsta máta að halda tryggð við félag sitt allt til loka verður fleira til að halda minningu hans á lofti hjá Ármenningum og fyrir þá aðkomu hans að félaginu var hann kosinn heiðursfélagi fyrir mörgum áratug- um. Þorsteinn Einarsson var með hærri mönnum og vörpulegur á velli. Hann var glímumaður á yngri árum, þótti glíma vel og hlaut fegurðar- glímuverðlaun oft auk annarra sig- urlauna. Mátti merkja það á fram- göngu hans og limaburði öllum, eigindi sem góðir glímumenn tileinka sér. Fundum okkar Þorsteins Einars- sonar bar fyrst saman fyrir meira en hálfri öld, hann þá undir fertugt og ég á ungum aldri en báðir með glím- una að áhugamáli. Hann leiddi okkur byrjendur með styrkri og mjúkri hendi um gáttir fróðleiks og tækni- legrar útlistunar glímunnar og skar- aði í eld þess áhuga, sem enn varir. En Þorsteinn var ekki aðeins viðr- iðinn glímuna innan félagsins heldur kom hann víða að málum þess og ein- stökum verkefnum og var ekki hvíl- rækinn í störfum sínum, þótt margt hefði hann á sinni könnu í atvinnu og áhugamálum. Á löngum ferli í samskiptum ein- staklinga og innan félags fer ekki hjá því, að skoðanir verði skiptar á mönnum og málefnum. Það er eðli- legt og getur stafað frá ólíkri lífs- reynslu, aldursmun eða almennu við- horfi. Við þær aðstæður má að jafnaði greina félagsþoska og hvern mann einstaklingurinn hefur að geyma. Í slíkum skoðanaskiptum gat Þorsteinn kveðið fast að orði en aldr- ei var hann tunguskæður. Íþróttafulltrúi ríkisins var Þor- steinn Einarsson í fjóra áratugi og fylgdi því eftir, að tilgangur fyrstu Íþróttalaga, sem Alþingi setti fyrir rúmum sextíu árum, næði fram. Íþróttalögin urðu mikil lyftistöng öllu íþróttastarfi í landinu og kom Þorsteinn þar að málum við upp- byggingu íþróttamannvirkja í flest- um byggðum landsins. Af sjálfu leiðir, að Þorsteinn kom víða fram á fundum og mannamót- um, hann talaði gott mál og fallegt og tekið var eftir tungutaki hans. Hann unni íslensku og vildi enga hjáguði hafa við notkun hennar. Honum lét þó vel að mæla á aðrar þjóðtungur en hélt aðskildum. Þorsteinn var víðlesinn og vel að sér um margt, ekki síst um glímu og glímusöguna í nútíð og fortíð, og hafði heyjað sér gagna og þekkingar á þeim málum meir en flestir menn aðrir. Þessi áhugi hans hafði leitt hann til gagnaöflunar og rannsókna á öðrum þjóðlegum fangbröðum og mun hafa verið orðinn sá fræðimað- ur, sem bjó yfir einna mestri þekk- ingu á þessu sviði í heiminum. Að leiðarlokum vil ég persónulega og fyrir hönd aðalstjórnar Glímu- félagsins Ármanns og annarra Ár- menninga þakka heiðursfélaganum Þorsteini Einarssyni fyrir samfylgd og félagsfestu um áratuga skeið og það óeigingjarna starf, sem hann lagði fram í þágu félagsins. Fjölskyldu hans og ástvinum eru fluttar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Glímufélagsins Ár- manns, Hörður Gunnarsson, varaformaður. ÞORSTEINN EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.