Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 46
MENNTUN 46 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að þarf þó ekki að leita lengra en til Banda- ríkjanna til að finna sambærileg dæmi í nútímanum. Í Kali- forníuríki er við lýði regla, um að hver sá sem gerist þrívegis brot- legur við lög skuli sitja í fangelsi eigi skemur en 25 ár og allt til lífs- tíðar. Þessa reglu settu menn auðvitað af góðum hug árið 1994. Þá höfðu tvö hrottaleg morðmál vakið mikla athygli. Í öðru tilvik- inu var 18 ára stúlka myrt þegar hún neitaði að afhenda ræningja peningaveski sitt og í hinu var 12 ára telpa numin á brott frá heimili sínu og fannst síðar myrt. Í báðum til- vikum reyndust morðingjarnir hafa komið áður við sögu lögregl- unnar. Feður stúlknanna tveggja fóru fremstir í flokki þeirra sem kröfðust hertra viðurlaga, en fað- ir þeirrar yngri dró sig að vísu í hlé þegar hann komst að því að ekki stóð til að takmarka hertar refsingar við ofbeldisverk. Ný og hert viðurlög voru sam- þykkt, sem kveða m.a. á um tvö- falt þyngri refsingar við annað brot og að refsing skuli að lág- marki vera 25 ár við þriðja brot og allt upp í lífstíðarfangelsi. Fáránleikinn sem við tók er engu líkur og fréttirnar eins og ímynda mætti sér ef fjölmiðlar hefðu fylgst með Brimarhólms- dómum áður fyrr. Fangelsis- dómur upp á 27 ár hið minnsta fyrir þjófnað á varadekki árið 1996, af því að þjófurinn hafði gerst sekur um tvö innbrot nokkrum árum fyrr. 25 ára fang- elsi hið minnsta fyrir þjófnað á rakvélarblöðum árið 1996, af því að þjófurinn sá hafði brotist inn sjö og þrettán árum fyrr. 25 ár hið minnsta fyrir að vera með stolið reiðhjól í fórum sínum og gamla innbrotsdóma í farteskinu, annan frá því ellefu árum áður og hinn þrettán ára gamlan. 25 ár hið minnsta fyrir ætlað innbrot í bíl, en skúrkurinn sá hafði verið grip- inn við innbrot sjö og þremur ár- um fyrr. 25 ára fangelsi hið minnsta fyrir tilraun til að svíkja út ökuskírteini, eftir að hafa tvisv- ar sinnum brotist inn í hús. 35 ára fangelsi hið minnsta fyrir að stela ryksugu, eftir að hafa lifað stór- kostlegu glæpalífi sem fólst meðal annars í því að ráfa inn í opinn bíl- skúr og vera rekinn þaðan út með skömmum án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu og fyrir að hafa brotið rúðu í ölvun, án þess að ná að stela nokkru. Og allra fræg- asta dæmið er frá 1995, af pitsu- þjófinum ógurlega. Hann var fundinn sekur um þjófnað á pitsu- sneið og fylgir sögunni að á þeirri sneið hafi verið pepperoni-álegg. Þessi pitsa reyndist dýrkeypt, því þjófurinn hafði áður gerst sekur um ránstilraun, hann tók líka ein- hverju sinni bíl traustataki og var með ólögleg fíkniefni í fórum sín- um. Pitsusneiðin gerði útslagið og kostaði hann 25 ára fangelsi. Sögur af þessu tagi eru mý- margar, enda munu aðeins um 20% þeirra sem féllu á þriðja broti hafa framið ofbeldisglæp. Nýjasta dæmið af glæpamanni, sem á yfir höfði sér dóm í sam- ræmi við þriggja afbrota regluna, er helsta fréttaefnið vestra þessa dagana. Maðurinn, sem er frá höfuðborg Kaliforníuríkis, Sacra- mento, þóttist vera golfleikarinn frægi Tiger Woods og náði með því að svíkja út tæplega 1,5 millj- ónir króna. Þar sem hann hefur áður komist í kast við lögin er út- litið svart og fréttaskýrendur segja jafnvel hugsanlegt að hann fái dóm upp á 200 ára fangelsi. Samkvæmt kalifornískum út- reikningum heitir slíkur dómur fangelsisvist að lágmarki 200 og allt upp í lífstíðarfangelsi og ættu leikmenn að vara sig á að falla í þá gryfju að halda að Kaliforníu- búar séu öðrum langlífari. Svona er bara talið í réttarsölum rík- isins. Fréttaflutningurinn hefur vald- ið því að nú eru tvær grímur farn- ar á renna á kjósendur í Kaliforn- íu, sem samþykktu hert viðurlög yfir síbrotamönnum. Kjósendur héldu nefnilega að það ætti að koma böndum á ofbeldismennina, þá sem meiða og drepa, ekki þá sem stela pitsusneið eða svíkja út peninga í nafni þeirra frægu og ríku. Áhyggjur kjósendanna stafa líka af því að það er óheyrilega dýrt að halda öllum glæpamönn- unum uppi, sem dæmdir hafa ver- ið til að eyða ævinni í fangelsi fyr- ir reiðhjólastuld. Enn eru þeir þó margir sem mæla þriggja brota reglunni bót og segja hana fæla glæpamenn frá afbrotum. Fyrstu árin eftir að lögin tóku gildi var því mjög hald- ið á lofti að glæpum hefði fækkað verulega í ríkinu, en þar sem glæpum fækkaði líka í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, sem höfðu ekki sett sér sambærileg lög, telj- ast það vart haldbær rök. Það hefur meira að segja komið í ljós að þær sýslur innan Kaliforníu, sem fylgja lögunum hvað fastast eftir, eru engu betur settar en aðrar. Svo halda menn að það sé liðin tíð að þjófnaður á snærishönk kosti Brimarhólmsvist. Glæp- samleg refsing Það er löngu liðin tíð á Íslandi að menn fái ævilanga Brimarhólmsvist fyrir að stinga á sig snærisspotta, eða hungr- uðum mönnum sé kastað í dýflissu fyrir að stela brauðbita. Reyndar geta Íslend- ingar nútímans leyft sér að hlæja að svo fáránlegri hugmynd um dómskerfi og af- skrifað hana sem valdníðslu af versta tagi, sem aldrei myndi líðast í upplýstu samfélagi við upphaf 21. aldarinnar. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson HVAÐA hugmyndir gerirfólk sér um stærðfræðiog tilgang með stærð-fræðinámi? Í nær tvo áratugi hef ég öðru hverju beðið nemendur mína, kennara eða kenn- aranema, að lýsa kennslustund í stærðfræði eða segja hvað þeir telji að skipti máli í stærðfræðinámi. Einnig hef ég farið fram á að þeir velti fyr- ir sér hugtökum í stærðfræði, reyni t.d. að skýra vel fyrir sjálf- um sér hvað algebra sé eða þá rúmfræði. Þetta er ekki eins einfalt og kann að virðast. Lýsingarnar hafa lengst af verið fremur einsleitar. Það er ekki mikill munur á kennslustundunum sem þorri þeirra hefur lýst. Það er þó ekki vegna þess að stærð- fræði bjóði ekki upp á fjölbreytni í kennslu. Og hvað varðar hug- tökin, sem menn reyna að dýpka skilning sinn á, búa allt of fáir að verulegri reynslu til að takast á við slíkt. Á Íslandi höfum við ekki skap- að okkur gott umhverfi fyrir for- vitnilega og djúptæka umræðu um þessi mál. Þetta er eitt af því sem menn tala ekki um, velta því jafnvel ekki fyrir sér að vera kunni áhuga- vert að hugsa um og ræða, hvað þá að það geti verið skemmtilegt. Fyrsti sjónvarpsþátturinn í myndaflokknum Líf í tölum – sjón er sögu ríkari, sem sýndur var í Sjónvarpinu sl. mánudagskvöld, beindi trúlega athygli að því að hug- myndir manna um stærðfræði mættu rúma nokkuð meira en al- gengt er. Hann var að vissu leyti kennslustund. Efnið var fræðandi, vakti spurningar, gaf mörg dæmi um forvitnileg viðfangsefni og leyfði áhorfendum að sjá hvaða hugmynd- ir þeir, sem talað var við, gerðu sér um störf sín og afrakstur þeirra. Hann sýndi jafnvel löngun þeirra til skiln- ings, þótt ekki væri fenginn, og gleði vegna þess sem þeir höfðu skapað. Þeir, sem talað var við í þættinum, voru kunnir málarar, stærð- fræðingar, listfræðing- ar, arkitektar, tölvu- myndlistarmenn og fleiri. Sumt kom ugg- laust kunnuglega fyrir sjónir eins og áhrif þess að listamenn end- urreisnartímabilsins uppgötvuðu stærðfræðileg lögmál fjarvíddarinnar. En þannig gerðu þeir sér ljóst hvernig fara mátti að við að láta augað trúa því að strigi málverksins væri þrívíður. Tvívíddin fangaði á vissan hátt þrívíddina. En það eru fáir, sem kveðið hafa eins sterkt að orði og Sam Edger- ton, prófessor í listasögu, sem segir í þættinum að varðandi vestræna menningu hafi það skipt mun meira máli þegar kleift var að prenta myndir í fjarvídd en þegar hið prentaða orð varð veruleiki. Edger- ton á við áhrif þessara mynda á þró- un véla og grundvöll iðnbyltingar- innar, svo og reyndar alla tækniþróun þar á eftir. Þrívídd fangar fjórvídd? Tölvugrafík er að kalla fram ann- að undur þar sem kannske má segja að þrívíddin sé að reyna að fanga fjórvídd. Ofurteningur Tom Banc- hoffs, prófessors í stærðfræði, og verk ýmissa listamanna sýndu hvað er að gerast á þessum vettvangi og þeim sem fæddir eru inn í tölvu- væddan heim finnst það líklega sjálfsagt, eða hvað? Tölvutæknin og sýndarveruleik- inn eru í vaxandi mæli að gera okk- ur kleift að breyta óhemju ógrynn- um tölulegra upplýsinga í myndræna ásýnd eins og Donna Cox, prófessor í listum og hönnun, og reyndar fleiri gáfu dæmi um. Og allt eins og gerðist fyrir 500 árum, þegar fjarvíddin gerði það sýnilegt sem áður rúmaðist aðeins í hugar- fylgsnum manna, hefur tölvumynd- gerð með aragrúa tölulegra upplýs- inga að hráefni gert fyrirbæri sýnileg sem menn leiddu ekki hug- ann að fyrir aðeins fáum árum. Víðtækt stærðfræðilegt læsi Það sem hér er sagt gefur nokkuð aðra ímynd en flestir gera sér af stærðfræði. Sjónvarpsþættirnir verða vonandi, hér eins og annars staðar, til að hefja eða víkka um- ræðu um eðli stærðfræði sem fræði- greinar. Spurt verður hugsanlega hvaða sviðum hún tengist og hvaða hlutverk hún leiki í tækniþróun og menningu. Vissulega hefur tæknin Líf í tölum II/ Sjónvarpið sýnir á mánudagskvöldum ameríska þætti um stærðfræði í nýju ljósi. Anna Krist- jánsdóttir prófessor í KHÍ þekkir einnig samnefnda bók og segir hér m.a. frá fjórðu víddinni og ofurteningi. Reuters Hvers vegna er hlébarði með depla en tígrisdýr með rendur? Þetta er góð þraut á veggspjaldi. Heimurinn í augum stærð- fræðinga  Hvað er að sjá þegar hulunni er svipt af stærðfræði?  Er góð hjálp í stærðfræði til að greiða úr óreiðunni? Anna Kristjánsdóttir Laugardaginn 6. janúar birt- ist fyrsta greinin um stærð- fræði í flokknum Líf í tölum. Greinarnar byggjast m.a. á bandarískum sjónvarpsþætti, sem sýndur er á RÚV, og samnefndri bók, Life in Numbers. Í dag birtist önnur greinin, en næst fjallar höfundurinn, Anna Kristjánsdóttir, for- maður íslensku nefndarinnar um Alþjóðlega stærð- fræðiárið, m.a. um norrænu ráðstefnuna Stærðfræði 2000 – Meginatriði fræða og fram- kvæmda. Sagt verður frá hugmyndum og reynslu ungs verkfræðings í Noregi, sem ákvað að verða grunnskóla- kennari og hefur stundað nám í Bergen og víðar. Líf í tölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.