Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÉKKNESKA þingið kom saman til bráðafundar í gær til að fjalla um deil- urnar um yfirstjórn ríkissjónvarpsins en umdeildur sjónvarpsstjóri, Jiri Hodac, sagði af sér á fimmtudag eftir nokkurra vikna þóf og bar við heilsu- farsástæðum. Fréttamenn við stofn- unina hafa mótmælt harkalega ráðn- ingu Hodac og segja að hann hafi fengið embættið á sínum tíma vegna tengsla við stjórnmálaflokk Vaclavs Klaus, fyrrverandi forsætisráðherra. Klaus veitir núverandi ríkisstjórn jafnaðarmanna hlutleysisstuðning. Fjallað var um tillögu sem lögð var fram um að breyta gildandi lögum um stjórnun sjónvarpsins og draga úr beinum afskiptum stjórnmálaflokk- anna af stofnuninni. Þeir hafa skipað eigin fulltrúa í sjónvarpsráðið er fer með yfirstjórn stofnunarinnar. Ríkis- stjórnin leggur til að fjölgað verði í sjónvarpsráði úr níu í fjórtán. Jafn- framt vill hún að liðsmenn ráðsins verði skipaðir af frjálsum félagasam- tökum og þingið leggi síðan blessun sína yfir skipan þeirra. Til bráða- birgða muni neðri deild þingsins skipa nýjan sjónvarpsstjóra í stað Hodac. „Lagabreytingin ætti að gera kleift að útrýma pólitískum afskiptum af þeirri þjónustu sem ríkisfjölmiðlar veita,“ sagði Pavel Dostai menningar- málaráðherra á þingfundi í gær. Klaus, sem nú er þingforseti, varaði á hinn bóginn við umfangsmiklum og skyndilegum lagabreytingum og sagði reynsluna sýna að við slíkar að- stæður tækju menn ávallt rangar ákvarðanir og neyddust til að breyta lögunum aftur. Fréttamenn krefjast þess að stjórnmálamenn reyni ekki að hafa áhrif á störf þeirra og segja ekki nóg að Hodac hætti. Þeir muni ekki hætta mótmælaaðgerðum fyrr en aðrir stjórnendur, sem einnig hafi verið pólitískt skipaðir, verði látnir taka pokann sinn. Þingið samþykkti nýlega að fara þess á leit við sjónvarpsráðið að það ræki Hodac en það hefur ekki orðið við þeim tilmælum og sögðu tveir liðs- menn þess af sér af því tilefni á fimmtudag. Hodac hefur undanfarnar vikur deilt við fréttamenn og reynt að fá þá til að sætta sig við orðinn hlut. Frétta- mennirnir lögðu að hluta undir sig húsakynni sjónvarpsins og reyndu að senda út eigin fréttir til mótvægis við „opinberu“ fréttaútsendingarnar. Tékkneska þingið ræðir breytta stjórn ríkisfjölmiðla Frjáls félagasamtök skipi í sjónvarpsráð Prag. AP, The Daily Telegraph. LUCIEN Bouchard hafði lengi full- yrt að hann myndi boða til almennr- ar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Quebec í Kanada þegar „aðstæður til sigurs“ væru fyrir hendi. Bouchard sagði af sér formennsku í flokki að- skilnaðarsinna, Parti Quebecois (PQ), á fimmtudaginn, sannfærður um að hann gæti ekki skapað þessar aðstæður. Í ræðu sem hann hélt, að mestu á frönsku, sagði Bouchard að hann hefði brugðist æðstu skyldu sinni sem leiðtogi fylkisstjórnarinnar í Quebec og flokks síns – að leiða Quebec til sjálfstæðis. „Árangur starfs míns er ekki mjög sannfær- andi,“ sagði hann, og síðar bætti hann við: „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki gera meira og betur.“ Meirihluti íbúa Quebec-fylkis er frönskumælandi og hafa aðskilnað- arsinnar löngum viljað að fylkið yrði að sjálfstæðu ríki. Í almennri at- kvæðagreiðslu um tillögu þess efnis, er fram fór 1995, munaði innan við einu prósenti atkvæða að aðskilnað- ur yrði samþykktur. Bouchard sagði að tími væri kom- inn fyrir flokkinn og fylkið að finna sér betri leiðtoga í sjálfstæðisbarátt- unni sem hann sagði áfram vera „einu framtíðina“ fyrir Quebec. Eftir afsögn Bouchards ríkir ring- ulreið í flokknum, Parti Quebecois, og með öllu óljóst hver geti tekið við forystuhlutverkinu. Bouchard er einhver vinsælasti stjórnmálamað- urinn í Quebec og það er einnig óljóst hvaða áhrif brottför hans muni hafa á málstað aðskilnaðarsinna. Fréttaskýrendur benda á að harð- línusinnar í PQ geti túlkað afsögnina sem sigur þeirrar stefnu að herða beri róðurinn í sjálfstæðisátt og til verndar franskri tungu í fylkinu. Andstaða Bouchards við harðlínu- sinna í flokknum jókst nýverið þegar harðlínumennirnir fylktu sér að baki framboðsefni flokksins sem lét falla orð er virtust gera lítið úr þjáningum gyðinga. Þessi orð kveiktu að nýju viðkvæmt deilumál í Quebec, það er að segja meint umburðarleysi að- skilnaðarsinna gagnvart minnihluta- hópum, sem flestir eru andvígir að- skilnaði. „Eins og við er að búast,“ sagði Bouchard, „hafa svona yfirlýs- ingar sett smánarblett á orðspor Quebec erlendis.“ Óljóst hvaða áhrif óvænt afsögn leiðtoga aðskilnaðarsinna í Quebec mun hafa á málstað þeirra ReutersBouchard þurrkar tár af hvörmum áður en hann tilkynnir afsögn sína og ástæður hennar. Kveðst hafa brugðist Quebec. AP. NOKKRIR bandarískir sérfræð- ingar um málefni Kína hafa lýst því yfir að þeir séu sannfærðir um sannleiksgildi Tiananmen- skjalanna svokölluðu. Skoðanir eru hins vegar skiptar um hvort birt- ing skjalanna verði til þess að flýta lýðræðisumbótum í Kína. Skjölunum var smyglað til Bandaríkjanna af kínverskum embættismanni, sem gengur undir dulnefninu Zhang Liang, en þau fjalla um aðdraganda blóðsúthell- inganna á Torgi hins himneska friðar í Peking í júní 1989. Kín- versk stjórnvöld halda því fram að skjölin séu fölsuð, en Andrew Nathan, sem vann að útgáfu þeirra í Bandaríkjunum, vísaði því á bug í samtali við AP-fréttastofuna á fimmtudag. „Ég veit að skjölin eru ekta. Það verður viðurkennt í fyll- ingu tímans.“ Nathan, sem starfar hjá Public- Affairs-útgáfunni í New York, sagði að sannleiksgildi Tian- anmen-skjalanna hefði verið metið með rannsóknum á skjölunum sjálfum, greiningu og staðfestingu á efni þeirra, auk könnunar á bak- grunni embættismannsins sem smyglaði þeim. „Mikilvægasti þátt- ur sannprófunarinnar varðar þann sem safnaði skjölunum – persónu hans, frásögn hans af því hvernig hann fékk þau í hendur, hegðun hans og ýmis atriði sem hann sagði okkur um sjálfan sig ... jafnframt var upplýsinga um hann aflað með leynd,“ sagði Nathan. Hætta á hertum aðgerðum gegn umbótasinnum Skjölin eru sögð innihalda óbirt minnisblöð frá leynilegum fundum hátt settra embættismanna, skýrslur frá kínversku leyniþjón- ustunni og skrár yfir einkasímtöl Deng Xiaoping, þáverandi forseta Kína. Kenneth G. Lieberthal, prófess- or í stjórnmálafræði við Michigan- háskóla og fyrrverandi yfirmaður Asíumála í bandaríska þjóðarör- yggisráðinu, segir að það sé nær óumdeilanlegt að skjölin séu ekta. Eina spurningin sé sú hvort Zhang Liang hafi valið úr skjöl sem renndu stoðum undir það sem hann vildi koma á framfæri, en sleppt öðrum gögnum, sem gæfu aðra mynd af atburðum. Lieberthal seg- ir að svo virðist sem Zhang gæti sanngirni í vali skjalanna, en bend- ir á að sjaldgæft sé að þeir sem leki skjölum leggi mikið á sig til að all- ar hliðar málsins komi fram. Lieberthal dregur í efa að birt- ing skjalanna muni flýta lýðræð- isumbótum í Kína, og bendir á að hún gæti jafnvel leitt til hertra að- gerða stjórnvalda gegn umbóta- sinnum. Gæti haft áhrif á þróun kínverskra stjórnmála James Lilley, sem var sendi- herra Bandaríkjanna í Kína þegar blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað, segir hins veg- ar að uppljóstranirnar kunni að hafa áhrif á þróun kínverskra stjórnmála, jafnvel þótt margir þeirra sem minnst er á í skjölunum séu látnir eða sestir í helgan stein. Zhang Liang er ekki búsettur í Kína um þessar mundir, en hann segist ekki vilja gefa upp nafn sitt, þar sem hann hafi hug á að snúa aftur til heimalands síns. Hann virðist vera umbótasinnaður kommúnisti, og lét í ljós þá von að birting skjalanna myndi „vera stórt framlag til lýðræðisumbóta í Kína.“ Efni skjalanna rennir stoð- um undir þá kenningu að harð- línumenn hafi þrýst á Deng Xia- oping að beita valdi til að kveða niður mótmæli lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar af ótta við að veldi kommúnistastjórn- arinnar væri í hættu, en að um- bótasinnar innan stjórnarinnar hafi hvatt til friðsamlegri lausna. Bandarískir sérfræðingar um málefni Kína Segja Tiananmen-skjölin ófölsuð New York. AP. ÞÝSKA stjórnin bjó sig undir það í gær að taka í sínar hendur baráttuna gegn kúariðunni en bændur segja skjótra úrræða þörf eigi að bjarga landbúnaðin- um frá alvarlegum áföllum. Haft var eftir ónefndum emb- ættismönnum, að kæmi kúariðu- tilfelli upp á bæ, yrði öllum naut- gripum þar slátrað en hingað til hefur sambandslöndunum verið heimilt að bregðast við hvert með sínum hætti. Edmund Stoi- ber, forsætisráðherra Bæjara- lands, tilkynnt til dæmis í vik- unni, að þar yrði beitt svissnesku aðferðinni en hún felst í því að slátra gripum sem eru jafngamlir eða eldri en sýkti gripurinn, auk þess að setja við- komandi býli í sóttkví. Í Þýska- landi hafa fundist 12 nautgripir með kúariðu og flestir í Bæjara- landi. Bændur hafa efnt til mótmæla víða um Þýskaland síðustu daga og meðal annars í Westerheim í Bæjaralandi í gær þegar flytja átti burt 143 gripi af einu býlinu. Hafði bóndinn þó samþykkt, að þeir skyldu skornir. Evrópusambandið samþykkti í síðasta mánuði að grípa til mik- ils niðurskurðar á nautgripum sem komnir eru á ákveðinn ald- ur og samkvæmt því verður allt að 400.000 gripum slátrað í Þýskalandi. Verður byrjað á slátruninni í næsta mánuði og á hún að standa út júní. Áður hafði þýska stjórnin ákveðið, að allir sláturgripir eldri en tveggja ára yrðu kannaðir með kúariðusmit í huga. Kúariðan í Þýskalandi 400.000 grip- um slátrað Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.