Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ skyldi vera valinn í íþróttafulltrúa- starfið á sínum tíma. Það skal haft í huga að Þorsteinn átti afbragðskonu sem studdi hann dyggilega og gerði honum kleift að sinna sínu veiga- mikla starfi af slíkri atorku sem hann gerði. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á veigamikið starf hans í þágu íþrótta á Íslandi og þó hvergi full- nægjandi. Eru óupptalin ómetanleg störf hans í þágu góðra málefna og samtaka sem ég efast ekki um að aðr- ir geri grein fyrir. Eitt er víst, að Þorsteinn Einars- son hefur skilað glæstu lífsstarfi og á sannarlega skilið virðingu og þakk- læti þjóðarinnar. Öllum hans nánustu sendi ég sam- úðarkveðjur. Valdimar Örnólfsson. Fallinn er í valinn Þorsteinn Ein- arsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi og glímukappi. Glæsilegur, fyrirmann- legur, höfðinglegur. Kempa og kappi til orðs og æðis. Það má segja um Þorstein að hann hafi verið ímynd íþróttamannsins í fasi, framgöngu og að líkamsburðum. Höfðinu hærri en flestir, beinn í baki, vel á sig kominn, einbeittur og röggsamur. Þannig var Þorsteinn foringi og fyrirmynd, allar götur frá því ég man fyrst eftir hon- um á vettvangi íþróttanna. Til síðasta dags. Þar lék hann stórt hlutverk, lengst af sem íþróttafulltrúi ríkisins í marga áratugi, þegar fjárveitingar til íþróttamannvirkja fóru í gegnum fjárveitingarvaldið og íþróttanefnd ríkisins. Sem íþróttafulltrúi þurfti Þorsteinn að fylgjast náið með íþróttastarfinu og þörfunum á hverj- um stað, kynnast forystumönnum og staðháttum og eiga þannig náið sam- starf við hina frjálsu íþróttahreyf- ingu. Það gerði hann ekki aðeins af skyldurækni heldur af ástríðu. Þorsteinn var tíður gestur á íþróttaþingum og bar þar af sökum glæsileika og mælskusnilldar. Gat talað lengi en jafnan af viti. Hafsjór af fróðleik um söguna og þróunina. Á síðari árum hélt hann þessari þekk- ingu sinni við og bætti um betur, ef eitthvað var. Enginn maður var til dæmis fróðari um íþróttir til forna og um þróun glímunnar vissi hann allt og flutti um það mál marga fyrir- lestra, hér heima sem erlendis. Hann var óspar á að miðla af viskubrunni sínum, minni hans var viðbrugðið og svo lá hann heldur ekki á skoðunum sínum, ef honum þótti við liggja. Ótal hafa þau verið, símtöl- in og samtölin við Þorstein Einars- son, um málefni íþróttanna, þar sem hann lét mig hafa það óþvegið eða hvatti mig til dáða. Þorsteinn var ómissandi maður við fánahyllingar og hátíðargöngur, þar sem hann stýrði mönnum af alkunnri röggsemi og hann var ómetanlegur liðsmaður í minjasafnsnefnd Íþrótta- sambandsins og hafði það að einu af sínum mörgu áhugamálum að koma sögulegum munum og minjum á öruggan stað. Á síðustu árum hafði hann og mikil afskipti og forgöngu um íþróttaiðkun eldri borgara. Honum var í rauninni ekkert óviðkomandi sem sneri að íþróttum og þar markaði hann spor, sem ekki verða máð út. Hann var stór í sniðum, hann Þorsteinn, stór maður, stór í hugsun, stór í viðkynn- ingu. Og stór var einnig fjölskyldan, ell- efu börnin, þar af ýmsir afkomendur hans, sem hafa látið að sér kveða á vettvangi íþróttanna. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands þakkar Þorsteini Einarssyni samfylgdina og samstarfið og kveður mikilhæfan og aðsópsmikinn félaga sinn með virðingu og hlýhug og vott- ar fjölskyldu hans samúð. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Þorsteinn Einarsson var fyrsti for- maður Akóges í Reykjavík, sem var stofnað hér í Reykjavík 12. janúar 1942, en árið 1935, þegar hann var búsettur í Vestmannaeyjum hafði hann gengið til liðs við Akóges í Vest- mannaeyjum, sem var stofnað árið 1926. Þorsteinn var formaður félagsins fyrstu tvö árin, frumherji, sem ásamt vöskum mönnum eins og Einari Sig- urðssyni, Jóhanni Gunnari Ólafssyni og fleirum bar félagið áfram Þor- steinn Einarsson var mikill hug- sjónamaður, kyndilberi nýrra og frjórra hugmynda og hugsjóna í anda mannræktar og uppbyggingu betra félags og fegurra mannlífs. Hann var einn vormanna Íslands á þeirri öld sem rann sitt skeið nú um áramótin. Þetta var kynslóðin sem sannaði í verki með störfum sínum markmið sjálfstæðisbaráttu stjórn- mála- og hugsjónamanna 19. aldar að Íslendingar væru fullfærir um að búa í þessu landi sem sjálfstæð þjóð. Þeir höfðu að kjörorði „Íslandi allt“ sem John F. Kennedy orðaði í innsetning- arræðu sinni sem forseti Bandaríkj- anna og frægt er: „Spyrðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig, spyrðu heldur hvað þú getir gert fyrir ætt- jörð þína“. Þorsteinn Einarsson var þessarar gerðar. Hann kom mörgu í verk á langri ævi og tók alls staðar til hendi. Auk sérstaks áhuga á íþróttum sem hann starfaði við allan sinn far- sæla embættisferil hafði hann mikinn áhuga á náttúrufræði, sérstaklega fuglum, en ungur hafði hann í sveit- um Suðurlands og á Snæfellsnesi kynnst náttúru landsins. Þegar hann kvæntist Ásdísi Jesdóttur og flutti til Vestmannaeyja komst hann í nána snertingu við fuglalíf og náttúru Eyjanna, en ættmenn hennar voru grónir Vestmannaeyingar og sumir afburða fjalla- og veiðimenn. Hann ritaði merkar greinar um fugla og þá einkum sjófugla í tímarit- ið Náttúrufræðinginn og fleiri rit, t.d. í Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, merka grein um síðustu för til súlna í Eldey árið 1939. Þorsteinn tók einnig saman merki- lega bók um íslenska fugla, sem heit- ir Fuglahandbókin – Greiningabók um íslenska fugla, sem er sérstak- lega handhæg og skýr við fuglaskoð- un. Hefur bókin komið út í mörgum útgáfum og verið þýdd á ensku. Þrátt fyrir það að Þorsteinn væri mikill dýraverndunarmaður og fuglavinur skildi hann öðrum mönn- um betur gamlar og fornar venjur í Vestmannaeyjum og víðar um nýt- ingu landsins gæða og fugla eins og súlu, lunda og flugfýls. Akógesfélagar í Vestmanneyjum og Reykjavík munu lengi minnast hins trausta félaga sem aldrei gleymdi eða brást sínu gamla félagi þrátt fyrir miklar annir og umfangs- mikil embættisstörf við uppbyggingu íþróttamála í landinu. Lengst mun Þorsteins verða minnst fyrir störf hans við skógrækt Akóges á Heiðmörk, þar sem kallast Hvíld, en í 50 ár var hann þar í for- ystusveit. Sumarið 1991 höfðu félagar í Akóges gróðursett í Heiðmörk í 40 ár og voru þá sett niður 50 grenitré sem var nefndur Þorsteinslundur til heið- urs Þorsteini Einarssyni, sem hafði haft forystu fyrir skógræktarstarfi Akóges í Reykjavík frá upphafi skipulagðrar skógræktar á Heið- mörk um 1950. Á 50 ára afmæli Akóges í Reykja- vík, sunnudaginn 12. janúar 1992, var skjöldur með áletrun og nafni Þor- steinslundar afhjúpaður að viðstödd- um Akógesfélögum, Þorsteini Ein- arssyni og fjölskyldu hans. Þorsteinn Einarsson var heiðurs- félagi Akóges í Reykjavík. Við útför hans kveðjum við traustan og góðan félaga, sem vann félaginu mikið. Hans er gott að minnast. Við félagar hans í Akóges sendum stórri fjölskyldu Þorsteins Einars- sonar, afkomendum og tengdafólki innilegar samúðarkveðjur. Minning Þorsteins Einarssonar mun lifa með okkur félögum hans í Akóges. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, hefur kvatt okkur eftir langt og heilladrjúgt starf að uppbyggingu íþrótta í landinu. Hann var skipaður íþróttafulltrúi 8. janúar 1941 og gegndi því starfi í 40 ár. Setning íþróttalaga og skipan íþróttafulltrúa var merkur áfangi í sögu íslenskra íþrótta og lét Þor- steinn ekki sitt eftir liggja með hvatningu og leiðbeiningum við upp- byggingu íþróttamannvirkja, aðstoð við íþróttahreyfinguna og eflingu íþrótta í skólum. Strax í upphafi ferðaðist Þorsteinn um allt landið og kynnti sér aðstæður til íþróttaiðkunar og hugmyndir manna um úrbætur. Margar þessar ferðir voru bæði langar og strangar en á þennan hátt kynntist Þorsteinn landinu og landshögum og eignaðist persónulega kunningja og vini í öll- um bæjum og hreppum landsins. Þorsteinn var áhrifamikill örlaga- valdur margra og m.a. þeirra sem bjuggu sig undir að stunda íþrótta- nám hér á landi eða erlendis. Ég var einn þessara skjólstæðinga hans og má segja að hann hafi verið forsvars- maður minn og fjárhaldsmaður á meðan ég stundaði nám mitt hér á landi og í Þýskalandi. Þegar lög um æskulýðsmál voru samþykkt 1970 var ég ráðinn æsku- lýðsfulltrúi ríkisins og fékk þá tæki- færi til þess að vinna með Þorsteini í menntamálaráðuneytinu og kynnast betur en áður dugnaði hans, elju og ósérhlífni við margvísleg og viðamikil störf að íþróttamálum. Þá fékk ég einnig tækifæri til þess að ferðast með honum um landið og verða vitni að því hve vel hann þekkti málefni íþrótta á hverjum stað og aðstæður allar. Mörgum dugmiklum forystu- mönnum íþrótta þótti Þorsteinn full- ráðríkur og kappsfullur á stundum og má það ef til vill til sanns vegar færa. Ég sem eftirmaður hans tel þó að reynslan hafi sýnt að ráð hans og leiðbeiningar hafi oftar en ekki leitt til farsælla lausna. Ég minnist Þorsteins Einarssonar sem mikils höfðingja og heiðurs- manns og færi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Reynir G. Karlsson. Hefði Ísland átt herlið hefði Þor- steinn Einarsson sjálfkrafa orðið þar yfirhershöfðingi. Þetta var ein mín fyrsta hugsun þegar ég kynntist Þor- steini fyrir tæpum tveimur áratug- um. Það var ekki vegna þess að mér þætti hann svo herskár en fas hans var einstakt. Engan mann hef ég þekkt svo virðulegan og glæstan í framgöngu. Hann bar með sér valds- mannslega hógværð og tígulegt yf- irbragð hefðarmanns. En Þorsteinn var friðarsinni og dýravinur – og mannvinur. Það fann ég fljótt er ég kynntist honum og þau ágætu kynni vil ég þakka. Það var sameiginlegur áhugi okk- ar á þjóðaríþróttinni sem leiddi okk- ur saman. Síðustu áratugi hefur Þor- steinn í frístundum unnið að samningu mikils ritverks um þróun glímunnar sem íþróttar og þýðingu hennar í íslensku þjóðlífi í ellefu ald- ir. Þetta hefur hann gert á vegum Glímusambands Íslands sem ég veiti nú forstöðu. Síðasta áratug höfum við Þorsteinn átt margar stundir saman við athuganir og umbætur á handritinu. Sjálfur lét ég ganga til Þorsteins ýmislegt sem rak á fjörur mínar í eigin athugunum. Fyrir það var hann afar þakklátur og glaður og fylltist endurnýjuðum áhuga þegar nýir hlutir komu í ljós og alltaf var áhugi hans nýr og vakandi þegar glímufræðin voru annars vegar. Ég, sem miklu yngri maður, fylltist oft undrun yfir frumleika hans þegar Þorsteinn lagði fram nýjar og fersk- ar hugmyndir sem síðar urðu við- teknar staðreyndir. Við Þorsteinn ræddum mikið glímu og glímusögu og vorum alls ekki sammála um alla hluti. Þor- steinn var skapmaður og honum var annt um skoðanir sínar um glímuna sem hann hafði myndað sér í gegnum tíðina. Slík var þó kurteisi hans að hann kynnti sér ítarlega mínar hug- myndir þótt þær færu ekki saman við hans og lagði sig fram við að sam- ræma okkar skoðanir. Slíkt hefðu margir látið ógert í hans sporum en hann taldi öll sjónarmið eiga rétt á að ÞORSTEINN EINARSSON                                       !         "   "   ! "# $% &&'( )*&%+ &  #      $         % "   &  '( '  ) *      +    ,++ & #    , -. /-)-. !.   - -)-..  01  $&.   %/)-. $0 23) ..    / !    0!4 ! 22 -#)&& )#3+)- #       -     .     %       '( '/))  0      !  "   0   &)+ '56 )*&%+ &  #      1 2   ,2 "      .        1 "     '( '  ) *      +    #   $)* %1-. *  . ) &123  .)  0) 7 )  1.8" ..    / !     "     "   09:   -*+) - ./" +) .#:.  #    3  4     ''  5       -       +"  - # 6  .7)) 3  4    '$ '')) )" ..   %  ).)  0) .  ).)  $" ..   +" ..  ;" ..  <     /       /  0+"  $=0   %.3)""5> #    0   1 2   " "    6  5            *  8   % . .&% ..  8% ..  +  .% .  3% . % .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.