Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ Hafnarfjarð- ar hefur samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að afla nauðsynlegra leyfa og sjá um að Hafnarfjarðarbíó við Strandgötu verði rifið. Til stendur að byggja á lóðinni nýtt verslunarhús og verði innangengt úr því í versl- anamiðstöðina Fjörð. Kristinn Magnússon, bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að bær- inn hefði verið að eignast húsið undanfarin ár og hefði keypt síðasta eignar- hlutann á síðasta ári. Engin starfsemi er lengur í hús- inu en þar var hárgreiðslu- stofa til áramóta. Á dögunum varð tjón í vatnsflóði í kjallaranum og urðu þá skemmdir á eigum listamanns, sem fengið hafði aðstöðu í kjallaranum til bráðabirgða. Kristinn sagði að lengi hefði verið talað um að rífa húsið. Hann sagði stefnt að því að innangengt væri frá Strandgötunni og inn í verslanamiðstöðina en ákvörðun um það lægi þó ekki fyrir. Skipulagsferli vegna nýbyggingarinnar er ólokið og bæjarverkfræð- ingurinn sagðist ekkert þora að segja til um hve- nær framkvæmdir gætu hafist. Hrikalega lélegt hús Hvað varðar niðurrif Hafnarfjarðarbíós verður næsta skref að sækja um leyfi hjá byggingarfulltrúa og bygginganefnd að rífa það. Kristinn kvaðst stefna að því að hægt yrði að fara að rífa húsið upp úr næstu mánaðamótum. Að sögn hans er Hafnar- fjarðarbíó hrikalega lélegt hús og orðið ónýtt. „Það virðist byggt upp úr kassa- fjölum,“ sagði hann. Und- anfarin ár hefur starfsemi smám saman verið að hverfa úr húsinu. Hafnarfjarðarbíó verður rifið Hafnarfjörður FYRIR borgarráði liggur til- laga frá borgarstjóra um að efnt verði til hugmyndasam- keppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús, ráðstefnumið- stöð og hótel og fleira á svæð- inu í grennd við Austurhöfn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um- ræða og tillögur, sem fram hafa komið undanfarið um tónlistarhús, svæðið við Hafn- arhúsið og fleira sem varðar framtíð þessa svæðis, hafi leitt í ljós að horfa þurfi á svæðið í stærra samhengi og hafa í huga tengsl mannvirkja við nærliggjandi hús og götur og miðborgina. Borgarstjóri sagði að með hugmyndasamkeppninni væri verið að kalla eftir hugmynd- um um hvernig menn gætu séð fyrir sér fyrirkomulag á þessu svæði og hvaða starf- semi þar ætti að fara fram. Tekur til Arnarhóls og Hafnarhúss Ein af forsendum hug- myndasamkeppninnar verður, að sögn borgarstjóra, bygging tónlistarhúss, ráðstefnuhúss og hótels á lóðinni þar sem nú er Faxaskáli. Eftir er að skipa dómnefnd og ganga frá for- sögn fyrir keppnina en hún mun ná til svæðis sem afmark- ast af Norðurstíg, Klappar- stíg, Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti, þ.e. innan svæðisins eru Arnarhóll, at- hafnasvæði SVR við Hverfis- götu, reiturinn þar sem eru Hafnarhúsið og Grófarhúsið, svo og miðbakkinn. Borgarstjóri sagði aðspurð að væntanlega yrði gengið frá samningum ríkis og borgar um byggingu tónlistarhúss, ráðstefnuhúss og hótels á Faxaskálalóðinni á næstunni. Stefnt væri að því að hug- myndasamkeppninni yrði lok- ið um mitt þetta ár og verði niðurstöður meðal þeirra gagna sem fara til þeirra fjár- festa sem rætt er við um þátt- töku í tónlistarhússverkefn- inu. „Okkur finnst þetta svo mikilvægur reitur að við þurf- um að reyna að virkja sem flesta og fá sem mesta um- ræðu og teljum hugmynda- samkeppni vel til þess fallna að ná þessu fram,“ sagði borg- arstjóri. Í tillögunni til borgarráðs kemur fram að meðal mark- miða keppninnar sé að laða fram hugmyndir um hvernig svæðið geti litið út miðað við þá starfsemi og nýtingu sem fyrirhuguð verður samkvæmt forsögn að samkeppninni. Einnig að stuðla að umræðu meðal borgarbúa um hlutverk svæðisins og mannvirkja sem þar eru eða verða og leiða fram áhugasama aðila og leita hugmynda um bestu lausnir á skipulagi svæðisins. Samkeppni um nágrenni Arnarhóls og Austurhafnar Miðborg                             ! " # $% #  & "   % ' "  (  $ % &    "     )   *  + " + " !  ,   ( %  !"    -         VETURINN hefur verið mildur það sem af er, að minnsta kosti lætur hríð- arveðrið bíða eftir sér. Bygg- ingamenn taka þessu sjálf- sagt fagnandi, t.d. þeir sem vinna við uppbyggingu Ás- landshverfisins í Hafnarfirði með Snæfellsjökulinn í bak- sýn. Morgunblaðið/Þorkell Útsýni úr Áslandi Hafnarfjörður BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur til umfjöllunar tillögu um að við kaup á strætisvögn- um verði könnuð kaup á tveimur vögnum sem nota metangas. Að sögn Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgar- stjóra stendur fyrir dyrum að kaupa 25 vagna fyrir Stræt- isvagna Reykjavíkur og tillag- an gengur út á að við það tækifæri verði kannaðir möguleikar á að 1-2 vagnanna gangi fyrir metangasi. „Það er til skoðunar,“ sagði borgarstjóri og kvaðst telja eðlilegt að leitað verði eftir til- boðum í 25 venjulega vagna og jafnframt frávikstilboðum þar sem gert væri ráð fyrir tveimur metanvögnum. Metan-eldsneyti er fram- leitt af fyrirtækinu Metan sem er dótturfyrirtæki Sorpu og framleiðir eldsneytið úr hauggasi á Álfsnesi. Fram- leiðslan er á þróunarstigi. Nú þegar eru til í landinu um 20 bílar sem brenna metangasi. Í umsögn frá Strætisvögn- um Reykajvíkur um tillöguna kemur fram að áfylling met- ans á vagnana muni taka margar klukkustundir sem henti illa og þyrfti að finna lausn á því. Lausleg athugun bendi til að kaupverð met- anknúins strætisvagns geti verið um 5 m.kr. hærra en dís- elvagns af sömu stærð. Að auki þurfi að gera ráð fyrir stofnkostnaði við dreifikerfi metangass og rekstrarkostn- að þess. Því séu nægar for- sendur, til að hægt sé að taka ákvörðun um kaup og rekstur metangasvagna við komandi útboð, ekki fyrir hendi og fullt eins heppilegt geti verið að bjóða metanvagna út sérstak- lega. Fær SVR metan- vagna? Reykjavík Á ANNAN tug manna og kvenna, sem sóttu um lóðir í Mosfellsbæ í september sl. en áttu ekki kost á úthlutun eftir að reglum var breytt 27. des- ember, hittust á fundi í fyrra- kvöld til að ræða aðgerðir í málinu. Fólkið hefur fengið lögmann til að vinna með sér að málinu, að sögn Jóns S. Óla- sonar, sem hyggst senda félagsmálaráðuneytinu stjórn- sýslukæru vegna málsins. Ráðuneytinu hefur þegar verið send ein kæra. Ekki frekari rökstuðningur Á fundi bæjarráðs Mosfells- bæjar í fyrrakvöld var ákveðið að rökstyðja ekki frekar en gert var með bókun frá 4. jan- úar þá ákvörðun bæjarstjórn- ar að breyta reglum um út- hlutunina eftir að umsóknarfrestur rann út. „Bæjarráð telur ekki rök til endurúthlutunar á umræddum lóðum. Alls bárust 262 um- sóknir um þær 40 lóðir sem voru til úthlutunar. Vegna mikils fjölda umsókna um lóð- irnar var óhjákvæmilegt við úrvinnslu umsókna að setja ákveðnar viðmiðunar- og verk- lagsreglur um þær þar sem ljóst var að ekki var unnt að verða við öllum umsóknum sem fullnægðu þeim lágmarks- skilyrðum sem kveðið var á um í reglum sem tilgreindar voru á bakhlið umsóknareyðu- blaðs,“ segir í bókuninni frá 4. janúar. Jóhann Sigurjónsson, bæj- arstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að bæjarráð hefði í gær fjallað um bréf Jóns S. Ólasonar og annars aðila, sem hinar breyttu reglur úti- lokuðu frá úthlutun, og ákveð- ið að standa við bókunina. Jafnframt hefði bæjarstjóra verið falið að gera bréfriturum grein fyrir þeirri afstöðu. Jón S. Ólason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki átt von á ann- arri afgreiðslu frá bæjarráði en þessari og kvaðst mundu senda félagsmálaráðuneyti stjórnsýslukæru strax og hann fengi skriflegt svar bæjarráðs í hendur. Hann telur að með því að breyta úthlutunarreglum að loknum umsóknarfresti, þann- ig að eingöngu bæjarbúar komu til greina sem lóðarhaf- ar, hafi bæjarstjórn brotið gegn leiðbeiningarskyldu og jafnréttisreglu stjórnsýslulag- anna. Bæjarráðið hefur þegar fjallað um þrjú bréf frá fólki, sem kvartar vegna þess hvern- ig staðið var að lóðaúthlutun- inni, og Jón S. Ólason segist vita til að fjöldi bréfa sé á leið- inni til bæjarins. „Það er mikil reiði í fólki,“ sagði Jón. Ein kæra þegar send ráðuneyti Hann sagði að 10–15 manns, sem málið varðar, hefðu hist í fyrrakvöld og ætli að bindast samtökum um framhald máls- ins. Lögmaður vinni með hópnum, sem sé fjölmennari en fundarboðendur hafi búist við. Þegar hafi ein kæra verið send félagsmálaráðuneyti með kröfu um endurúthlutun lóð- anna og fleiri muni fylgja í kjölfarið. Hópur, sem breyttar úthlutunarreglur komu í veg fyrir að fengi lóðir, hittist á fundi Bindast samtökum vegna málsins Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.