Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 43 Landlæknisembættið, Heil-brigðisstofnun Þingey-inga, heilbrigðis- ogtryggingaráðuneytið og tóbaksvarnanefnd skrifuðu undir samning á Húsavík á fimmtudag um ráðgjöf í reykbindindi. Í samn- ingnum felst að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga rekur símaþjónustu á landsvísu sem ber heitið „Ráðgjöf í reykbindindi – grænt númer.“ Tóbaksvarnarnefnd stendur straum af kostnaði við þessa þjón- ustu, allt að 250 þúsund krónur á mánuði, eða 3 milljónir króna á ári, en frá þeirri upphæð dragast styrk- ir sem Heilbrigðisstofnun Þingey- inga leggur sig fram við að afla fyrir verkefnið. Samningurinn gildir allt þetta ár og endurnýjast sjálfkrafa ef samningsaðilar gera ekki athuga- semdir við samninginn í lok árs. Öll stuðningsmeðferð og stuðningsefni er ókeypis fyrir skjólstæðinga þjón- ustunnar. Friðfinnur Hermannsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga lýsti yfir ánægju með samninginn og sagði að þar á bæ ætluðu menn sér að standa sig vel við þetta verkefni. Hann sagði stefnt að því að byggja upp þekk- ingu innan stofnunarinnar til að nýta til framtíðar og að jafnvel yrði horft til þess að koma upp sérstöku heilsuhæli í sýslunni vegna þessa. Reykingar faraldur hér á landi Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði framtakið gott og það sýndi hvað hægt væri að gera með framsæknu fólki. Hann sagði að reykingar væru faraldur hér á landi en árlega deyja rúmlega 400 manns úr sjúkdómum sem tengjast tóbaki. Landlæknir sagði mestu máli skipta að forða fólki frá reykingum en að einnig væri nauðsynlegt að hjálpa að hætta að reykja. Ráðgjafaþjónustan hefur á að skipa hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu á tókbaksvörnum en einnig tengjast þjónustunni læknar, sálfræðingur og næringarfræðing- ur. Auk þess hefur starfsfólk ráð- gjafaþjónustunnar almenna þekk- ingu á sálfræðilegum og félagslegum stuðningi við fólk sem vill hætta tóbaksnotkun. Starfsfólk hringir í skjólstæðing sinn 4 sinnum með jöfnu millibili eftir fyrirfram ákveðnu kerfi sem miðast við aðstæður. Sjálfur getur skjólstæðingurinn hringt eins oft og hann hefur þörf fyrir. Miðað er við að símaþjónustan verði opin frá kl. 17-19 virka daga en þeir sem hringja á öðrum tíma geta lagt inn skilaboð á símsvara. Græna núm- erið er 800-6030. Starfið farið vel af stað Ásgeir Helgason, sem er sálfræð- ingur og með doktorspróf í lækna- vísindum, hefur komið á fót svipaðri aðstöðu í Svíþjóð þar sem hann starfar. Heilbrigðisstofnun Þingey- inga hóf þetta starf til prufu í jan- úar á síðasta ári og hefur það geng- ið vel að sögn Dagbjartar Bjarna- dóttur hjúkrunarfræðings í Mý- vatnssveit. Á þessum tíma hefur Ásgeir aðstoðað Þingeyinga við uppbyggingu þjónustunnar og hann var viðstaddur undirskrift samn- ingsins. Ásgeir sagði að víða væri pottur brotinn en að heilsugæslulæknar á Norðurlöndunum hafi rætt um leið- ir fyrir fólk sem vill hætta að nota tóbak en að minna hafi orðið úr verki en þeir sjálfir hafi viljað. Hann sagði að samkvæmt rannsókn sem gerð var á Norðurlöndunum hafi komið fram að Ísland skæri sig úr varðandi aðkomu lækna að því að koma fólki á námskeið, þ.e. að hlut- fallið væri mun hærra hér en í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. Einnig kom fram að ástæðan fyrir því að læknar sinntu þessum þætti ekki betur væri tímaskortur en 5-6 klst. þyrfti að eyða í hvern sjúkling og að læknar ættu ekki möguleika á því. Aðgengi að sérfræðingum aukið Þá kom fram að margir læknar töldu þetta ekki erfiðisins virði þar sem árangurinn væri ekki nægilega góður og enn aðrir töldu sig ekki hafa nægjanlega þekkingu. Ásgeir sagði að á Íslandi teldu yfir 90% heilsugæslulækna nauðsynlegt að geta vísað fólki á sérfræðinga í reykbindindi. Með símaþjónustu væri einmitt verið að reyna að auka aðgengi fólks að sérfræðingum burtséð frá því hvar það býr. Reynslan í Svíþjóð hafi verið það góð að ákveðið hafi verið að festa starfsemina þar í sessi. „Það er beint samband milli auk- innar meðferðar og árangurs,“ sagði Ásgeir og taldi að þar sem m.a. væri líka hringt í sjúklinga ætti að vera hægt að ná 35-40% árangri. Hann taldi jafnframt mögulegt að ná betri árangri á Íslandi en í Sví- þjóð þar sem Íslendingar reyktu meira en Svíar. Dagbjört sagði að ákveðin þróun hafi átt sér stað í þessu starfi á fyrsta árinu en að ekki væri hægt að fara út í tölulegar staðreyndir að svo stöddu. Hún sagði að sjö hjúkr- unarfræðingar kæmu að þessu verkefni sem auðveldaði persónu- lega eftirfylgni. Hún sagði ólíkt að vinna þetta starf í síma en að vissu- lega væri gaman að heyra í ánægð- um skjólstæðingum. Samið um „Ráðgjöf í reykbindindi – grænt númer“ Morgunblaðið/Kristján Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar, Friðfinnur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, og Sigurður Guðmundsson landlæknir undirrita samninginn á Húsavík í gær. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, átti ekki heimangengt en ráðuneyti hennar á einnig aðild að samningnum. Símaþjónusta fyrir fólk sem vill hætta tóbaksnotkun Heilbrigðisstofnun Þingeyinga rekur síma- þjónustu á landsvísu fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Tóbaks- varnanefnd stendur straum af kostnaðinum sem er um þrjár millj- ónir króna á ári. Morgunblaðið/Kristján Ásgeir Helgason sem starfar í Svíþjóð hefur verið Þingeying- um til aðstoðar við undirbúning verkefnisins. eimur um u þó ein- g eitthvað rfðist. Við tæmdum sjó úr húsinu með vatns- sugu sem við fengum hjá slökkvilið- inu og bíðum síðan eftir flóðinu í kvöld og sjáum hvað gerist þá,“ sagði Heimir í gærmorgun. Ekkert varð úr frekara flóði um kvöldið, enda var sjávarstaða lægri og minni vindur. Á Flateyri fuku fjögur tóm fiski- kör fiskvinnslunnar Kamba í sjóinn í fyrrinótt. Þau stóðu upp við verk- smiðjuhúsið og fuku yfir höfnina og út í sjóinn. Þá lagðist gámur á hlið- ina undan rokinu. Flateyringar bundu báta sína kirfilega í skjóli við syðri hafnarbakkann þegar storm- urinn gerði vart við sig í fyrrakvöld. Mjög hvasst og úrhellisrigning var í gærmorgun í Ólafsvík og var skólahaldi aflýst vegna veðurs. Þakplötur fuku af bílskúr í bænum um morguninn og aðstoðuðu björg- unarsveitarmenn við að festa þær aftur. Að sögn lögreglunnar var ekki mikill sjógangur við höfnina, enda landátt. Lögreglan í Bolungarvík fékk nokkur útköll í gærmorgun. Sól- skýli losnaði frá húsi, rúða brotnaði í öðru húsi og þak fauk af því þriðja. Á Sauðárkróki fuku þakplötur af húsum og voru björgunarsveitar- menn kallaðir út til að festa þær niður aftur. Ekkert tjón varð af þessum sökum, að sögn lögreglu. sunnanvert landið í gærmorgun ús á Ísafirði sflugi aflýst Morgunblaðið/RAX Víða var hvasst við vestanvert landið og suðurströndina, en sjór gekk ekki á land þar sem myndin var tekin í Grindavíkurhöfn í gærmorgun. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns upstað á Ísafirði. Að sögn Heimis Hanssonar safnvarðar, til hægri á myndinni, urðu sjór hafi verið í ökklahæð í húsunum tveimur um tíma. veinbjörns Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns ð lauslegt fauk til í rokinu á Ísafirði í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.