Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg RagnaSigurjónsdóttir fæddist í Keflavík 25. nóvember 1938. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 6. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urjón Sumarliðason, verkamaður í Kefla- vík, f. á Ytri-Varma- læk í Ólafsvík 7. október 1909, d. 16. september 1942, og kona hans Margrét Guðleifsdóttir, f. í Keflavík 8. maí 1913, verkakona, og lifir hún dóttur sína. Systkini hennar eru Guðleifur, f. 1. októ- ber 1932, Erlendsína Marín, f. 22. júlí 1936, og Sigríður Guðrún, f. 26. janúar 1941. Hinn 17. maí 1959 giftist Guð- björg eftirlifandi manni sínum, Sveini Guðnasyni, sem fæddur er á Langekru á Rangárvöllum 11. apríl 1936, bifreiðastjóri hjá Sér- leyfisbifreiðum Keflavíkur. For- eldrar hans voru Guðni Gestsson, f. á Mel í Þykkvabæ 17. mars 1909, d. 4. október 1991, verkamaður, og kona hans Vigdís Pálsdóttir, f. í Galtarholti á Rangárvöllum 7. september 1910, d. 13. september 2000, lengst búsett á Heiðarvegi 12 í Keflavík. Guðbjörg og Sveinn eignuðust tvo syni. Eldri sonur þeirra er Guðni Vignir Sveinsson, f. 6. febrúar 1959, húsasmíðameistari í Keflavík, kona hans er Jóna Björk Birgisdóttir, f. 22. október 1959 í Keflavík, málarameistari, og eiga þau fjögur börn, Rakel, f. 7. nóvem- ber 1984, Heiðu, f. 11. október 1989, Karen, f. 23. apríl 1992, og Bjarka, f. 7. mars 1997. Yngri sonur þeirra er Sig- urjón, f. 1. júní 1960, húsasmíðameistari í Keflavík. Barnsmóð- ir hans er Jóhanna Grétarsdóttir, dóttir þeirra er Guðbjörg Ragna, f. 29. mars 1982, sambýlismað- ur hennar er Björg- vin Guðnason. Sigurjón var kvæntur Jóhönnu Elínu Björns- dóttur, þau skildu, sonur þeirra er Stefán Guðberg, f. 15. september 1987, og uppeldisdóttir hans er Stefanía Bonnie, f. 7. ágúst 1982. Sambýliskona Sigurjóns er Anna Guðrún Garðarsdóttir, f. 12. nóv- ember 1960. Guðbjörg ólst upp í Keflavík. Fljótlega eftir að þau hjón hófu búskap byggðu þau sér einbýlis- hús á Háteigi 5 þar í bæ, þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Hún byrj- aði unglingur að vinna sem versl- unarmaður í Sölvabúð, síðan vann hún í fiskvinnslu hjá Saltveri hf. í 12 ár og eftir það vann hún sem verslunarmaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja, þar af í Samkaupum í Njarðvík frá opnun þeirrar versl- unar til starfsloka. Hún var lengi starfandi félagi í Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur. Útför Guðbjargar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Þótt það sé afar sárt að kveðja þig get ég að minnsta kosti huggað mig við það að nú hafir þú öðl- ast hvíld og frið eftir öll þín erfiðu veikindi og þurfir ekki að þjást leng- ur. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur hér með okkur. Að þú munir ekki kyssa mig og faðma þegar ég kem í heimsókn til þín og afa. Að þú eigir aldrei aftur eftir að hringja í mig, þar sem ég er á Ak- ureyri, til að spjalla og athuga hvern- ig allt gangi og kveðja mig svo í lok símtalsins með því að segja hve mikið þú vildir óska að ég væri hjá þér því þá gætirðu knúsað mig og kysst þús- und sinnum. Eftir að hafa talað við þig og afa leið mér alltaf svo vel, var svo ánægð að eiga svona góða ömmu og góðan afa. Þegar ég hugsa til baka er svo ótal- margs að minnast um þig því ég hef alltaf verið svo mikið hjá þér og afa. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn upp á Háteig, ef heim- sóknir skyldi kalla því ég var svo mik- ið þar að ég hálfpartinn bjó hjá ykk- ur. Þú varst alltaf svo góð og glöð og í þínum augum var ég aldrei óþekk. Þegar ég svaf hjá ykkur fékk ég alltaf að kúra á milli ykkar og það fannst mér svo notalegt en þegar ég stækk- aði svaf ég á dýnu fyrir neðan holuna hans afa. Stundum fórstu með mér í „kyssuleikinn“ en þá sastu með mig í fanginu og ríghélst mér. Síðan áttirðu að reyna að kyssa mig í framan en ég að reyna að berjast um svo þú gætir ekki komið á mig kossi. Þú og afi voruð alltaf svo dugleg að vera með okkur barnabörnin þegar þú hafðir heilsu til. Þið fóruð með okkur í fimm skipti í sumarbústað í Munaðarnesi og voru þessar viku- ferðir aðaltilhlökkunarefni sumars- ins. Á leiðinni var sungið og hlustað á spólur og yfirleitt var stoppað í sjoppu í Hvalfirðinum og keyptur ís eða eitthvert annað góðgæti. Þegar halda átti síðan heim eftir vikuna vor- um við krakkarnir iðulega fúl því við vildum ekki fara. Fyrir hver jól kom- um við líka eitt kvöld til að skreyta jólatréð. Við kölluðum þessa kvöld- stund „litlu jólin“ því þú og afi keypt- uð alltaf smápakka handa okkur og svo var okkur stillt upp fyrir framan nýskreytt jólatréð og látin syngja jólalög sem afi tók upp á myndbands- upptökuvél. Einnig gafst þú okkur krökkunum alltaf falleg kerti til að hafa á litlu jólunum í skólanum enda varstu svo mikið fyrir kerti. Þegar við fengum öll að gista var mikið fjör þar á bæ þótt við værum ekki mörg. Búið var um okkur á gólfinu inni í sjón- varpsherbergi í horninu á hornsófan- um og við fengum að leika okkur eins og við vildum. Við elstu stelpurnar notuðum oft snyrtidótið þitt til að punta okkur með og ég man hvað okkur þótti það gaman þegar þú sett- ir rúllur í hárið á okkur. Elsku amma, þú máttir þola miklar þjáningar vegna veikinda þinna en þrátt fyrir það varstu svo sterk, já- kvæð og bjartsýn og allir töluðu um að þú værir gangandi kraftaverk. Þú leist ávallt á björtu hliðarnar, vor- kenndir sjálfri þér aldrei og varst svo þakklát fyrir það sem öðrum þykir sjálfsagður hlutur. Ég man t.d. hve ánægð og montin þú varst þegar þú fórst í klippingu eftir að hárið þitt byrjaði að vaxa aftur, þegar þú gast loksins klipið í magann á þér eftir að hafa fitnað aðeins og þegar þú hafðir þrek til að þrífa baðherbergið nú fyr- ir jólin. Þú varst ætíð vel til höfð, snyrtileg og falleg kona. Ef ryk sást á hillunum hjá þér vissi maður að þú værir slöpp og gætir ekki þurrkað af. Aldrei fórstu út nema að skella á þig varalit og neglurnar þínar voru svo langar, vel snyrtar og alltaf lakkaðar. Tveimur dögum fyrir andlát þitt buðu þú og afi mér og Björgvin í mat og eftir matinn spiluðum við öll sam- an. Aldrei hefði mér þá dottið í hug að þetta yrðu seinustu stundirnar sem við áttum saman og þegar ég kyssti þig bless væri seinasta skiptið sem við kvöddumst. Eftir langa baráttu í veikindum þínum gafst veikburða líkami þinn að lokum upp, hann þoldi ekki meira. Ég mun ávallt geyma minningar mínar um þig í hjarta mínu og ég þakka guði fyrir þann tíma sem þú varst hér hjá okkur, þó að ég hefði viljað að hann yrði miklu lengri. Elsku afi minn, ég vil biðja guð að vera með þér, styrkja þig og blessa á þessum sorgartímum og hjálpa þér að takast á við þennan mikla missi. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir. Elsku amma. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en nokkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfur ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórl.) Við þökkum þér innilega fyrir ást- kæra samfylgd. Guð styrki ykkur, afi, Magga amma, pabbi, Guðni og fjölskyldur. Bonnie og Stefán. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að þú værir dáin. Þetta var svo ótrú- legt því oft hafðir þú orðið svo veik en alltaf náðirðu að verða hress aftur. Ég veit um fáar konur sem eru eins glæsilegar og þú varst alltaf, þú varst alltaf svo vel til höfð og með svo fal- legt andlit. Það er af mörgu að taka þegar maður hugsar til baka á minni 30 ára ævi. Allan þann tíma var ég partur af þinni fjölskyldu. Ég man alltaf eftir spenningnum þegar mamma og pabbi voru að fara í heimsókn eitt kvöldið til ykkar og ég fékk að sofa hjá ykkur í herberginu hans Guðna með öllum módelunum, þetta fannst mér svo spennandi. Utanlandsferðirnar sem við fórum saman í og alltaf var ég svo hænd að Svenna eins og ég sæi aldrei neitt annað þegar tími var kominn til að fara í tívolíið, við hlógum oft að þessu. Eins þegar ég byrjaði að vinna í Samkaupum og auðvitað kallaði ég þig Guggu eins og ég hafði alltaf gert og mér var sagt af samstarfsfólki að ég mætti ekki kalla þig þessu nafni, þú hétir nú Guðbjörg. Þá stóðstu upp og sagðir: „Hún hefur alltaf kallað mig Guggu og hún fær að kalla mig það áfram.“ Við hlógum nú oft að því þegar ég sem krakki kom yfir til þín þar sem þú bjóst í næstu götu við mig þegar mamma og pabbi voru að vinna, já eða ekki, og sagðist vera svöng af því að ég fengi ekkert að borða heima hjá mér. Auðvitað viss- irðu að ég fengi nóg að borða en alltaf fékk ég eitthvað gott hjá þér. Þið hjón voruð alveg einstök þegar ég missti pabba og ég verð ævinlega þakklát fyrir styrkinn sem þið veittuð mömmu og alla hjálpsemina. Maður virkilega fann hvað ykkur þótti vænt um fjölskylduna okkar. Ég sagði nú líka oft að þið væruð eins og fósturforeldrar mínir og ég er mjög stolt af því að geta sagt það. Svenni minn, þetta er búið að vera erfitt, þú hefur sýnt alveg ótrúlegan styrk og ég hef dáðst að þér fyrir að vera svona sterkur. Ég votta ástvinum Guðbjargar mína dýpstu samúð. Ruth Kristjánsdóttir. Látin er eftir langa og stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm kær vinkona mín Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Minningargreinar. Stundum, þeg- ar ég les minningargreinar, spyr ég sjálfa mig: „Af hverju er fólk að skrifa minningargreinar í blöð?“ Af hverju á þetta fólk ekki bara minningarnar með sér sjálft, hverjum koma þær við? En nú, þegar ég stend í þessum sporum, finn ég mig knúna til að skrifa. Knúna til að segja öllum hversu frábær hún Guðbjörg var. Við höfum alltaf vitað hvor af annarri, enda frænkur og aldar upp í sama hverfi. En vinátta okkar hófst með tilkomu eiginmanna okkar sem voru æskuvinir. Vinátta sem hefur varað í yfir fjörutíu ár og aldrei borið skugga á. Að eiga góða vini er eitt það dýr- mætasta sem maður eignast á lífs- leiðinni og þau hjón Guðbjörg og Svenni voru einstakir vinir, sem kom hvað best í ljós þegar ég missti mann- inn minn fyrir rúmum tveimur árum. Þau voru mér ómetanlegur stuðning- ur, alltaf til staðar hvenær sem ég þurfti á að halda, boðin og búin að létta mér lífið. Þá var Guðbjörg orðin fársjúk en hún hafði alltaf svo mikið að gefa og ég sótti orku til þeirra. Engin orð fá lýst þakklæti mínu. Hún var ótal kostum búin, glæsileg kona, myndarleg húsmóðir, sérstaklega barngóð og fóru dætur mínar ekki varhluta af því, enda taldi hún sig eiga heilmikið í þeim. Mikill samgangur var á milli heim- ila okkar. Færri voru dagarnir sem við hittumst ekki. Við deildum gleði- og sorgarstundum. Áhyggjur þeirra urðu okkar áhyggjur og öfugt. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Allar okkar samveru- stundir, sem voru ófáar og allar góð- ar. Öll ferðalögin innanlands og utan, deildum jafnvel íbúðum saman. Ein okkar besta ferð var til Hawaii og hafði Guðbjörg orð á því fyrir stuttu að hana langaði til að fara þangað aftur, vissi þó að það var óhugsandi vegna veikinda hennar. En þá var bara að gera gott úr því og hún bætti við: „Við Kiddi förum bara saman til Hawaii.“ Ég trúi að hann hafi tekið vel á móti vinkonu sinni og saman ferðist þau rétt eins og fyrr. Sjúkdómsstríð vinkonu minnar var orðið langt og var með ólíkindum hversu glöð, kát, jákvæð og bjartsýn hún var alltaf þrátt fyrir hvert áfallið á fætur öðru og vissu um litla bata- von. Hún stóð svo sannarlega meðan stætt var. En hún stóð ekki ein í bar- áttunni, Svenni var hennar klettur og ekki get ég ímyndað mér nokkurn mann reynast konu sinni betur en hann. Eins voru synir þeirra og raun- ar fjölskyldan öll henni styrkar stoð- ir. Elsku Svenni minn, Magga, Guðni, Sigurjón og fjölskyldur, Leifur, Sína, Sigga og fjölskyldur. Stríðinu er lok- ið, tíminn framundan verður erfiður. Það verður erfitt að sætta sig við að eiga aldrei eftir að hitta Guðbjörgu aftur. Sagt er að tíminn lækni öll sár. Ég er ekki sammála því, en maður verður að læra að lifa með sorginni og horfa fram á veginn. Ég samhryggist ykkur af heilum hug og bið Guð að vera með ykkur öll- um. Blessuð sé minning minnar bestu vinkonu Guðbjargar, minning ein- stakrar konu. Guðbjört. Kæra vinkona, þá er þinni erfiðu baráttu lokið við þennan mikla vágest sem fellir hverja konuna eftir aðra hér á Suðurnesjum. Mér finnst við fráfall þitt hafi allt hljóðnað og mynd- ast mikið tómarúm hjá okkur á Há- teignum, þín er sárt saknað, elsku Guðbjörg mín. Við vorum búnar að búa við hlið hvor annarrar yfir 40 ár. Þó að við höfum ekki alltaf verið hjá hvor annarri var nándin alltaf mikil á milli okkar og fjöldskyldnanna. Þú varst fyrsta vinkonan sem ég eign- aðist þegar ég kom hingað til Kefla- víkur 15 ára gömul og sú vinátta styrktist með hverju árinu sem bætt- ist við. Saman kynntumst við manns- efnunum okkar og saman fórum við á Kvennaskólann á Blönduósi. Var margt brallað á þeim árum og dýr- mætar eru minningarnar frá þeim ár- um fyrir okkur fjögur, gömlu vinina. Elsku Svenni minn, við sem höfum staðið álengdar og fylgst með þessari erfiðu baráttu hjá ykkur hjónum er- um snortin af allri þeirri ást og um- hyggju sem þú hefur sýnt Guðbjörgu þinni. Við á Háteigi 3 viljum þakka góða samfylgd og vináttu í gegnum árin og allan þann kærleik sem hefur streymt til okkar, ekki síst á erfiðum tímum á síðustu árum. Við vonum að við getum stutt og styrkt hann Svenna þinn á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Elsku vina, við kveðjum þig að sinni og biðjum algóðan guð að styrkja aldraða móður, elskulegan eiginmann, synina tvo, Guðna og Sig- urjón, og þeirra fjölskyldur, systkini og aðra ástvini. Þeirra missir er mik- ill. Guð blessi þig og varðveiti, elsku vinkona. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi; og fjarlægð og nálægð fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. – Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Bjarney Sigurðardóttir. Það er svo margt sem rennur í gegnum hugann þegar ég minnist Guðbjargar, allar góðu stundirnar sem við áttum saman í Samkaup, hláturinn, gleðin, notalegheitin og góðmennskan sem skein eins og sól- argeisli frá henni, mér þótti svo vænt um hana, hún var mér svo góð. Minningin um að koma inn í Sam- kaup og heyra þennan yndislega hlát- ur var algjör gleðigjafi og nú síðast- liðið ár að fá að eiga þessar spjallstundir okkar í símann, það var mér ómetanlegt. Það var hún sem gaf mér styrk og kraft í staðinn fyrir að það hefði átt að vera öfugt. Það var hún sem kenndi mér að allt hefur sín- ar björtu hliðar og að lífið er til að læra af og njóta. Ég kveð Guðbjörgu með miklum söknuði og mun ávallt vera þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svona góðri og mikilli manneskju eins og henni. Ég votta fjölskyldu Guðbjarg- ar mína dýpstu samúð og vona að góður guð styrki þau í sorg þeirra. Ágústa Sveinsdóttir. GUÐBJÖRG RAGNA SIGURJÓNSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.