Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                            !       "" #$            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 NÝLEGA vakti ég athygli á því að menntamálaráðuneytið hefði ákveð- ið að auka veg móðurmálsins á allan hátt, ekki síst meðal skóla- barna. Dagur ísl. tungu skal hald- inn 16/11 ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar. Sér- stök „ráðgjafar- nefnd“ veitti Megasi verðlaun- in 500.000 kr. „Verðlaunin hlýt- ur sá er hefir unnið gott starf í þágu móðurmálsins“! Íslandsbanki FBA bauð fram greiðsluna. Talsverð skrif urðu af þessu til- efni og taldi Pálmi Jónsson sjálf- gefið að nefndin myndi rökstyðja þessa verðlaunaveitingu. Grafar- þögn nefndarinnar kemur mér hins vegar ekki á óvart! Einnig var upplýst að Megas hefði m.a. unnið sér það til frægðar að flytja svæsið níð um Jónas á rauðri hátíð 1. des. hjá stúdentum fyrir allmörgum árum. Þessu til við- bótar er sú sorglega staðreynd að eitt meinfýsnasta og snautlegasta ljóð sem ort hefir verið á okkar tungu er níðkvæði Megasar um Jón- as. Í skjalli menntamálaráðherra við verðlaunaafhendinguna taldi hann Megas m.a. skoða arfinn með gagn- rýnum augum og hvössum hætti. Megas gantaðist hins vegar með að Jónas hlyti að leggja blessun sína yfir að „Fjölnismállýskan“ hefði ekki haft sigur. Það þarf sannarlega kjark og mikla ósvífni til að fíflast með þess- um hætti. Eins og flestir vita var Fjölnir merkasta menningarrit síns tíma til bjargar tungu okkar, ljóð- hefð og þjóðlegum metnaði, þegar mest syrti í álinn á næstsíðustu öld. Nú er hins vegar svo komið að ljóðhefðin hefur áratugum saman verið fótum troðin af bögubósum og hortittasmiðum, sem ekki gleyma að titla sig skáld! Hinir „rauðu og rót- tæku“ töldu og telja enn ljóðhefð okkar úrelta. Þess vegna hefir risið upp breiðfylking furðufugla og ljóð- byltingargarpa, sem fáir eða engir nenna að lesa, hvað þá læra. Ljóða- bækur seljast lítið sem ekkert, nema okkar bestu ljóðskálda, sem endurnýja ljóðhefðina, án fíflaláta! Þegar „Skólaljóðin“ voru bann- færð í öllum barnaskólum af Svavari Gestssyni og komma-hjörðinni, töld- um við margir að sú ráðstöfun jaðr- aði við landráð! Þess vegna væri ný útgáfa af þeim 14/11 nk. mjög áhugaverð. GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, fv. frkvstj. Síðasta menningarslysið Frá Guðmundi Guðmundarsyni: Guðmundur Guðmundarson UNDANFARIÐ hefur umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, oft ver- ið gagnrýndur fyrir að leyfa Kísiliðj- unni að taka áfram kísilgúr úr Mývatni. Ég skil þetta ekki. Þarna er fjöldi manns sem hefur atvinnu sína af kísilgúr- námi og margir aðrir sem hafa hag af því, t.d. Húsvíkingar. Þá er þetta líftaug fyrir sveitarfélagið. Það hefur ekki sýnt sig, þrátt fyrir áratuga rannsóknir, að kísilgúrtakan hafi neitt slæm áhrif á lífríki Mý- vatns. Eitthvað hafa sumir anda- stofnar minnkað, en er ekki trúlegt að það sé minkurinn sem veldur því frekar en Kísiliðjan? Þá er það staðreynd að vatnið er að grynnast og mun þorna upp með tímanum ef ekkert er að gert. Það virðist því að Kísiliðjan sé bjarg- vættur Mývatns en ekki skaðvaldur. Ráðherrann hefur því látið heil- brigða skynsemi ráða þegar hann leyfði áframhaldandi kísilgúrtöku í Mývatni. Kísiliðjan ætti því að halda áfram að moka upp úr vatninu. Það er hægt að fylgjast með því hvort það hefur slæm áhrif á lífríki vatnsins. Það er sagt að alstaðar þar sem kísilgúr er unninn sé það úr uppþornuðum stöðuvötnum nema í Mývatni. Ef ekkert verður að gert mun það líka þorna upp með tímanum. En þegar svo er komið munu Náttúruvernd- arráð, Náttúruvernd ríkisins, Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Líffræði- stofnun Háskóla Íslands, Náttúru- rannsóknastöðin við Mývatn og Landvarðafélag Íslands varla hafa neitt á móti því að Kísiliðjan fengi að grafa upp úr kísilgúrnámunni þar sem Mývatn var einu sinni. En er rétt að bíða eftir því? BJÖRN LOFTSSON, fv. kennari. Mývatn Frá Birni Loftssyni: Björn Loftsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.